Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2025 15:16 Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael. AP/Abir Sultan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, boðar „nýjar og harðari“ aðgerðir á Gaza með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum. Stjórnvöld í Ísrael höfðu þegar boðað stórsókn á Gasa en ríkisstjórnin samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Í myndbandi sem forsætisráðherrann birtir á samfélagsmiðlum nú síðdegis bætir hann í og segir meðal annars að íbúar Gasa verði fluttir burt „í þágu eigin öryggis.“ Reuters fjallar um myndbandið sem Netanhjahú flytur á hebresku og er um fjórar og hálf mínúta. Ekki kemur hins vegar fram í máli forsætisráðherrans hversu mikið landsvæði stendur til að taka yfir eða í hve langan tíma, en fregnir herma að öll Gasaströndin kunni að vera undir. Þannig hefur AP fréttaveitan eftir tveimur ísraelskum embættismönnum að ætlunin sé að hernema alla Gasaströndina og vera þar áfram um óákveðinn tíma. Forsætisráðherrann segir hins vegar að ísraelskir hermenn muni ekki ráðast inn á Gasa, fara í aðgerðir og hörfa svo til baka, „heldur sé ætlunarverkið hið gagnstæða,“ hefur Reuters eftir Netanjahú, og er þar gert ráð fyrir að hann eigi við að ekki standi til að yfirgefa Gasa heldur vera þar áfram. Sjá einnig: Ætla að hernema Gasaströndina Ekki liggur heldur fyrir hvenær nákvæmlega Ísraelar hyggjast ráðast til atlögu í umræddum nýjum og hertum aðgerðum, en Reuters hefur einnig eftir ísraelskum embættismönnum að ekki verið farið af stað fyrr en eftir heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til Miðausturlanda í næstu viku. Viðvera Ísraelshers á Gasa er þegar veruleg en herinn er sagður hafa tekið stjórn á um þriðjungi landsvæðis á Gasaströndinni þar sem ríflega tvær milljónir íbúa búi við vosbúð, skort og yfirvofandi hungursneyð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Reuters fjallar um myndbandið sem Netanhjahú flytur á hebresku og er um fjórar og hálf mínúta. Ekki kemur hins vegar fram í máli forsætisráðherrans hversu mikið landsvæði stendur til að taka yfir eða í hve langan tíma, en fregnir herma að öll Gasaströndin kunni að vera undir. Þannig hefur AP fréttaveitan eftir tveimur ísraelskum embættismönnum að ætlunin sé að hernema alla Gasaströndina og vera þar áfram um óákveðinn tíma. Forsætisráðherrann segir hins vegar að ísraelskir hermenn muni ekki ráðast inn á Gasa, fara í aðgerðir og hörfa svo til baka, „heldur sé ætlunarverkið hið gagnstæða,“ hefur Reuters eftir Netanjahú, og er þar gert ráð fyrir að hann eigi við að ekki standi til að yfirgefa Gasa heldur vera þar áfram. Sjá einnig: Ætla að hernema Gasaströndina Ekki liggur heldur fyrir hvenær nákvæmlega Ísraelar hyggjast ráðast til atlögu í umræddum nýjum og hertum aðgerðum, en Reuters hefur einnig eftir ísraelskum embættismönnum að ekki verið farið af stað fyrr en eftir heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til Miðausturlanda í næstu viku. Viðvera Ísraelshers á Gasa er þegar veruleg en herinn er sagður hafa tekið stjórn á um þriðjungi landsvæðis á Gasaströndinni þar sem ríflega tvær milljónir íbúa búi við vosbúð, skort og yfirvofandi hungursneyð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira