Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar 7. maí 2025 07:00 Í þessari viku legg ég fram þingsályktunartillögu sem snýr að því að tryggja áframhaldandi starfsemi Janusar endurhæfingar eða tryggja sambærilega geðendurhæfingu fyrir ungmenni með fjölþættan vanda. Markmið tillögunnar er skýrt: Að tryggja að einn viðkvæmasti hópur samfélagsins — ungt jaðarsett fólk með fjölþætt geðræn vandamál og félagslegan vanda — fái áfram þá þjónustu sem reynst hefur vel, meðan unnið er að heildstæðri framtíðarsýn um fyrirkomulag þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Janus endurhæfing hefur starfað í rúm 26 ár og veitt samþætta, einstaklingsmiðaða þjónustu sem sameinar heilbrigðis-, mennta- og velferðarsvið í þágu einstaklingsins. Þeir sem þekkja starfsemina best — fagfólk, notendur og aðstandendur — hafa lýst þeirri miklu óvissu og ógn sem steðjar að nú þegar ekki liggja fyrir neinar skýrar tillögur eða hugmyndir um hvað taki við. Yfir 3.000 manns hafa lýst yfir stuðningi við áframhaldandi starfsemi, sem og fjölmörg fagfélög og sérfræðingar. Leitun er að þeim sem geta útskýrt hvers vegna leggja eigi starfsemina niður. Að standa við gefin loforð Ríkisstjórnin hefur ítrekað lagt áherslu á að efla geðheilbrigðisþjónustu og tryggja jafnt aðgengi að úrræðum — sérstaklega fyrir ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Þessi þingsályktun er í fullu samræmi við þær áherslur og býður upp á raunhæfar aðgerðir sem hægt er að hrinda í framkvæmd án tafar: bráðabirgðasamning við Janus endurhæfingu, virkt samráð við fag- og notendahópa, og að unnið sé markvisst að heildstæðri framtíðarsýn. Það er ósk mín að tillagan verði grunnur fyrir ríkisstjórnina til að sýna pólitískan vilja, hugrekki og ábyrgð. Það verður því áhugavert að sjá hversu margir þingmenn stjórnarflokkanna standa með tillögunni — en þegar þessi grein er rituð hef ég fengið fjölmarga tölvupósta með staðfestingu um stuðning þingmanna stjórnarandstöðuflokka. Á sama tíma hafa engin viðbrögð borist frá stjórnarþingmönnum. Ekki einum. Þetta mikilvæga málefni á ekki að snúast um pólitík eða hvort við styðjum einkarekstur í heilbrigðiskerfinu eður ei. Þetta snýst um viðkvæma einstaklinga sem þurfa á þjónustu á borð við Janus endurhæfingu að halda. Þetta er líflínan þeirra! Við getum valið að grípa inn í Aðgerðarleysi í þessu máli er aðgerð í sjálfu sér — og slík aðgerð bitnar á fólki sem getur engan veginn brugðist við. Með þessari tillögu vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa brú yfir það óhuggulega bil sem nú blasir við og hefja vinnu að nýrri lausn sem nýtur trausts notenda, fagfólks og samfélagsins alls. Ungt fólk með fjölþættan vanda á ekki að falla á milli kerfa. Það er okkar að grípa það og útvega þjónustuúrræði við hæfi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Einhverfa Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku legg ég fram þingsályktunartillögu sem snýr að því að tryggja áframhaldandi starfsemi Janusar endurhæfingar eða tryggja sambærilega geðendurhæfingu fyrir ungmenni með fjölþættan vanda. Markmið tillögunnar er skýrt: Að tryggja að einn viðkvæmasti hópur samfélagsins — ungt jaðarsett fólk með fjölþætt geðræn vandamál og félagslegan vanda — fái áfram þá þjónustu sem reynst hefur vel, meðan unnið er að heildstæðri framtíðarsýn um fyrirkomulag þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Janus endurhæfing hefur starfað í rúm 26 ár og veitt samþætta, einstaklingsmiðaða þjónustu sem sameinar heilbrigðis-, mennta- og velferðarsvið í þágu einstaklingsins. Þeir sem þekkja starfsemina best — fagfólk, notendur og aðstandendur — hafa lýst þeirri miklu óvissu og ógn sem steðjar að nú þegar ekki liggja fyrir neinar skýrar tillögur eða hugmyndir um hvað taki við. Yfir 3.000 manns hafa lýst yfir stuðningi við áframhaldandi starfsemi, sem og fjölmörg fagfélög og sérfræðingar. Leitun er að þeim sem geta útskýrt hvers vegna leggja eigi starfsemina niður. Að standa við gefin loforð Ríkisstjórnin hefur ítrekað lagt áherslu á að efla geðheilbrigðisþjónustu og tryggja jafnt aðgengi að úrræðum — sérstaklega fyrir ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Þessi þingsályktun er í fullu samræmi við þær áherslur og býður upp á raunhæfar aðgerðir sem hægt er að hrinda í framkvæmd án tafar: bráðabirgðasamning við Janus endurhæfingu, virkt samráð við fag- og notendahópa, og að unnið sé markvisst að heildstæðri framtíðarsýn. Það er ósk mín að tillagan verði grunnur fyrir ríkisstjórnina til að sýna pólitískan vilja, hugrekki og ábyrgð. Það verður því áhugavert að sjá hversu margir þingmenn stjórnarflokkanna standa með tillögunni — en þegar þessi grein er rituð hef ég fengið fjölmarga tölvupósta með staðfestingu um stuðning þingmanna stjórnarandstöðuflokka. Á sama tíma hafa engin viðbrögð borist frá stjórnarþingmönnum. Ekki einum. Þetta mikilvæga málefni á ekki að snúast um pólitík eða hvort við styðjum einkarekstur í heilbrigðiskerfinu eður ei. Þetta snýst um viðkvæma einstaklinga sem þurfa á þjónustu á borð við Janus endurhæfingu að halda. Þetta er líflínan þeirra! Við getum valið að grípa inn í Aðgerðarleysi í þessu máli er aðgerð í sjálfu sér — og slík aðgerð bitnar á fólki sem getur engan veginn brugðist við. Með þessari tillögu vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa brú yfir það óhuggulega bil sem nú blasir við og hefja vinnu að nýrri lausn sem nýtur trausts notenda, fagfólks og samfélagsins alls. Ungt fólk með fjölþættan vanda á ekki að falla á milli kerfa. Það er okkar að grípa það og útvega þjónustuúrræði við hæfi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun