Mikil­vægur sigur Villa í Meistara­deildar­baráttunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Youri Tielemans fagnar sigurmarki sínu gegn Fulham.
Youri Tielemans fagnar sigurmarki sínu gegn Fulham. getty/Harry Murphy

Aston Villa vann 1-0 sigur á Fulham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Youri Tielemans skoraði eina mark leiksins.

Villa er í 7. sæti deildarinnar með sextíu stig, jafn mörg og Chelsea sem er í 5. sætinu sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Villa á eftir að leika þrjá leiki á tímabilinu.

Tielemans skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu. Hann skallaði þá hornspyrnu Johns McGinn, fyrirliða Villa, í netið og tryggði liðinu sjötta sigurinn í síðustu sjö deildarleikjum.

Fulham ógnaði lítið í leiknum og tókst ekki að jafna metin þrátt fyrir að hafa nægan tíma til þess.

Þetta var þriðja tap Fulham í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 8. sæti deildarinnar með 51 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira