Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifa 29. apríl 2025 22:31 Fátt skiptir meira máli en börnin, líðan þeirra og þroski. Um þetta getum við flest verið hjartanlega sammála. Góður og hollur skólamatur kemur þar sannarlega við sögu á marvíslegan hátt, fyrir heilsu barna, líðan og líkamlegan og félagslegan þroska, en líka fyrir umhverfi og loftslag - og þar með þá framtíð sem bíður barnanna okkar. Það er því til mikils að vinna að vandað sé til verka þegar skólamaturinn er annars vegar. Síðastliðið haust voru teknar upp gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um ágæti þess fyrirkomulags, án þess þó að nokkur úttekt hafi enn sem komið er verið birt á framkvæmdinni. Það er þó brýnt að gera slíka athugun, bæði hvað varðar gæði og hollustu matarins, en líka til að kanna matarsóun og hversu góða lyst börnin hafi á matnum. Það gefur auga leið að matur sem fer í ruslið er hvorki hollur né umhverfisvænn. Það ætti að vera sjálfsögð krafa sveitarstjórna og ríkis, sem nú borga brúsann, að kanna hvernig þessum fjármunum er varið og koma upp reglulegri gæðastýringu á því stóra og mikilvæga verkefni sem skólamaturinn vissulega er. Hitt er annað mál, að lítil ástæða er til að ætla að maturinn sé eitthvað verri að gæðum núna en þegar foreldrar borguðu stærstan hluta máltíðanna. Samkvæmt okkar heimildum er nákvæmlega sömu upphæð varið í matinn nú og áður, það sem hefur breyst er hver borgar reikninginn. Nú borga sveitarfélögin um það bil helming kostnaðarins, og ríkið hinn helminginn. Áður sáu sveitarfélögin um þriðjung kostnaðarins og foreldrar tvo þriðju. Heildarupphæðin helst óbreytt, en fylgir vísitölu. Matur og matarframleiðsla, þessi grunnþörf okkar mannfólksins, hefur sannarlega víðtækari áhrif en aðeins fyrir heilsu okkar og líðan. Umhverfisáhrif matar eru umtalsverð og rekja má um þriðjung losunar af gróðurhúsalofttegundum til matar og matvælaframleiðslu. Það munar um minna. Sem betur fer er hægt að minnka þessi áhrif til muna, meðal annars með því að takmarka matarsóun og velja matvæli sem krefjast minni orku, lands og vatns við framleiðsluna. Nýjar ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði taka nú meira mið af umhverfisáhrifum en fyrri ráðleggingar. Breytingarnar eru svo sem ekki stórvægilegar, en felast að mestu í aukinni áherslu á grænmeti og ávexti, baunir og annað jurtakyns, þó án þess að útiloka kjöt eða mjólkurmat. Það getur verið áskorun að fá börn til að borða meira af grænmeti, svo ekki sé talað um baunir og linsur, hafi þau ekki vanist slíku heima hjá sér. En útsjónarsamt matreiðslufólk í skólum landsins hefur sýnt að slíkt er alls ekki óvinnandi vegur auk þess sem rannsóknir á mótun heilsuhegðunar styðja slíkt hið sama. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru á málþingi um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Fjöldi innlendra fyrirlesara stíga þar einnig á stokk. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl 13-16.15. Laufey Steingrímsdóttir er prófessor emerita í næringarfræði og félagi í Aldin. Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntasvísindasvið Háskóla Ísland og Uppsala Háskóla í Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt skiptir meira máli en börnin, líðan þeirra og þroski. Um þetta getum við flest verið hjartanlega sammála. Góður og hollur skólamatur kemur þar sannarlega við sögu á marvíslegan hátt, fyrir heilsu barna, líðan og líkamlegan og félagslegan þroska, en líka fyrir umhverfi og loftslag - og þar með þá framtíð sem bíður barnanna okkar. Það er því til mikils að vinna að vandað sé til verka þegar skólamaturinn er annars vegar. Síðastliðið haust voru teknar upp gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um ágæti þess fyrirkomulags, án þess þó að nokkur úttekt hafi enn sem komið er verið birt á framkvæmdinni. Það er þó brýnt að gera slíka athugun, bæði hvað varðar gæði og hollustu matarins, en líka til að kanna matarsóun og hversu góða lyst börnin hafi á matnum. Það gefur auga leið að matur sem fer í ruslið er hvorki hollur né umhverfisvænn. Það ætti að vera sjálfsögð krafa sveitarstjórna og ríkis, sem nú borga brúsann, að kanna hvernig þessum fjármunum er varið og koma upp reglulegri gæðastýringu á því stóra og mikilvæga verkefni sem skólamaturinn vissulega er. Hitt er annað mál, að lítil ástæða er til að ætla að maturinn sé eitthvað verri að gæðum núna en þegar foreldrar borguðu stærstan hluta máltíðanna. Samkvæmt okkar heimildum er nákvæmlega sömu upphæð varið í matinn nú og áður, það sem hefur breyst er hver borgar reikninginn. Nú borga sveitarfélögin um það bil helming kostnaðarins, og ríkið hinn helminginn. Áður sáu sveitarfélögin um þriðjung kostnaðarins og foreldrar tvo þriðju. Heildarupphæðin helst óbreytt, en fylgir vísitölu. Matur og matarframleiðsla, þessi grunnþörf okkar mannfólksins, hefur sannarlega víðtækari áhrif en aðeins fyrir heilsu okkar og líðan. Umhverfisáhrif matar eru umtalsverð og rekja má um þriðjung losunar af gróðurhúsalofttegundum til matar og matvælaframleiðslu. Það munar um minna. Sem betur fer er hægt að minnka þessi áhrif til muna, meðal annars með því að takmarka matarsóun og velja matvæli sem krefjast minni orku, lands og vatns við framleiðsluna. Nýjar ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði taka nú meira mið af umhverfisáhrifum en fyrri ráðleggingar. Breytingarnar eru svo sem ekki stórvægilegar, en felast að mestu í aukinni áherslu á grænmeti og ávexti, baunir og annað jurtakyns, þó án þess að útiloka kjöt eða mjólkurmat. Það getur verið áskorun að fá börn til að borða meira af grænmeti, svo ekki sé talað um baunir og linsur, hafi þau ekki vanist slíku heima hjá sér. En útsjónarsamt matreiðslufólk í skólum landsins hefur sýnt að slíkt er alls ekki óvinnandi vegur auk þess sem rannsóknir á mótun heilsuhegðunar styðja slíkt hið sama. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru á málþingi um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Fjöldi innlendra fyrirlesara stíga þar einnig á stokk. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl 13-16.15. Laufey Steingrímsdóttir er prófessor emerita í næringarfræði og félagi í Aldin. Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntasvísindasvið Háskóla Ísland og Uppsala Háskóla í Svíþjóð.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun