Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikil­væg stig

Jarrell Quansah skoraði mjög klaufalegt sjálfsmark og gaf síðan víti í uppbótartímanum.
Jarrell Quansah skoraði mjög klaufalegt sjálfsmark og gaf síðan víti í uppbótartímanum. Marc Atkins/Getty Images

Chelsea vann Englandsmeistara Liverpool 3-1 í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Meistaraþynnkan var sýnileg hjá gestunum en heimamenn tryggðu sér mikilvæg þrjú stig í baráttunni um topp fimm sætin.

Liverpool varð Englandsmeistari um síðustu helgi og mætti með litla ákefð í leik dagsins.

Chelsea skoraði úr sinni fyrstu sókn á þriðju mínútu leiksins. Skyndisókn sem endaði með skoti og marki Enzo Fernández.

Pedro Neto átti stoðsendinguna og var næstum því búinn að skora sjálfur rétt fyrir hálfleik, en hitti hliðarnetið.

Í upphafi seinni hálfleiks tvöfaldaðist forysta Chelsea, með mjög klaufalegum hætti.

Virgil Van Dijk reyndi að hreinsa boltann úr vítateig Liverpool en skaut í hinn miðvörðinn, Jarrell Quansah, og boltinn skoppaði af honum í markið.

Van Dijk bætti upp fyrir það með góðu skallamarki á lokamínútunum til að minnka muninn fyrir Liverpool, en liðið lagði lítið í leitina að jöfnuarmarki á lokamínútunum.

Chelsea aftur á móti var ekki hætt að sækja og vann vítaspyrnuna í uppbótartímanum. Jarrell Quansah braut á Moises Caicedo. Cole Palmer steig á punktinn og skoraði af öryggi framhjá Allison sem fær rétt horn.

3-1 sigur Chelsea lokaniðurstaðan á Brúnni.

Chelsea er í fimmta sæti deildarinnar og fór með sigrinum þremur stigum upp fyrir Nottingham Forest, sem á leik til góða gegn Crystal Palace á morgun.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira