Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. apríl 2025 22:26 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði. Vísir/Vilhelm Sautján ára piltur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Afbrotafræðingur segir dóminn þungan miðað við aldur drengsins. Dómur yfir piltinum var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í héraðsdómi Reykjavíkur, að honum viðstöddum. Hann var ákærður fyrir að hafa stungið Bryndísi Klöru og tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra, þegar hann var sextán ára. Guðmundur St. Ragnarsson er verjandi piltsins.Vísir/Anton Brink Samkvæmt almennum hegningarlögum má ekki dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Gæsluvarðhald sem pilturinn hefur sættdregst frá. Þá var hann dæmdur til greiðslu miskabóta. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi piltsins, segir í samtali við fréttastofu að farið verði yfir forsendur dómsins áður en tekin verði ákvörðun um áfrýjun. Eðlilegt að fólki þyki dómurinn vægur Afbrotafræðingur segir viðbúið að viðbrögð samfélagsins verði á þá leið að dómurinn þyki of vægur. Brot piltsins séu alvarleg, og málið hafi legið þungt á samfélaginu í langan tíma. „En það er þannig að þetta er hámarksrefsing fyrir geranda á þessum aldri, því þrátt fyrir að hann sé sakhæfur þá er hann lagalega séð enn þá barn,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði hjá Háskóla Íslands. Pilturinn gengur hér niður tröppur dómhússins við Lækjargötu, í fylgd tveggja lögreglumanna embættis héraðssaksóknara, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp.Vísir/Anton Brink Í samhenginu sé því um þungan dóm að ræða. Pilturinn muni þó ekki sitja allan dóminn af sér. „Á þessum aldri getur hann sótt um reynslulausn þegar hann hefur afplánað einn þriða. Þannig að það eru eftir tæplega þrjú ár. Þannig að ég myndi segja að það sé mikilvægt að nýta þennan frekar stutta tíma vel, til betrunar. Það er alveg skýrt að þessi maður þarf mikla betrun. Þarf einhvers konar meðferð.“ Ekki vænlegt til betrunar að sitja inni með eldri mönnum Mjög ólíklegt sé að pilturinn muni sitja inni á Litla-Hrauni. „Það er almennt ekki talið vænlegt að mjög ungir gerendur afpláni með eldri mönnum.“ Það sé skiljanlegt sjónarmið að dómurinn sé vægur þegar um jafn alvarlegt brot er að ræða, en nefnir þó að allir gerendur á Íslandi snúi aftur út í samfélagið. „Og við verðum að gera það sem við getum til þess að fólk snúi betra aftur út í samfélagið. Það að hafa lengri fangelsisdóma er ekki góð leið til þess. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um svona unga gerendur,“ segir Margrét. Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kynbundið ofbeldi Vopnaburður barna og ungmenna Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Dómur yfir piltinum var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í héraðsdómi Reykjavíkur, að honum viðstöddum. Hann var ákærður fyrir að hafa stungið Bryndísi Klöru og tvö önnur ungmenni á Menningarnótt í fyrra, þegar hann var sextán ára. Guðmundur St. Ragnarsson er verjandi piltsins.Vísir/Anton Brink Samkvæmt almennum hegningarlögum má ekki dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Gæsluvarðhald sem pilturinn hefur sættdregst frá. Þá var hann dæmdur til greiðslu miskabóta. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi piltsins, segir í samtali við fréttastofu að farið verði yfir forsendur dómsins áður en tekin verði ákvörðun um áfrýjun. Eðlilegt að fólki þyki dómurinn vægur Afbrotafræðingur segir viðbúið að viðbrögð samfélagsins verði á þá leið að dómurinn þyki of vægur. Brot piltsins séu alvarleg, og málið hafi legið þungt á samfélaginu í langan tíma. „En það er þannig að þetta er hámarksrefsing fyrir geranda á þessum aldri, því þrátt fyrir að hann sé sakhæfur þá er hann lagalega séð enn þá barn,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði hjá Háskóla Íslands. Pilturinn gengur hér niður tröppur dómhússins við Lækjargötu, í fylgd tveggja lögreglumanna embættis héraðssaksóknara, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp.Vísir/Anton Brink Í samhenginu sé því um þungan dóm að ræða. Pilturinn muni þó ekki sitja allan dóminn af sér. „Á þessum aldri getur hann sótt um reynslulausn þegar hann hefur afplánað einn þriða. Þannig að það eru eftir tæplega þrjú ár. Þannig að ég myndi segja að það sé mikilvægt að nýta þennan frekar stutta tíma vel, til betrunar. Það er alveg skýrt að þessi maður þarf mikla betrun. Þarf einhvers konar meðferð.“ Ekki vænlegt til betrunar að sitja inni með eldri mönnum Mjög ólíklegt sé að pilturinn muni sitja inni á Litla-Hrauni. „Það er almennt ekki talið vænlegt að mjög ungir gerendur afpláni með eldri mönnum.“ Það sé skiljanlegt sjónarmið að dómurinn sé vægur þegar um jafn alvarlegt brot er að ræða, en nefnir þó að allir gerendur á Íslandi snúi aftur út í samfélagið. „Og við verðum að gera það sem við getum til þess að fólk snúi betra aftur út í samfélagið. Það að hafa lengri fangelsisdóma er ekki góð leið til þess. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um svona unga gerendur,“ segir Margrét.
Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kynbundið ofbeldi Vopnaburður barna og ungmenna Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira