Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 5. maí 2025 11:33 Ein af grunnstoðum fyrir andlega vellíðan er góður svefn. Því miður glíma fjölmargir við svefnerfiðleika sem lýsa sér í því að þeir eiga erfitt með að festa svefn, vakna á nóttunni eða vakna of snemma að morgni. Orsakir svefnerfiðleika geta verið af ýmsum toga. Hægt er að skipta orsökum svefnerfiðleika í innri og ytri þætti. Það sem flokkast til innri þátta eru þættir eins og kvíði, streita og ýmsar svefnraskanir s.s. kæfisvefn. Ytri þættir eru ung eða óvær börn sem þarf að sinna á nóttunni, mikil neysla kaffis eða áfengis sem og hreyfingarleysi. Til að takast á við svefnvanda er mikilvægt að kortleggja svefnvenjur hvers og eins. Einnig að skoða hversu stór vandinn er og hversu lengi hann hefur varað. Það er ekki óalgengt að fólk fái svefnleysið á heilann og hugsi um það allan daginn hversu lítið þeir hafi sofið síðustu nótt og hvernig þeir ætli að bæta sér upp svefnleysið næstu nótt. Það eru algeng mistök hjá fólki sem glímir við svefnerfiðleika að fara of snemma upp í rúm. Jafnvel áður en það finnur til syfju. Algengar hugsanir í svefnleysi eru hversu skaðlegt svefnleysið geti orðið fyrir heilsuna og hvort við getum hreinlega orðið brjáluð af svefnleysi. Því meiri sem áhyggjurnar af svefnleysi eru því ólíklegra er að okkur takist að laga svefninn. Sumir grípa til þess ráðs að fá lyfseðilsskyld lyf til að takast á við svefnleysi. Í sumum tilfellum getur það verið hjálplegt til að takast á við svefnleysi vegna tímabundins álags eða annarra þátta. Hættan er hins vegar sú að tímabundin notkun breytist í langtímanotkun sem erfitt getur verið að takast á við síðar. Það er hins vegar aldrei of seint að fá aðstoð við að takast á við svefnvanda. Fagfólk eins og sálfræðingar geta aðstoðað við að bæta svefnvenjur sem síðan leiðir til betri svefns. Fyrsta skrefið til að ná betri svefni er að skrá niður svefninn, bæði hversu lengi er sofið og eins hvenær farið er í rúmið á kvöldin og úr því að morgni. Sumir nota úr sem mælir svefn. Hættan er sú að mælingunni sem er ætlað að gefa greinargóðar upplýsingar um svefngæði geti vakið kvíða ef svefninn er ófullnægjandi. Nú fer bjartasti tími ársins í hönd. Mörgum finnst erfitt að festa svefn þegar nóttin er björt og fuglarnir syngja allan sólahringinn. Góð myrkvunartjöld í svefnherbergið sem útiloka birtu og eyrnatappar sem útiloka umhverfishljóð geta verið gott fyrsta skref í átt að betri svefni. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Heilsa Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ein af grunnstoðum fyrir andlega vellíðan er góður svefn. Því miður glíma fjölmargir við svefnerfiðleika sem lýsa sér í því að þeir eiga erfitt með að festa svefn, vakna á nóttunni eða vakna of snemma að morgni. Orsakir svefnerfiðleika geta verið af ýmsum toga. Hægt er að skipta orsökum svefnerfiðleika í innri og ytri þætti. Það sem flokkast til innri þátta eru þættir eins og kvíði, streita og ýmsar svefnraskanir s.s. kæfisvefn. Ytri þættir eru ung eða óvær börn sem þarf að sinna á nóttunni, mikil neysla kaffis eða áfengis sem og hreyfingarleysi. Til að takast á við svefnvanda er mikilvægt að kortleggja svefnvenjur hvers og eins. Einnig að skoða hversu stór vandinn er og hversu lengi hann hefur varað. Það er ekki óalgengt að fólk fái svefnleysið á heilann og hugsi um það allan daginn hversu lítið þeir hafi sofið síðustu nótt og hvernig þeir ætli að bæta sér upp svefnleysið næstu nótt. Það eru algeng mistök hjá fólki sem glímir við svefnerfiðleika að fara of snemma upp í rúm. Jafnvel áður en það finnur til syfju. Algengar hugsanir í svefnleysi eru hversu skaðlegt svefnleysið geti orðið fyrir heilsuna og hvort við getum hreinlega orðið brjáluð af svefnleysi. Því meiri sem áhyggjurnar af svefnleysi eru því ólíklegra er að okkur takist að laga svefninn. Sumir grípa til þess ráðs að fá lyfseðilsskyld lyf til að takast á við svefnleysi. Í sumum tilfellum getur það verið hjálplegt til að takast á við svefnleysi vegna tímabundins álags eða annarra þátta. Hættan er hins vegar sú að tímabundin notkun breytist í langtímanotkun sem erfitt getur verið að takast á við síðar. Það er hins vegar aldrei of seint að fá aðstoð við að takast á við svefnvanda. Fagfólk eins og sálfræðingar geta aðstoðað við að bæta svefnvenjur sem síðan leiðir til betri svefns. Fyrsta skrefið til að ná betri svefni er að skrá niður svefninn, bæði hversu lengi er sofið og eins hvenær farið er í rúmið á kvöldin og úr því að morgni. Sumir nota úr sem mælir svefn. Hættan er sú að mælingunni sem er ætlað að gefa greinargóðar upplýsingar um svefngæði geti vakið kvíða ef svefninn er ófullnægjandi. Nú fer bjartasti tími ársins í hönd. Mörgum finnst erfitt að festa svefn þegar nóttin er björt og fuglarnir syngja allan sólahringinn. Góð myrkvunartjöld í svefnherbergið sem útiloka birtu og eyrnatappar sem útiloka umhverfishljóð geta verið gott fyrsta skref í átt að betri svefni. Höfundur er sálfræðingur.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun