Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar 7. maí 2025 13:02 Ítrekað hefur verið sýnt fram á kerfisbundið dýraníð í blóðmerahaldi á Íslandi. Nýtt myndefni, sem nú hefur verið birt, dregur fram hvernig dýralæknar sem starfa fyrir Ísteka bregðast hlutverki sínu sem er að tryggja velferð fylfullra hryssa við blóðtöku. Myndefnið sýnir hryssur sem augljóslega eru hræddar. Enda eru þær í slæmum aðstæðum. Þær eru reknar inn í þrönga blóðtökubása, þar sem höfuðið er bundið upp og bakið strappað niður. Stungið er í háls þeirra með 0,5 cm þykkri nál og fimm lítrar af blóði tæmdir úr æðakerfi þeirra. Margar reyna í örvæntingu sinni að losa sig úr básnum og sleppa undan kvölunum. Tilgangurinn með þessu athæfi er að framleiða efni sem eykur frjósemi húsdýra. Hormónið PMSG er sérstaklega vinsælt í svínaverksmiðjum erlendis. Efnið veldur því að gyltur eignast fleiri grísi í hverju goti með styttra millibili en þeim eðlilegt er. Þannig að efni þetta veldur frekari þjáningu dýra sem búa þegar við hörmulegar aðstæður í erlendum verksmiðjubúum. Á myndefninu sést dýralæknir sparka í hryssu sem í skelfingu sinni hefur prjónað yfir blóðtökubásinn. Önnur hryssa hefur fest höfuð sitt í þaki blóðtökubáss þar sem hún hefur prjónað upp, viti sínu fjær af hræðslu. Dæmi eru um að hryssur hvíli höfuð sitt á rimlum blóðtökubássins og virðast örmagna, einnig sést til þess að höfuð hryssu hangir í múl, þar sem hryssan er fullkomlega þróttlaus. Blóðtakan var aldrei stöðvuð og úr öllum þessum hryssum var tekið blóð. Því miður eru viðbrögð Matvælastofnunnar, sem sér um eftirlit með meðferð dýra og á að standa vörð um velferð og heilsu þeirra, þau sömu og áður. Ofbeldi gegn hryssunum, sem stofnunin kýs að kalla „frávik“, eru enn talin „innan ásættanlegra marka“. Hversu fast þarf að sparka í snoppu hryssu til þess að það teljist óásættanlegt? Samkvæmt siðareglum dýralækna ber dýralækni að hafa vakandi auga með því að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Dýralæknir skal gæta þess að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. Það er skylda dýralækna að tryggja velferð dýra og grípa til aðgerða við aðstæður eins og sjá má á myndefninu. En í blóðmerahaldi virðist þessi skylda ekki gilda. Þeir bregðast hlutverki sínu, þeir sem kenna sig við lækningastétt en horfa á hryssurnar þjást. Íslenski hesturinn, þessi þrautseigi, hugrakki og tryggi félagi hefur í gegnum aldirnar verið okkur til halds og trausts í harðbýlu landi. Hann bar fólk, vörur og bréf yfir ár og fjöll, í blindbylum og myrkri, og var ómissandi hlekkur í lífsbaráttu þjóðarinnar. Meðferðin sem hann nú sætir í blóðmerahaldi er ekki aðeins dýraníð heldur alger svik við dyggan vin sem aldrei brást. Ljóst er að stjórnvöld og eftirlit hafa brugðist íslensku hryssunni. Ljóst er að dýralæknar Ísteka hafa brugðist henni. Það sem ætti að vera okkur öllum ljóst er að þessi þarflausi þjáningahringur, íslensku hryssunnar og erlendu gyltunnar, verður að enda. Við þurfum ekki frekari sönnunargögn, heldur aðgerðir. Hættum að bregðast vini okkar og setjum punktinn. Blóðmerahald á að heyra sögunni til. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýr Blóðmerahald Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ítrekað hefur verið sýnt fram á kerfisbundið dýraníð í blóðmerahaldi á Íslandi. Nýtt myndefni, sem nú hefur verið birt, dregur fram hvernig dýralæknar sem starfa fyrir Ísteka bregðast hlutverki sínu sem er að tryggja velferð fylfullra hryssa við blóðtöku. Myndefnið sýnir hryssur sem augljóslega eru hræddar. Enda eru þær í slæmum aðstæðum. Þær eru reknar inn í þrönga blóðtökubása, þar sem höfuðið er bundið upp og bakið strappað niður. Stungið er í háls þeirra með 0,5 cm þykkri nál og fimm lítrar af blóði tæmdir úr æðakerfi þeirra. Margar reyna í örvæntingu sinni að losa sig úr básnum og sleppa undan kvölunum. Tilgangurinn með þessu athæfi er að framleiða efni sem eykur frjósemi húsdýra. Hormónið PMSG er sérstaklega vinsælt í svínaverksmiðjum erlendis. Efnið veldur því að gyltur eignast fleiri grísi í hverju goti með styttra millibili en þeim eðlilegt er. Þannig að efni þetta veldur frekari þjáningu dýra sem búa þegar við hörmulegar aðstæður í erlendum verksmiðjubúum. Á myndefninu sést dýralæknir sparka í hryssu sem í skelfingu sinni hefur prjónað yfir blóðtökubásinn. Önnur hryssa hefur fest höfuð sitt í þaki blóðtökubáss þar sem hún hefur prjónað upp, viti sínu fjær af hræðslu. Dæmi eru um að hryssur hvíli höfuð sitt á rimlum blóðtökubássins og virðast örmagna, einnig sést til þess að höfuð hryssu hangir í múl, þar sem hryssan er fullkomlega þróttlaus. Blóðtakan var aldrei stöðvuð og úr öllum þessum hryssum var tekið blóð. Því miður eru viðbrögð Matvælastofnunnar, sem sér um eftirlit með meðferð dýra og á að standa vörð um velferð og heilsu þeirra, þau sömu og áður. Ofbeldi gegn hryssunum, sem stofnunin kýs að kalla „frávik“, eru enn talin „innan ásættanlegra marka“. Hversu fast þarf að sparka í snoppu hryssu til þess að það teljist óásættanlegt? Samkvæmt siðareglum dýralækna ber dýralækni að hafa vakandi auga með því að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Dýralæknir skal gæta þess að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. Það er skylda dýralækna að tryggja velferð dýra og grípa til aðgerða við aðstæður eins og sjá má á myndefninu. En í blóðmerahaldi virðist þessi skylda ekki gilda. Þeir bregðast hlutverki sínu, þeir sem kenna sig við lækningastétt en horfa á hryssurnar þjást. Íslenski hesturinn, þessi þrautseigi, hugrakki og tryggi félagi hefur í gegnum aldirnar verið okkur til halds og trausts í harðbýlu landi. Hann bar fólk, vörur og bréf yfir ár og fjöll, í blindbylum og myrkri, og var ómissandi hlekkur í lífsbaráttu þjóðarinnar. Meðferðin sem hann nú sætir í blóðmerahaldi er ekki aðeins dýraníð heldur alger svik við dyggan vin sem aldrei brást. Ljóst er að stjórnvöld og eftirlit hafa brugðist íslensku hryssunni. Ljóst er að dýralæknar Ísteka hafa brugðist henni. Það sem ætti að vera okkur öllum ljóst er að þessi þarflausi þjáningahringur, íslensku hryssunnar og erlendu gyltunnar, verður að enda. Við þurfum ekki frekari sönnunargögn, heldur aðgerðir. Hættum að bregðast vini okkar og setjum punktinn. Blóðmerahald á að heyra sögunni til. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun