Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. maí 2025 07:00 „Við munum ekki lengur gera Rússlandi kleift að nota orkumálin sem vopn gegn okkur. Við munum ekki lengur með óbeinum hætti hjálpa til við að fjármagna stríðsrekstur þeirra,“ sagði Dan Jørgensen, orkumálaráðherra Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Strasbourg í gær en sambandið hefur sagt að stefnt sé að því að ríki þess verði ekki lengur háð rússnesku gasi í lok árs 2027. Með öðrum orðum næstum sex árum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fram kemur í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC að þó gripið hafi verið til aðgerða á undanförnum árum til þess að draga úr því hversu háð Evrópusambandið og ríki þess væru rússneskri orku væri sú enn raunin að verulegu leyti. Þannig komi fram í skýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins vegna fyrrnefndra áforma að 45% af gasi sem notað hafi verið innan þess árið 2021, fyrir innrásina í Úkraínu, hafi komið frá Rússlandi en hlutfallið hafi enn verið 19% á síðasta ári. Tekizt hefði betur til við að draga úr innflutningi á rússneskri olíu. Hins vegar þyrfti einnig að draga úr því hversu háð Evrópusambandið væri innflutningi frá Rússlandi fyrir kjarnorkuiðnaðinn í ríkjum sambandsins. Þannig hefði rúmlega 14% af úraníum sem notað hefði verið innan Evrópusambandsins á síðasta ári hefði verið rússneskt. Þá segi í skýrslunni að með þessu hefði efnahagsöryggi sambandsins verið sett í hættu og stríðsrekstur Rússlands fjármagnaður. Forystumenn Evrópusambandsins hafa áður viðurkennt að sambandið og ríki þess hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu og stríðsrekstur Rússlands með umfangsmiklum kaupum á rússneskri orku undanfarin ár og áratugi og haldið því áfram í vaxandi mæli í kjölfar þess að rússnesk stjórnvöld innlimuðu Krímsskaga árið 2014 þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð í þeim efnum. Til stendur nú loks að skrúfa fyrir þá fjármögnun en eftir tæplega þrjú ár. Takist það á annað borð. Hitt er svo annað mál að ekki er í vitað í öllum tilfellum, einkum þegar gas er flutt inn til Evrópusambandsins í fljótandi formi, hvort það komi upprunalega frá Rússlandi. Þannig er vitað að rússneskt gas sem flutt er til Kína er síðan selt áfram út á alþjóðamarkaðinn sem þarlend framleiðsla. Hið sama hefur átt við um olíu. Þá má hafa í huga að þó dregið hafi úr umfangi innflutts rússnesks gass til ríkja sambandsins hefur þurfa að greiða mun meira fyrir það en áður. Með öðrum orðum hafa tekjurnar sem skilað hafa sér í ríkissjóð Rússlands ekki dregizt eins mikið saman og innflutningurinn á rússnesku gasi og olíu til Evrópusambandsins. Forystumenn sambandsins hafa viðurkennt að ríki þess hafi greitt meira til Rússlands fyrir orkuna en þau hafi styrkt Úkraínumenn. Margfalt meira ef teknar eru inn í myndina greiðslur ríkjanna fyrir rússneska orku árum saman áður en rússneski herinn réðist inn í Úkraínu fyrir þremur árum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
„Við munum ekki lengur gera Rússlandi kleift að nota orkumálin sem vopn gegn okkur. Við munum ekki lengur með óbeinum hætti hjálpa til við að fjármagna stríðsrekstur þeirra,“ sagði Dan Jørgensen, orkumálaráðherra Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Strasbourg í gær en sambandið hefur sagt að stefnt sé að því að ríki þess verði ekki lengur háð rússnesku gasi í lok árs 2027. Með öðrum orðum næstum sex árum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fram kemur í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC að þó gripið hafi verið til aðgerða á undanförnum árum til þess að draga úr því hversu háð Evrópusambandið og ríki þess væru rússneskri orku væri sú enn raunin að verulegu leyti. Þannig komi fram í skýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins vegna fyrrnefndra áforma að 45% af gasi sem notað hafi verið innan þess árið 2021, fyrir innrásina í Úkraínu, hafi komið frá Rússlandi en hlutfallið hafi enn verið 19% á síðasta ári. Tekizt hefði betur til við að draga úr innflutningi á rússneskri olíu. Hins vegar þyrfti einnig að draga úr því hversu háð Evrópusambandið væri innflutningi frá Rússlandi fyrir kjarnorkuiðnaðinn í ríkjum sambandsins. Þannig hefði rúmlega 14% af úraníum sem notað hefði verið innan Evrópusambandsins á síðasta ári hefði verið rússneskt. Þá segi í skýrslunni að með þessu hefði efnahagsöryggi sambandsins verið sett í hættu og stríðsrekstur Rússlands fjármagnaður. Forystumenn Evrópusambandsins hafa áður viðurkennt að sambandið og ríki þess hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu og stríðsrekstur Rússlands með umfangsmiklum kaupum á rússneskri orku undanfarin ár og áratugi og haldið því áfram í vaxandi mæli í kjölfar þess að rússnesk stjórnvöld innlimuðu Krímsskaga árið 2014 þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð í þeim efnum. Til stendur nú loks að skrúfa fyrir þá fjármögnun en eftir tæplega þrjú ár. Takist það á annað borð. Hitt er svo annað mál að ekki er í vitað í öllum tilfellum, einkum þegar gas er flutt inn til Evrópusambandsins í fljótandi formi, hvort það komi upprunalega frá Rússlandi. Þannig er vitað að rússneskt gas sem flutt er til Kína er síðan selt áfram út á alþjóðamarkaðinn sem þarlend framleiðsla. Hið sama hefur átt við um olíu. Þá má hafa í huga að þó dregið hafi úr umfangi innflutts rússnesks gass til ríkja sambandsins hefur þurfa að greiða mun meira fyrir það en áður. Með öðrum orðum hafa tekjurnar sem skilað hafa sér í ríkissjóð Rússlands ekki dregizt eins mikið saman og innflutningurinn á rússnesku gasi og olíu til Evrópusambandsins. Forystumenn sambandsins hafa viðurkennt að ríki þess hafi greitt meira til Rússlands fyrir orkuna en þau hafi styrkt Úkraínumenn. Margfalt meira ef teknar eru inn í myndina greiðslur ríkjanna fyrir rússneska orku árum saman áður en rússneski herinn réðist inn í Úkraínu fyrir þremur árum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar