Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar 30. apríl 2025 08:00 Fyrir sléttum fimmtíu árum lauk Víetnamstríðinu. Það hafði þá staðið yfir í tuttugu ár. Bandaríkin höfðu að vísu yfirgefið svæðið tveimur árum áður, en það tók tíma fyrir kommúnistana í norðri að ná öllu landinu á sitt vald. Þetta voru merk tímamót. Í fyrsta sinn endaði bandarísk hernaðaríhlutun í fjarlægu landi með ósigri. Hvernig gat það gerst? Örar samfélagsbreytingar Víetnamstríðið braust út á tíma hraðra samfélagsbreytinga á Vesturlöndum. Fyrir árið 1950 höfðu fáir efni á sjónvarpstækjum. En það breyttist þegar tók að líða á sjötta áratuginn. Víetnamstríðið var því fyrsta stríðið sem var nokkurn veginn sýnt í beinni. Fjöldi fréttamanna og myndatökufólks flykktist til Víetnam, trúlega vegna sölugildis myndefnisins þaðan og spennunnar sem villtur stríðsvettvangurinn bar með sér. Þegar hrátt og óhugnanlegt myndefnið flæddi inn á bandarísk heimili, hristi það upp í kynslóð sem var þegar orðin afhuga stefnu yfirvalda. Upp reis mótmælahreyfing af stærðargráðu sem aldrei hafði sést áður og hefur raunar aldrei sést síðan. Undanfarna fimm áratugi hafa aðgerðasinnar reynt án árangurs að endurtaka leikinn og hleypa lífinu í mótmælahreyfingar gegn fjarlægum stríðsátökum. Hvers vegna var stríðinu mótmælt? Ýmsar mögulegar skýringar eru á því hvers vegna mótmælahreyfingin gegn Víetnamstríðinu var svona fjölmenn. En líklegasta skýringin hefur fengið litla umfjöllun. Staðreyndin er sú að á tíma Víetnamstríðins var herskylda í Bandaríkjunum. Í janúar 1973 tilkynntu yfirvöld að herskyldan hafi verið afnumin og að samkomulag hafi náðst um stríðslok. Í kjölfarið hvarf mótmælahreyfingin eins og dögg fyrir sólu. Sumum þætti freistandi að draga þá ályktun að samkomulagið um stríðslokin hafi verið helsta ástæðan fyrir endalokum mótmælanna. Þá var markmiðinu náð, ekki satt? En ekki er víst að allir þeir sem sóttu mótmælin hafi verið að mótmæla stríðinu sjálfu. Fjölmargir þeirra voru ungir karlmenn sem áttu á hættu að vera kvaddir í herinn. Þeir höfðu því persónulegra hagsmuna að gæta og voru væntanlega að mótmæla herkvaðningunni frekar en stríðinu sjálfu. Vissulega spruttu upp mótmæli gegn Víetnamstríðinu um öll Vesturlönd. En leiðtogar mótmælanna voru fyrst og fremst bandarískir róttæklingar og ungmenni. Mótmælin voru auk þess drifin áfram af bandarískri tónlist, kvikmyndum og bókmenntum. Undanfarin fimmtíu ár hefur engin mótmælahreyfing gegn átökum erlendis náð viðlíka flugi. Mótmælahreyfingin gegn Íraksstríðinu 2003 komst næst því en hún rann fljótt út í sandinn. Það má leiða líkur að því að eftir að herskyldan var afnumin hafi meirihluti Bandaríkjamanna ekki haft nægum hagsmunum að gæta til að ómaka sig við mótmæli gegn hernaðarbrölti. Þetta áhugaleysi smitaðist síðan til annarra Vesturlanda. Hvaða áhrif höfðu mótmælin? Ástæður slaks árangurs Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu eru umdeildar. Höfðu mótmælin áhrif? Mögulega, en það voru fleiri þættir sem höfðu sitt að segja. Fjárhagslegt tap af stríðsrekstrinum og slæmur mórall eftir Watergate-hneykslið spiluðu líklega stærri þátt í brotthvarfi Bandaríkjanna en sjálf mótmælahreyfingin. Staðreyndin er sú að mótmæli gegn átökum í fjarlægum löndum hafa sjaldan ef nokkurn tímann haft óumdeilanleg áhrif á framvindu mála. Í besta falli virka þau sem eins konar hópefli fyrir þá fáu sem á annað borð mæta. Auðvitað getur verið mikið gagn að góðu hópefli, en að öðru leyti ættu aðgerðasinnar að stilla væntingum sínum í hóf. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fyrir sléttum fimmtíu árum lauk Víetnamstríðinu. Það hafði þá staðið yfir í tuttugu ár. Bandaríkin höfðu að vísu yfirgefið svæðið tveimur árum áður, en það tók tíma fyrir kommúnistana í norðri að ná öllu landinu á sitt vald. Þetta voru merk tímamót. Í fyrsta sinn endaði bandarísk hernaðaríhlutun í fjarlægu landi með ósigri. Hvernig gat það gerst? Örar samfélagsbreytingar Víetnamstríðið braust út á tíma hraðra samfélagsbreytinga á Vesturlöndum. Fyrir árið 1950 höfðu fáir efni á sjónvarpstækjum. En það breyttist þegar tók að líða á sjötta áratuginn. Víetnamstríðið var því fyrsta stríðið sem var nokkurn veginn sýnt í beinni. Fjöldi fréttamanna og myndatökufólks flykktist til Víetnam, trúlega vegna sölugildis myndefnisins þaðan og spennunnar sem villtur stríðsvettvangurinn bar með sér. Þegar hrátt og óhugnanlegt myndefnið flæddi inn á bandarísk heimili, hristi það upp í kynslóð sem var þegar orðin afhuga stefnu yfirvalda. Upp reis mótmælahreyfing af stærðargráðu sem aldrei hafði sést áður og hefur raunar aldrei sést síðan. Undanfarna fimm áratugi hafa aðgerðasinnar reynt án árangurs að endurtaka leikinn og hleypa lífinu í mótmælahreyfingar gegn fjarlægum stríðsátökum. Hvers vegna var stríðinu mótmælt? Ýmsar mögulegar skýringar eru á því hvers vegna mótmælahreyfingin gegn Víetnamstríðinu var svona fjölmenn. En líklegasta skýringin hefur fengið litla umfjöllun. Staðreyndin er sú að á tíma Víetnamstríðins var herskylda í Bandaríkjunum. Í janúar 1973 tilkynntu yfirvöld að herskyldan hafi verið afnumin og að samkomulag hafi náðst um stríðslok. Í kjölfarið hvarf mótmælahreyfingin eins og dögg fyrir sólu. Sumum þætti freistandi að draga þá ályktun að samkomulagið um stríðslokin hafi verið helsta ástæðan fyrir endalokum mótmælanna. Þá var markmiðinu náð, ekki satt? En ekki er víst að allir þeir sem sóttu mótmælin hafi verið að mótmæla stríðinu sjálfu. Fjölmargir þeirra voru ungir karlmenn sem áttu á hættu að vera kvaddir í herinn. Þeir höfðu því persónulegra hagsmuna að gæta og voru væntanlega að mótmæla herkvaðningunni frekar en stríðinu sjálfu. Vissulega spruttu upp mótmæli gegn Víetnamstríðinu um öll Vesturlönd. En leiðtogar mótmælanna voru fyrst og fremst bandarískir róttæklingar og ungmenni. Mótmælin voru auk þess drifin áfram af bandarískri tónlist, kvikmyndum og bókmenntum. Undanfarin fimmtíu ár hefur engin mótmælahreyfing gegn átökum erlendis náð viðlíka flugi. Mótmælahreyfingin gegn Íraksstríðinu 2003 komst næst því en hún rann fljótt út í sandinn. Það má leiða líkur að því að eftir að herskyldan var afnumin hafi meirihluti Bandaríkjamanna ekki haft nægum hagsmunum að gæta til að ómaka sig við mótmæli gegn hernaðarbrölti. Þetta áhugaleysi smitaðist síðan til annarra Vesturlanda. Hvaða áhrif höfðu mótmælin? Ástæður slaks árangurs Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu eru umdeildar. Höfðu mótmælin áhrif? Mögulega, en það voru fleiri þættir sem höfðu sitt að segja. Fjárhagslegt tap af stríðsrekstrinum og slæmur mórall eftir Watergate-hneykslið spiluðu líklega stærri þátt í brotthvarfi Bandaríkjanna en sjálf mótmælahreyfingin. Staðreyndin er sú að mótmæli gegn átökum í fjarlægum löndum hafa sjaldan ef nokkurn tímann haft óumdeilanleg áhrif á framvindu mála. Í besta falli virka þau sem eins konar hópefli fyrir þá fáu sem á annað borð mæta. Auðvitað getur verið mikið gagn að góðu hópefli, en að öðru leyti ættu aðgerðasinnar að stilla væntingum sínum í hóf. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun