Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 15:26 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir skrípaleik í gangi á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Sigurjón Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir að kaffiskúr leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli sé orðinn „nyrsta moska í heimi.“ Hann segist gruna að Isavia þori ekki að taka á málinu en að það sé þeirra að svara fyrir. Eyjólfur var í viðtali á Útvarpi Sögu í dag þar sem hann ræddi þá stöðu sem uppi er komin á Keflavíkurflugvelli í tengslum við frumvarp hans um breytingar á lögum um leigubílaþjónustu. Þess má þó geta að það eru víða moskur nyrðri en bænaaðstaða leigubílstjóra á flugvellinum, til að mynda moskan í Reykjavík og tvær í Tromsø. Staðan sé óásættanleg Margir ráku upp stór augu þegar greint var frá því í viðtali á dögunum að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskir leigubílstjórar kæmust ekki þar að, ekki einu sinni til að notfæra sér salernisaðstöðuna. Talsvert hefur verið fjallað um þetta undanfarna daga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir stöðuna óásættanlega. Hann gagnrýnir einnig aðgerðir Isavia í kjölfar fréttaflutnings af málinu um að ráðfæra sig við sérfræðinga í fjölmenningarsamfélögum til að leysa úr málinu. „Og einhver margmenningarfræðingur kallaður til hjá Isavia. Fyrir mér er þetta sáraeinfalt mál. Ef þú ert með kaffiaðstöðu þá er þetta kaffiaðstaða. Það ætti frekar að kalla til sérfræðing í kaffiaðstöðu,“ segir Eyjólfur. Isavia þori ekki að bregðast við Hann segir það vera á ábyrgð Isavia að svara fyrir þetta. Það sé mikilvægt að gætt sé jafnræðis á vinnustöðum og segist ekki muna eftir því að kaffiaðstöðu hafi verið breytt í bænahús á neinum af fyrrum vinnustöðum hans. Einhver skríparleikur sé í gangi. „Ef þeir ætla að breyta því í einhverja bænaaðstöðu þá verða þeir bara að svara fyrir það. Það sem mig grunar er að þeir þori ekki að taka á þessu. Þeir þora ekki að taka á þessu með skýrum og einföldum hætti,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44 Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. 17. mars 2025 22:44 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Eyjólfur var í viðtali á Útvarpi Sögu í dag þar sem hann ræddi þá stöðu sem uppi er komin á Keflavíkurflugvelli í tengslum við frumvarp hans um breytingar á lögum um leigubílaþjónustu. Þess má þó geta að það eru víða moskur nyrðri en bænaaðstaða leigubílstjóra á flugvellinum, til að mynda moskan í Reykjavík og tvær í Tromsø. Staðan sé óásættanleg Margir ráku upp stór augu þegar greint var frá því í viðtali á dögunum að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskir leigubílstjórar kæmust ekki þar að, ekki einu sinni til að notfæra sér salernisaðstöðuna. Talsvert hefur verið fjallað um þetta undanfarna daga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir stöðuna óásættanlega. Hann gagnrýnir einnig aðgerðir Isavia í kjölfar fréttaflutnings af málinu um að ráðfæra sig við sérfræðinga í fjölmenningarsamfélögum til að leysa úr málinu. „Og einhver margmenningarfræðingur kallaður til hjá Isavia. Fyrir mér er þetta sáraeinfalt mál. Ef þú ert með kaffiaðstöðu þá er þetta kaffiaðstaða. Það ætti frekar að kalla til sérfræðing í kaffiaðstöðu,“ segir Eyjólfur. Isavia þori ekki að bregðast við Hann segir það vera á ábyrgð Isavia að svara fyrir þetta. Það sé mikilvægt að gætt sé jafnræðis á vinnustöðum og segist ekki muna eftir því að kaffiaðstöðu hafi verið breytt í bænahús á neinum af fyrrum vinnustöðum hans. Einhver skríparleikur sé í gangi. „Ef þeir ætla að breyta því í einhverja bænaaðstöðu þá verða þeir bara að svara fyrir það. Það sem mig grunar er að þeir þori ekki að taka á þessu. Þeir þora ekki að taka á þessu með skýrum og einföldum hætti,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra.
Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44 Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. 17. mars 2025 22:44 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44
Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. 17. mars 2025 22:44
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53