Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Lovísa Arnardóttir skrifar 6. maí 2025 17:35 Lögreglan og sérsveitin lokuðu fjölda gatna í miðborginni þegar tilkynnt var um vopnaðan mann sem hélt öðrum í gíslingu aðfaranótt 1. maí. Þorgeir Ólafsson Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Sigurði Almari Sigurðssyni sem grunaður er um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann á Hverfisgötu aðfaranótt 1. maí. Eva Hauksdóttir, lögmaður hans, segir ekki yfirvofandi hættu en þó áhyggjuefni að hann gangi frjáls. Hann þurfi stöðuga umönnun og aðstoð. Sigurður Almar hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. Fyrst var fjallað um úrskurð Landsréttar á vef RÚV í dag. Þar segir að í úrskurði komi fram að ljóst sé að Sigurður glími við fjölþættan vanda og eigi sér langa sögu um geðræn vandamál. Þá hafi hann verið greindur með þroskaröskun og hafi lengi misnotað vímuefni. Þar kemur einnig fram að ferðamaðurinn, sem sjálfur hringdi á lögregluna, hafi afhent lögreglu skotfæri sem hann tók úr vopni sem hann sagði Sigurð hafa ógnað sér með. Eva segir lögreglu hafa framkvæmd húsleit heima hjá Sigurði Almari og hafi ekkert fundið. Ekkert fannst við húsleit „Hann er kærður fyrir að frelsissvipta ferðamann. Þeirri rannsókn er ekki lokið og ekki búið að taka afstöðu til þess hvort það verði gefin út ákæra. Það var gerð húsleit heima hjá honum og það fannst ekki neitt sem varpar neinu ljósi á það,“ segir hún. Eva segir gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hafa verið felldur úr gildi á þeim grundvelli að ekki sé yfirvofandi hætta. Hann geti þó orðið hættulegur við ákveðnar ástæður og það sé ekkert í kerfinu sem tækli það. Hún segir það áhyggjuefni að hann sé frjáls maður. Talað hefur verið um hann, og aðra í svipaðri stöðu, sem „tifandi tímasprengju“. „Reykjavíkurborg þarf að gera eitthvað til þess að fólk sem ekki er fært um að stjórna gjörðum sínum, er með geðræn og/eða fíknivanda eða þroskahömlun, fólk sem er með slík vandamál er ekki samfélagshæft í rauninni. Það getur ekki borið ábyrgð á sjálfum sér og sínum gjörðum. Það þarf að gera eitthvað til að hafa eftirlit með slíku fólki og passa að það sé ekki í ástæðum til að valda tjóni. Það er alveg ástæða til að hafa áhyggjur en fangelsi og gæsluvarðhald er ekki réttu leiðirnar til að takast á við svona félagsleg vandamál.“ Rændi manninum til að spjalla Hún segir fólk þó ekki endilega þurfa að vera hrætt. „Hann er ekki grunaður um að hafa ætlað að gert þessum ferðamanni neitt. Hann er grunaður um að hafa svipt hann frelsi og hafa hann með sér inn í húsnæðið. En hann er ekki grunaður um að hafa ætlað að ræna hann eða meiða hann eða neitt slíkt. Hann er grunaður um að hafa rænt manni til að hafa einhvern til að spjalla við.“ Eva segir sturlað að fólk í því ástandi sé ekki annað hvort með sólarhringsþjónustu eða vistað á stofnun. Sigurður Almar sé með einhverja þjónustu en ekki þá þjónustu sem hann þarf. „Hann þarf að vera undir eftirliti og hafa einhvern með sér, með umönnun allan daginn. Hann er ekki fær um að hugsa um sig sjálfur eða sjá um matmálstíma og þvott og allt það sem við gerum í daglegu lífi. Hann er ekki fær um að vera einn.“ Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Fangelsismál Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27 „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Íslenskur karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær grunaður um hafa frelsissvipt erlendan ferðamann. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn og segir manninn ekki hafa haft ásetning til að gera illt. Maðurinn glími við geðræn vandamál og eigi ekki heima í fangelsi. 2. maí 2025 20:01 „Hann er svo hættulegur að það veit enginn hvernig á að höndla hann“ „Auðvitað þarf hann hjálp en hann þarf líka að vera móttækilegur fyrir henni og taka ábyrgð. Þetta er vinna sem hann sjálfur þarf líka að sinna. Ætlar hann bara alltaf að vera svona? Ætlar hann ekkert að gera sjálfur til að bæta sig?“ segir Svava Líf Jónsdóttir og vísar þar í nýjan þátt af Kompás þar sem rætt er við Sigurð Almar Sigurðsson, dæmdan kynferðis-og ofbeldismann á Litla Hrauni, og móður hans. 26. apríl 2023 18:23 „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Sigurður Almar hefur endurtekið komið við sögu lögreglu. Hann er með þroskaskerðingu og hefur við afplánun fyrri dóma verið vistaður í einangrun á öryggisgöngum, fjarri öðrum föngum. Fyrst var fjallað um úrskurð Landsréttar á vef RÚV í dag. Þar segir að í úrskurði komi fram að ljóst sé að Sigurður glími við fjölþættan vanda og eigi sér langa sögu um geðræn vandamál. Þá hafi hann verið greindur með þroskaröskun og hafi lengi misnotað vímuefni. Þar kemur einnig fram að ferðamaðurinn, sem sjálfur hringdi á lögregluna, hafi afhent lögreglu skotfæri sem hann tók úr vopni sem hann sagði Sigurð hafa ógnað sér með. Eva segir lögreglu hafa framkvæmd húsleit heima hjá Sigurði Almari og hafi ekkert fundið. Ekkert fannst við húsleit „Hann er kærður fyrir að frelsissvipta ferðamann. Þeirri rannsókn er ekki lokið og ekki búið að taka afstöðu til þess hvort það verði gefin út ákæra. Það var gerð húsleit heima hjá honum og það fannst ekki neitt sem varpar neinu ljósi á það,“ segir hún. Eva segir gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hafa verið felldur úr gildi á þeim grundvelli að ekki sé yfirvofandi hætta. Hann geti þó orðið hættulegur við ákveðnar ástæður og það sé ekkert í kerfinu sem tækli það. Hún segir það áhyggjuefni að hann sé frjáls maður. Talað hefur verið um hann, og aðra í svipaðri stöðu, sem „tifandi tímasprengju“. „Reykjavíkurborg þarf að gera eitthvað til þess að fólk sem ekki er fært um að stjórna gjörðum sínum, er með geðræn og/eða fíknivanda eða þroskahömlun, fólk sem er með slík vandamál er ekki samfélagshæft í rauninni. Það getur ekki borið ábyrgð á sjálfum sér og sínum gjörðum. Það þarf að gera eitthvað til að hafa eftirlit með slíku fólki og passa að það sé ekki í ástæðum til að valda tjóni. Það er alveg ástæða til að hafa áhyggjur en fangelsi og gæsluvarðhald er ekki réttu leiðirnar til að takast á við svona félagsleg vandamál.“ Rændi manninum til að spjalla Hún segir fólk þó ekki endilega þurfa að vera hrætt. „Hann er ekki grunaður um að hafa ætlað að gert þessum ferðamanni neitt. Hann er grunaður um að hafa svipt hann frelsi og hafa hann með sér inn í húsnæðið. En hann er ekki grunaður um að hafa ætlað að ræna hann eða meiða hann eða neitt slíkt. Hann er grunaður um að hafa rænt manni til að hafa einhvern til að spjalla við.“ Eva segir sturlað að fólk í því ástandi sé ekki annað hvort með sólarhringsþjónustu eða vistað á stofnun. Sigurður Almar sé með einhverja þjónustu en ekki þá þjónustu sem hann þarf. „Hann þarf að vera undir eftirliti og hafa einhvern með sér, með umönnun allan daginn. Hann er ekki fær um að hugsa um sig sjálfur eða sjá um matmálstíma og þvott og allt það sem við gerum í daglegu lífi. Hann er ekki fær um að vera einn.“
Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Fangelsismál Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27 „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Íslenskur karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær grunaður um hafa frelsissvipt erlendan ferðamann. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn og segir manninn ekki hafa haft ásetning til að gera illt. Maðurinn glími við geðræn vandamál og eigi ekki heima í fangelsi. 2. maí 2025 20:01 „Hann er svo hættulegur að það veit enginn hvernig á að höndla hann“ „Auðvitað þarf hann hjálp en hann þarf líka að vera móttækilegur fyrir henni og taka ábyrgð. Þetta er vinna sem hann sjálfur þarf líka að sinna. Ætlar hann bara alltaf að vera svona? Ætlar hann ekkert að gera sjálfur til að bæta sig?“ segir Svava Líf Jónsdóttir og vísar þar í nýjan þátt af Kompás þar sem rætt er við Sigurð Almar Sigurðsson, dæmdan kynferðis-og ofbeldismann á Litla Hrauni, og móður hans. 26. apríl 2023 18:23 „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Íslenskur karlmaður um fertugt var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann aðfaranótt fimmtudags. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort maðurinn hafi ætlað að kúga fé úr ferðamanninum. 2. maí 2025 12:27
„Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Íslenskur karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær grunaður um hafa frelsissvipt erlendan ferðamann. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn og segir manninn ekki hafa haft ásetning til að gera illt. Maðurinn glími við geðræn vandamál og eigi ekki heima í fangelsi. 2. maí 2025 20:01
„Hann er svo hættulegur að það veit enginn hvernig á að höndla hann“ „Auðvitað þarf hann hjálp en hann þarf líka að vera móttækilegur fyrir henni og taka ábyrgð. Þetta er vinna sem hann sjálfur þarf líka að sinna. Ætlar hann bara alltaf að vera svona? Ætlar hann ekkert að gera sjálfur til að bæta sig?“ segir Svava Líf Jónsdóttir og vísar þar í nýjan þátt af Kompás þar sem rætt er við Sigurð Almar Sigurðsson, dæmdan kynferðis-og ofbeldismann á Litla Hrauni, og móður hans. 26. apríl 2023 18:23
„Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00