Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 30. apríl 2025 09:33 Í hjarta jafnaðarmennskunnar slær sú sannfæring að réttlæti og jafnrétti eigi að ríkja í samfélagi okkar og með samstöðu getum við nálgast þetta markmið. Frá upphafi hefur barátta jafnaðarmanna verið órofa tengd verkalýðsbaráttunni – baráttunni fyrir að tryggja öllum mannsæmandi lífskjör, félagslegt öryggi og raunverulegt vald yfir eigin lífi óháð uppruna, kyni, bakgrunni, stöðu eða stétt. Samfylkingin − jafnaðarflokkur Íslands heldur 1. maí í heiðri minningu þeirra sem frá því snemma á liðinni öld hafa barist fyrir réttindum sem launafólk nýtur nú góðs af, svo sem orlofsrétti, fæðingarorlofi, atvinnuleysistryggingum, veikindarétti, öryggi í starfi, styttri vinnuviku. Barátta þeirra sem á undan hafa gengið í þessari mannréttindasókn er arfleifð okkar – en sú barátta er langt í frá á enda. Við lifum á tímum þar sem þau réttindi sem áunnist hafa á þessum tíma þykja sjálfsögð. Sumum þykja þau jafnvel óþörf, og vilja skerða rétt launafólks til kjarabaráttu og verkfalla. Þá er ójöfnuðurinn á vinnumarkaði vegna kynbundins launamunar óþolandi fortíðardraugur sem við þurfum að kveða niður með samstöðu. Einnig hefur húsnæðismarkaðurinn verið ósanngjarn, og láglaunafólkið á vinnumarkaði, sem ber þyngstu byrðarnar, hefur ekki búið við þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Þessi raunveruleiki blasir við og þess vegna stendur Samfylkingin nú af fullum krafti með verkalýðshreyfingunni, bæði í landstjórninni og í sveitarfélögunum, í að bæta úr þessum, tja, meinum vil ég segja. Samstaða, jöfnuður og réttlæti eiga ekki að vera orðin tóm – þau eru lífæð samfélagsins. Verkalýðsbaráttan sprettur af þeirri einföldu en djúpstæðu sannfæringu að vinnandi fólk sé hornsteinn samfélagsins, og við í Samfylkingunni vitum að það er fólkið sem skapar auðinn í samfélaginu. Án vinnandi fólks eru engir atvinnuvegir, engin fyrirtæki dafna og engin samfélög blómstra. Samt sem áður hefur sagan sýnt okkur hvernig vinnuafl er og misbeitt í þágu fárra. Því rísa jafnaðarmenn upp, ekki til að skapa óvissu eða glundroða í samfélaginu, heldur til að móta réttlátari grunn til framtíðar með skýru framtíðarplani. Ein af grunnkröfum jafnaðarmannastefnunnar hefur verið sú að fólk á vinnumarkaði þurfi ekki að lifa í fátækt. Mannlegri reisn vinnandi fólks má aldrei fórna fyrir skammtímahagnað eða vegna græðgi. Ásamt kröfu verkalýðshreyfingarinnar um sanngjörn laun hefur baráttan einnig snúist um að standa vörð um velferðina og berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, gegn launamisrétti, ofbeldi gegn konum á vinnumarkaði og kynbundnum launamun, sem stundum virðist meitlaður í stein. En jafnaðarmennska gengur ekki aðeins út á að tryggja réttindi í samfélaginu í heild, heldur einnig á vinnustöðunum. Vinnandi fólk á auðvitað rétt á því að rödd þess heyrist þegar teknar eru ákvarðanir sem snúa að daglegu lífi þess, hvort sem um er að ræða launakjör, vinnutíma eða skipulag vinnunnar. Lýðræði á vinnustöðum styrkir samfélagið allt, því það stuðlar að sameiginlegri ábyrgð og virðingu fyrir margbreytileika. Vinnandi fólk á Íslandi á meira sameiginlegt með vinnandi fólki í öðrum löndum en með auðstéttum innanlands. Þess vegna leggja jafnaðarmenn áherslu á alþjóðlega samstöðu gegn láglaunastefnu, gegn niðurrifi réttinda og fyrir sanngjörnu, sjálfbæru hagkerfi sem þjónar fjöldanum frekar en litlum organdi minnihluta sem gerður er út af auðstéttinni. Jafnaðarmennskan sem Samfylkingin stendur fyrir og verkalýðsbaráttan eru og verða órjúfanlega samtvinnuð. Við í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík fögnum þess vegna 1. maí með verkalýðshreyfingunni og bjóðum gestum og gangandi í verkalýðskaffi í húsi Oddfellowa á Vonarstræti 10 (gamla Tjarnarbúð), til móts við Ráðhúsið, eftir kröfugöngu og baráttufund kl. 15 á Ingólfstorgi. Í tilefni af Kvennaárinu höfum við fengið þrjár öflugar forystukonur til að flytja ávarp – þær Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra, og Birgittu Ragnarsdóttur, stjórnarmann í ASÍ-ung. Án baráttu fyrir réttindum vinnandi fólks verður ekkert raunverulegt jafnrétti í samfélaginu. Höfundur er formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í hjarta jafnaðarmennskunnar slær sú sannfæring að réttlæti og jafnrétti eigi að ríkja í samfélagi okkar og með samstöðu getum við nálgast þetta markmið. Frá upphafi hefur barátta jafnaðarmanna verið órofa tengd verkalýðsbaráttunni – baráttunni fyrir að tryggja öllum mannsæmandi lífskjör, félagslegt öryggi og raunverulegt vald yfir eigin lífi óháð uppruna, kyni, bakgrunni, stöðu eða stétt. Samfylkingin − jafnaðarflokkur Íslands heldur 1. maí í heiðri minningu þeirra sem frá því snemma á liðinni öld hafa barist fyrir réttindum sem launafólk nýtur nú góðs af, svo sem orlofsrétti, fæðingarorlofi, atvinnuleysistryggingum, veikindarétti, öryggi í starfi, styttri vinnuviku. Barátta þeirra sem á undan hafa gengið í þessari mannréttindasókn er arfleifð okkar – en sú barátta er langt í frá á enda. Við lifum á tímum þar sem þau réttindi sem áunnist hafa á þessum tíma þykja sjálfsögð. Sumum þykja þau jafnvel óþörf, og vilja skerða rétt launafólks til kjarabaráttu og verkfalla. Þá er ójöfnuðurinn á vinnumarkaði vegna kynbundins launamunar óþolandi fortíðardraugur sem við þurfum að kveða niður með samstöðu. Einnig hefur húsnæðismarkaðurinn verið ósanngjarn, og láglaunafólkið á vinnumarkaði, sem ber þyngstu byrðarnar, hefur ekki búið við þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Þessi raunveruleiki blasir við og þess vegna stendur Samfylkingin nú af fullum krafti með verkalýðshreyfingunni, bæði í landstjórninni og í sveitarfélögunum, í að bæta úr þessum, tja, meinum vil ég segja. Samstaða, jöfnuður og réttlæti eiga ekki að vera orðin tóm – þau eru lífæð samfélagsins. Verkalýðsbaráttan sprettur af þeirri einföldu en djúpstæðu sannfæringu að vinnandi fólk sé hornsteinn samfélagsins, og við í Samfylkingunni vitum að það er fólkið sem skapar auðinn í samfélaginu. Án vinnandi fólks eru engir atvinnuvegir, engin fyrirtæki dafna og engin samfélög blómstra. Samt sem áður hefur sagan sýnt okkur hvernig vinnuafl er og misbeitt í þágu fárra. Því rísa jafnaðarmenn upp, ekki til að skapa óvissu eða glundroða í samfélaginu, heldur til að móta réttlátari grunn til framtíðar með skýru framtíðarplani. Ein af grunnkröfum jafnaðarmannastefnunnar hefur verið sú að fólk á vinnumarkaði þurfi ekki að lifa í fátækt. Mannlegri reisn vinnandi fólks má aldrei fórna fyrir skammtímahagnað eða vegna græðgi. Ásamt kröfu verkalýðshreyfingarinnar um sanngjörn laun hefur baráttan einnig snúist um að standa vörð um velferðina og berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, gegn launamisrétti, ofbeldi gegn konum á vinnumarkaði og kynbundnum launamun, sem stundum virðist meitlaður í stein. En jafnaðarmennska gengur ekki aðeins út á að tryggja réttindi í samfélaginu í heild, heldur einnig á vinnustöðunum. Vinnandi fólk á auðvitað rétt á því að rödd þess heyrist þegar teknar eru ákvarðanir sem snúa að daglegu lífi þess, hvort sem um er að ræða launakjör, vinnutíma eða skipulag vinnunnar. Lýðræði á vinnustöðum styrkir samfélagið allt, því það stuðlar að sameiginlegri ábyrgð og virðingu fyrir margbreytileika. Vinnandi fólk á Íslandi á meira sameiginlegt með vinnandi fólki í öðrum löndum en með auðstéttum innanlands. Þess vegna leggja jafnaðarmenn áherslu á alþjóðlega samstöðu gegn láglaunastefnu, gegn niðurrifi réttinda og fyrir sanngjörnu, sjálfbæru hagkerfi sem þjónar fjöldanum frekar en litlum organdi minnihluta sem gerður er út af auðstéttinni. Jafnaðarmennskan sem Samfylkingin stendur fyrir og verkalýðsbaráttan eru og verða órjúfanlega samtvinnuð. Við í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík fögnum þess vegna 1. maí með verkalýðshreyfingunni og bjóðum gestum og gangandi í verkalýðskaffi í húsi Oddfellowa á Vonarstræti 10 (gamla Tjarnarbúð), til móts við Ráðhúsið, eftir kröfugöngu og baráttufund kl. 15 á Ingólfstorgi. Í tilefni af Kvennaárinu höfum við fengið þrjár öflugar forystukonur til að flytja ávarp – þær Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra, og Birgittu Ragnarsdóttur, stjórnarmann í ASÍ-ung. Án baráttu fyrir réttindum vinnandi fólks verður ekkert raunverulegt jafnrétti í samfélaginu. Höfundur er formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun