Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar 5. maí 2025 13:00 Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024 sem kynntur var á bæjarstjórnarfundi sl. mánudag sýnir stórkostlegan viðsnúning í rekstri Árborgar. Samstillt átak bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins hefur skilað sér í ábyrgari rekstri og stöðvað skuldasöfnun. Viðsnúningurinn var nauðsynlegur því sveitarfélagið var á þeim stað fjárhagslega sem það má aldrei fara á aftur. Á síðasta kjörtímabili undir stjórn Miðflokks, Framsóknar, Samfylkingar og Áfram Árborgar 2018-2022 fór rekstur sveitarfélagsins úr böndunum. Almenn útgjöld jukust langt umfram tekjur og taka þurfti milljarða í lán til að standa undir daglegum rekstri sveitarfélagsins. Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 ma.kr árið 2018 í 28,3 ma.kr árið 2022. Af þeim skuldum voru um fimm milljarðar teknir að láni vegna daglegs rekstrar en ekki fjárfestinga. Í upphafi núverandi kjörtímabils, þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 8,7 millj.kr tapi á dag!. Sveitarfélagið hafði þurft að fjármagna rekstur með lántöku mánuð eftir mánuð. Þetta hafa fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar aldrei þorað að horfast í augu við og viðurkenna. Við vitum öll að það er ekki hægt að reka heimili, fyrirtæki né sveitarfélag til lengri tíma ef útgjöldin eru meiri en innkoman. Þetta var ástæða þess að nauðsynlegt var að ráðast í aðgerðir og endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Í framhaldi hefur bæjarstjórn unnið ötullega að því, ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins, að hagræða í rekstrinum en á sama tíma reynt eftir fremsta megni að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Aðgerðir og hagræðing á rekstri Strax í upphafi kjörtímabilsins var gripið til aðgerða. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs 2022 var afkoma sveitarfélagsins um 500 milljónum betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Því miður gaf fjárhagsáætlun ársins 2023 til kynna að skuldaviðmið Árborgar gæti að óbreyttu farið úr 156,6% upp í 163,2% og uppsafnaður hallarekstur árin 2020-2023 orðið um 6.500 millj.kr. Í framhaldi var því unnin markviss aðgerðaráætlun til að ná fjárhagsstöðu Árborgar á réttan kjöl. Ráðist var í miklar aðgerðir til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins og eru þær aðgerðir með þeim umfangsmestu sem farið hefur verið í af sveitarfélagi hér á Íslandi. Stöðugildum var fækkað í heildina um liðlega hundrað, innkaupabann var sett á stofnanir og allar gjaldskrár voru endurskoðaðar. (Uppsafnaður hallarekstur Árborgar árin 2020-2023 orðin 6.500 millj.kr.) Þrátt fyrir aðgerðir sem þegar var búið að fara í runnu upp erfiðustu mánaðarmót sveitarfélagsins þann 1.ágúst 2023. Þegar búið var að greiða út laun til starfsfólks átti sveitarfélagið um 17 m.kr eftir til að greiða aðra reikninga. Já, áttunda stærsta sveitarfélag landsins átti ekki meira til og var hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Bæjarstjórn og starfsmenn sveitarfélagsins höfðu þegar ráðist í miklar hagræðingar á þessum tímapunkti og m.a staðið að fjölda erfiðra uppsagna. Allt miðaði að því auka skilvirkni í rekstrinum og ekki var stofnað til aukinna útgjalda. Þrátt fyrir allt var lausafjárvandinn mikill og staðan grafalvarleg. Ekkert var öruggt með sölu eigna, lækkun verðbólgu eða annarra utanaðkomandi þátta. Af þessum ástæðum og til þess að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins neyddist sveitarfélagið haustið 2023 til að setja álag á útsvar, sem er neyðarúrræði! Hvað breytist 2024 umfram áætlun? Sala byggingarréttar upp á 1.200 millj.kr. á fyrri hluta ársins sem var 500 millj.kr. yfir lámarks tilboði gjörbreyttu rekstraraðstæðum sveitarfélagsins. Þá var einungis tekið lán upp á 1.375 millj.kr. en árið 2023 námu ný lán 3.899 millj. og ekki þurfti að nota yfirdráttarheimildir líkt og fyrri ár. Launakostnaður var 260 millj.kr. lægri en gert var ráð fyrir í áætlun 2024, framlög úr jöfnunarsjóði voru 647 millj.kr. meiri, ásamt útsvarstekjum vegna aukinnar íbúafjölgunar. Samanlagt er þetta viðsnúningur í rekstrinum um 2.345 millj.kr. Það er mikilvægt að það komi fram að nær allur viðsnúningurinn raungerðist ekki fyrr en á síðustu þremur mánuðum ársins 2024. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem sjálfstæðismenn hafa leitt í bæjarstjórn og nú með nýrri forystu, ásamt Áfram Árborg eru byrjaðar að skila árangri. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Árborg Sveitarstjórnarmál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024 sem kynntur var á bæjarstjórnarfundi sl. mánudag sýnir stórkostlegan viðsnúning í rekstri Árborgar. Samstillt átak bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins hefur skilað sér í ábyrgari rekstri og stöðvað skuldasöfnun. Viðsnúningurinn var nauðsynlegur því sveitarfélagið var á þeim stað fjárhagslega sem það má aldrei fara á aftur. Á síðasta kjörtímabili undir stjórn Miðflokks, Framsóknar, Samfylkingar og Áfram Árborgar 2018-2022 fór rekstur sveitarfélagsins úr böndunum. Almenn útgjöld jukust langt umfram tekjur og taka þurfti milljarða í lán til að standa undir daglegum rekstri sveitarfélagsins. Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 ma.kr árið 2018 í 28,3 ma.kr árið 2022. Af þeim skuldum voru um fimm milljarðar teknir að láni vegna daglegs rekstrar en ekki fjárfestinga. Í upphafi núverandi kjörtímabils, þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 8,7 millj.kr tapi á dag!. Sveitarfélagið hafði þurft að fjármagna rekstur með lántöku mánuð eftir mánuð. Þetta hafa fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar aldrei þorað að horfast í augu við og viðurkenna. Við vitum öll að það er ekki hægt að reka heimili, fyrirtæki né sveitarfélag til lengri tíma ef útgjöldin eru meiri en innkoman. Þetta var ástæða þess að nauðsynlegt var að ráðast í aðgerðir og endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Í framhaldi hefur bæjarstjórn unnið ötullega að því, ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins, að hagræða í rekstrinum en á sama tíma reynt eftir fremsta megni að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Aðgerðir og hagræðing á rekstri Strax í upphafi kjörtímabilsins var gripið til aðgerða. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs 2022 var afkoma sveitarfélagsins um 500 milljónum betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Því miður gaf fjárhagsáætlun ársins 2023 til kynna að skuldaviðmið Árborgar gæti að óbreyttu farið úr 156,6% upp í 163,2% og uppsafnaður hallarekstur árin 2020-2023 orðið um 6.500 millj.kr. Í framhaldi var því unnin markviss aðgerðaráætlun til að ná fjárhagsstöðu Árborgar á réttan kjöl. Ráðist var í miklar aðgerðir til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins og eru þær aðgerðir með þeim umfangsmestu sem farið hefur verið í af sveitarfélagi hér á Íslandi. Stöðugildum var fækkað í heildina um liðlega hundrað, innkaupabann var sett á stofnanir og allar gjaldskrár voru endurskoðaðar. (Uppsafnaður hallarekstur Árborgar árin 2020-2023 orðin 6.500 millj.kr.) Þrátt fyrir aðgerðir sem þegar var búið að fara í runnu upp erfiðustu mánaðarmót sveitarfélagsins þann 1.ágúst 2023. Þegar búið var að greiða út laun til starfsfólks átti sveitarfélagið um 17 m.kr eftir til að greiða aðra reikninga. Já, áttunda stærsta sveitarfélag landsins átti ekki meira til og var hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Bæjarstjórn og starfsmenn sveitarfélagsins höfðu þegar ráðist í miklar hagræðingar á þessum tímapunkti og m.a staðið að fjölda erfiðra uppsagna. Allt miðaði að því auka skilvirkni í rekstrinum og ekki var stofnað til aukinna útgjalda. Þrátt fyrir allt var lausafjárvandinn mikill og staðan grafalvarleg. Ekkert var öruggt með sölu eigna, lækkun verðbólgu eða annarra utanaðkomandi þátta. Af þessum ástæðum og til þess að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins neyddist sveitarfélagið haustið 2023 til að setja álag á útsvar, sem er neyðarúrræði! Hvað breytist 2024 umfram áætlun? Sala byggingarréttar upp á 1.200 millj.kr. á fyrri hluta ársins sem var 500 millj.kr. yfir lámarks tilboði gjörbreyttu rekstraraðstæðum sveitarfélagsins. Þá var einungis tekið lán upp á 1.375 millj.kr. en árið 2023 námu ný lán 3.899 millj. og ekki þurfti að nota yfirdráttarheimildir líkt og fyrri ár. Launakostnaður var 260 millj.kr. lægri en gert var ráð fyrir í áætlun 2024, framlög úr jöfnunarsjóði voru 647 millj.kr. meiri, ásamt útsvarstekjum vegna aukinnar íbúafjölgunar. Samanlagt er þetta viðsnúningur í rekstrinum um 2.345 millj.kr. Það er mikilvægt að það komi fram að nær allur viðsnúningurinn raungerðist ekki fyrr en á síðustu þremur mánuðum ársins 2024. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem sjálfstæðismenn hafa leitt í bæjarstjórn og nú með nýrri forystu, ásamt Áfram Árborg eru byrjaðar að skila árangri. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðismanna.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun