Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar 5. maí 2025 10:30 Í hinum svokallaða „þróaða“ vestræna heimi, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi eða víðar um Evrópu hefur innflytjendamál orðið eitt af mest sundrandi málum í dag. Ég ætla aðeins að fara yfir af hverju það gæti verið. Margir í almenningi upplifa að þeir séu undir árás. Sannfærðir um að menning þeirra, störf þeirra, jafnvel þjóðarvitundin sé að rofna vegna fjölda fólks utan frá. En það sem vantar nánast alfarið í meginstraumsfrásagnir (Headlines) sögulegt, samfélagslegt, sálfræðilegt og heimspekileg samhengi: í áratugi hafa þessi sömu lönd, oft undir merki NATO, beint eða óbeint ógnað stöðugleika á svæðum eins og Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Frá drónaárásum og innrásum, til viðskiptaþvingana og auðlindastríða hafa vestræn ríki lagt samfélög í rúst hrakið milljónir á flótta, kveikt í efnahagslegum og andlegum óstöðuleika og eyðilagt innviði sem annars hefðu gert fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi í heimalandi sínu. En fjölmiðlar fjalla sjaldan ítarlega um þetta. Þeir beina í staðinn kastljósinu að landamærahindrunum, hælisleitendum og meintum „ógn“ við menningarlega samstöðu. Þetta er ekki blaðamennska heldur er þetta kallað valin frásögn. Það er meðvituð mótun skynjunar til að verja ríkjandi ástand. Og þetta er geðveiki, í þeim skilningi að það skortir samkennd, sögulegt samhengi og sjálfsskoðun. Það gengur út frá því að almenningur geti ekki eða vilji ekki melta flóknar staðreyndir yfir tíma. Þess í stað er okkur gefinn yfirborðskenndur tvískiptur heimur: löglegt eða ólöglegt, við eða þau, vinstri eða hægri. Og þannig sundrast samfélagið. Ættbálkahugsun eykst (tribalism). Fólk tekur sér stöðu án þess að fá tækifæri til að spyrja af hverju heimurinn er eins og hann er eða hvaða þátt eigin ríkisstjórnir eiga í að móta hann. Vestrænir fjölmiðlar verða eins og speglasalur þar sem hver spegilmynd sýnir aðeins brot af sannleikanum en felur heildarmyndina. Ég er undir engum kringumstæðum að snýst að verja ólöglega innflytjendur. Heldur snýst þessi grein um að skilja rót flutnings, arfleifð íhlutana og þá hættulegu blekkingu að hægt sé að sprengja heilu svæðin til hins ítrasta án þess að súpa ekki súra seiðið af því seinna sem óhjákvæmilega flæða yfir landamæri. Þangað til við tökumst á við þær djúpu sögulegu öfl sem eru í spilinu, munum við halda áfram að berjast innbyrðis um einkenni vandans, á meðan þeir sem bera ábyrgðina ganga lausir. Höfundur er starfsmaður velferðarsviða Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Í hinum svokallaða „þróaða“ vestræna heimi, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi eða víðar um Evrópu hefur innflytjendamál orðið eitt af mest sundrandi málum í dag. Ég ætla aðeins að fara yfir af hverju það gæti verið. Margir í almenningi upplifa að þeir séu undir árás. Sannfærðir um að menning þeirra, störf þeirra, jafnvel þjóðarvitundin sé að rofna vegna fjölda fólks utan frá. En það sem vantar nánast alfarið í meginstraumsfrásagnir (Headlines) sögulegt, samfélagslegt, sálfræðilegt og heimspekileg samhengi: í áratugi hafa þessi sömu lönd, oft undir merki NATO, beint eða óbeint ógnað stöðugleika á svæðum eins og Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Frá drónaárásum og innrásum, til viðskiptaþvingana og auðlindastríða hafa vestræn ríki lagt samfélög í rúst hrakið milljónir á flótta, kveikt í efnahagslegum og andlegum óstöðuleika og eyðilagt innviði sem annars hefðu gert fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi í heimalandi sínu. En fjölmiðlar fjalla sjaldan ítarlega um þetta. Þeir beina í staðinn kastljósinu að landamærahindrunum, hælisleitendum og meintum „ógn“ við menningarlega samstöðu. Þetta er ekki blaðamennska heldur er þetta kallað valin frásögn. Það er meðvituð mótun skynjunar til að verja ríkjandi ástand. Og þetta er geðveiki, í þeim skilningi að það skortir samkennd, sögulegt samhengi og sjálfsskoðun. Það gengur út frá því að almenningur geti ekki eða vilji ekki melta flóknar staðreyndir yfir tíma. Þess í stað er okkur gefinn yfirborðskenndur tvískiptur heimur: löglegt eða ólöglegt, við eða þau, vinstri eða hægri. Og þannig sundrast samfélagið. Ættbálkahugsun eykst (tribalism). Fólk tekur sér stöðu án þess að fá tækifæri til að spyrja af hverju heimurinn er eins og hann er eða hvaða þátt eigin ríkisstjórnir eiga í að móta hann. Vestrænir fjölmiðlar verða eins og speglasalur þar sem hver spegilmynd sýnir aðeins brot af sannleikanum en felur heildarmyndina. Ég er undir engum kringumstæðum að snýst að verja ólöglega innflytjendur. Heldur snýst þessi grein um að skilja rót flutnings, arfleifð íhlutana og þá hættulegu blekkingu að hægt sé að sprengja heilu svæðin til hins ítrasta án þess að súpa ekki súra seiðið af því seinna sem óhjákvæmilega flæða yfir landamæri. Þangað til við tökumst á við þær djúpu sögulegu öfl sem eru í spilinu, munum við halda áfram að berjast innbyrðis um einkenni vandans, á meðan þeir sem bera ábyrgðina ganga lausir. Höfundur er starfsmaður velferðarsviða Reykjavíkurborgar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar