Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 5. maí 2025 11:33 Ein af grunnstoðum fyrir andlega vellíðan er góður svefn. Því miður glíma fjölmargir við svefnerfiðleika sem lýsa sér í því að þeir eiga erfitt með að festa svefn, vakna á nóttunni eða vakna of snemma að morgni. Orsakir svefnerfiðleika geta verið af ýmsum toga. Hægt er að skipta orsökum svefnerfiðleika í innri og ytri þætti. Það sem flokkast til innri þátta eru þættir eins og kvíði, streita og ýmsar svefnraskanir s.s. kæfisvefn. Ytri þættir eru ung eða óvær börn sem þarf að sinna á nóttunni, mikil neysla kaffis eða áfengis sem og hreyfingarleysi. Til að takast á við svefnvanda er mikilvægt að kortleggja svefnvenjur hvers og eins. Einnig að skoða hversu stór vandinn er og hversu lengi hann hefur varað. Það er ekki óalgengt að fólk fái svefnleysið á heilann og hugsi um það allan daginn hversu lítið þeir hafi sofið síðustu nótt og hvernig þeir ætli að bæta sér upp svefnleysið næstu nótt. Það eru algeng mistök hjá fólki sem glímir við svefnerfiðleika að fara of snemma upp í rúm. Jafnvel áður en það finnur til syfju. Algengar hugsanir í svefnleysi eru hversu skaðlegt svefnleysið geti orðið fyrir heilsuna og hvort við getum hreinlega orðið brjáluð af svefnleysi. Því meiri sem áhyggjurnar af svefnleysi eru því ólíklegra er að okkur takist að laga svefninn. Sumir grípa til þess ráðs að fá lyfseðilsskyld lyf til að takast á við svefnleysi. Í sumum tilfellum getur það verið hjálplegt til að takast á við svefnleysi vegna tímabundins álags eða annarra þátta. Hættan er hins vegar sú að tímabundin notkun breytist í langtímanotkun sem erfitt getur verið að takast á við síðar. Það er hins vegar aldrei of seint að fá aðstoð við að takast á við svefnvanda. Fagfólk eins og sálfræðingar geta aðstoðað við að bæta svefnvenjur sem síðan leiðir til betri svefns. Fyrsta skrefið til að ná betri svefni er að skrá niður svefninn, bæði hversu lengi er sofið og eins hvenær farið er í rúmið á kvöldin og úr því að morgni. Sumir nota úr sem mælir svefn. Hættan er sú að mælingunni sem er ætlað að gefa greinargóðar upplýsingar um svefngæði geti vakið kvíða ef svefninn er ófullnægjandi. Nú fer bjartasti tími ársins í hönd. Mörgum finnst erfitt að festa svefn þegar nóttin er björt og fuglarnir syngja allan sólahringinn. Góð myrkvunartjöld í svefnherbergið sem útiloka birtu og eyrnatappar sem útiloka umhverfishljóð geta verið gott fyrsta skref í átt að betri svefni. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Heilsa Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Ein af grunnstoðum fyrir andlega vellíðan er góður svefn. Því miður glíma fjölmargir við svefnerfiðleika sem lýsa sér í því að þeir eiga erfitt með að festa svefn, vakna á nóttunni eða vakna of snemma að morgni. Orsakir svefnerfiðleika geta verið af ýmsum toga. Hægt er að skipta orsökum svefnerfiðleika í innri og ytri þætti. Það sem flokkast til innri þátta eru þættir eins og kvíði, streita og ýmsar svefnraskanir s.s. kæfisvefn. Ytri þættir eru ung eða óvær börn sem þarf að sinna á nóttunni, mikil neysla kaffis eða áfengis sem og hreyfingarleysi. Til að takast á við svefnvanda er mikilvægt að kortleggja svefnvenjur hvers og eins. Einnig að skoða hversu stór vandinn er og hversu lengi hann hefur varað. Það er ekki óalgengt að fólk fái svefnleysið á heilann og hugsi um það allan daginn hversu lítið þeir hafi sofið síðustu nótt og hvernig þeir ætli að bæta sér upp svefnleysið næstu nótt. Það eru algeng mistök hjá fólki sem glímir við svefnerfiðleika að fara of snemma upp í rúm. Jafnvel áður en það finnur til syfju. Algengar hugsanir í svefnleysi eru hversu skaðlegt svefnleysið geti orðið fyrir heilsuna og hvort við getum hreinlega orðið brjáluð af svefnleysi. Því meiri sem áhyggjurnar af svefnleysi eru því ólíklegra er að okkur takist að laga svefninn. Sumir grípa til þess ráðs að fá lyfseðilsskyld lyf til að takast á við svefnleysi. Í sumum tilfellum getur það verið hjálplegt til að takast á við svefnleysi vegna tímabundins álags eða annarra þátta. Hættan er hins vegar sú að tímabundin notkun breytist í langtímanotkun sem erfitt getur verið að takast á við síðar. Það er hins vegar aldrei of seint að fá aðstoð við að takast á við svefnvanda. Fagfólk eins og sálfræðingar geta aðstoðað við að bæta svefnvenjur sem síðan leiðir til betri svefns. Fyrsta skrefið til að ná betri svefni er að skrá niður svefninn, bæði hversu lengi er sofið og eins hvenær farið er í rúmið á kvöldin og úr því að morgni. Sumir nota úr sem mælir svefn. Hættan er sú að mælingunni sem er ætlað að gefa greinargóðar upplýsingar um svefngæði geti vakið kvíða ef svefninn er ófullnægjandi. Nú fer bjartasti tími ársins í hönd. Mörgum finnst erfitt að festa svefn þegar nóttin er björt og fuglarnir syngja allan sólahringinn. Góð myrkvunartjöld í svefnherbergið sem útiloka birtu og eyrnatappar sem útiloka umhverfishljóð geta verið gott fyrsta skref í átt að betri svefni. Höfundur er sálfræðingur.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun