Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifa 29. apríl 2025 22:31 Fátt skiptir meira máli en börnin, líðan þeirra og þroski. Um þetta getum við flest verið hjartanlega sammála. Góður og hollur skólamatur kemur þar sannarlega við sögu á marvíslegan hátt, fyrir heilsu barna, líðan og líkamlegan og félagslegan þroska, en líka fyrir umhverfi og loftslag - og þar með þá framtíð sem bíður barnanna okkar. Það er því til mikils að vinna að vandað sé til verka þegar skólamaturinn er annars vegar. Síðastliðið haust voru teknar upp gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um ágæti þess fyrirkomulags, án þess þó að nokkur úttekt hafi enn sem komið er verið birt á framkvæmdinni. Það er þó brýnt að gera slíka athugun, bæði hvað varðar gæði og hollustu matarins, en líka til að kanna matarsóun og hversu góða lyst börnin hafi á matnum. Það gefur auga leið að matur sem fer í ruslið er hvorki hollur né umhverfisvænn. Það ætti að vera sjálfsögð krafa sveitarstjórna og ríkis, sem nú borga brúsann, að kanna hvernig þessum fjármunum er varið og koma upp reglulegri gæðastýringu á því stóra og mikilvæga verkefni sem skólamaturinn vissulega er. Hitt er annað mál, að lítil ástæða er til að ætla að maturinn sé eitthvað verri að gæðum núna en þegar foreldrar borguðu stærstan hluta máltíðanna. Samkvæmt okkar heimildum er nákvæmlega sömu upphæð varið í matinn nú og áður, það sem hefur breyst er hver borgar reikninginn. Nú borga sveitarfélögin um það bil helming kostnaðarins, og ríkið hinn helminginn. Áður sáu sveitarfélögin um þriðjung kostnaðarins og foreldrar tvo þriðju. Heildarupphæðin helst óbreytt, en fylgir vísitölu. Matur og matarframleiðsla, þessi grunnþörf okkar mannfólksins, hefur sannarlega víðtækari áhrif en aðeins fyrir heilsu okkar og líðan. Umhverfisáhrif matar eru umtalsverð og rekja má um þriðjung losunar af gróðurhúsalofttegundum til matar og matvælaframleiðslu. Það munar um minna. Sem betur fer er hægt að minnka þessi áhrif til muna, meðal annars með því að takmarka matarsóun og velja matvæli sem krefjast minni orku, lands og vatns við framleiðsluna. Nýjar ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði taka nú meira mið af umhverfisáhrifum en fyrri ráðleggingar. Breytingarnar eru svo sem ekki stórvægilegar, en felast að mestu í aukinni áherslu á grænmeti og ávexti, baunir og annað jurtakyns, þó án þess að útiloka kjöt eða mjólkurmat. Það getur verið áskorun að fá börn til að borða meira af grænmeti, svo ekki sé talað um baunir og linsur, hafi þau ekki vanist slíku heima hjá sér. En útsjónarsamt matreiðslufólk í skólum landsins hefur sýnt að slíkt er alls ekki óvinnandi vegur auk þess sem rannsóknir á mótun heilsuhegðunar styðja slíkt hið sama. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru á málþingi um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Fjöldi innlendra fyrirlesara stíga þar einnig á stokk. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl 13-16.15. Laufey Steingrímsdóttir er prófessor emerita í næringarfræði og félagi í Aldin. Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntasvísindasvið Háskóla Ísland og Uppsala Háskóla í Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fátt skiptir meira máli en börnin, líðan þeirra og þroski. Um þetta getum við flest verið hjartanlega sammála. Góður og hollur skólamatur kemur þar sannarlega við sögu á marvíslegan hátt, fyrir heilsu barna, líðan og líkamlegan og félagslegan þroska, en líka fyrir umhverfi og loftslag - og þar með þá framtíð sem bíður barnanna okkar. Það er því til mikils að vinna að vandað sé til verka þegar skólamaturinn er annars vegar. Síðastliðið haust voru teknar upp gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um ágæti þess fyrirkomulags, án þess þó að nokkur úttekt hafi enn sem komið er verið birt á framkvæmdinni. Það er þó brýnt að gera slíka athugun, bæði hvað varðar gæði og hollustu matarins, en líka til að kanna matarsóun og hversu góða lyst börnin hafi á matnum. Það gefur auga leið að matur sem fer í ruslið er hvorki hollur né umhverfisvænn. Það ætti að vera sjálfsögð krafa sveitarstjórna og ríkis, sem nú borga brúsann, að kanna hvernig þessum fjármunum er varið og koma upp reglulegri gæðastýringu á því stóra og mikilvæga verkefni sem skólamaturinn vissulega er. Hitt er annað mál, að lítil ástæða er til að ætla að maturinn sé eitthvað verri að gæðum núna en þegar foreldrar borguðu stærstan hluta máltíðanna. Samkvæmt okkar heimildum er nákvæmlega sömu upphæð varið í matinn nú og áður, það sem hefur breyst er hver borgar reikninginn. Nú borga sveitarfélögin um það bil helming kostnaðarins, og ríkið hinn helminginn. Áður sáu sveitarfélögin um þriðjung kostnaðarins og foreldrar tvo þriðju. Heildarupphæðin helst óbreytt, en fylgir vísitölu. Matur og matarframleiðsla, þessi grunnþörf okkar mannfólksins, hefur sannarlega víðtækari áhrif en aðeins fyrir heilsu okkar og líðan. Umhverfisáhrif matar eru umtalsverð og rekja má um þriðjung losunar af gróðurhúsalofttegundum til matar og matvælaframleiðslu. Það munar um minna. Sem betur fer er hægt að minnka þessi áhrif til muna, meðal annars með því að takmarka matarsóun og velja matvæli sem krefjast minni orku, lands og vatns við framleiðsluna. Nýjar ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði taka nú meira mið af umhverfisáhrifum en fyrri ráðleggingar. Breytingarnar eru svo sem ekki stórvægilegar, en felast að mestu í aukinni áherslu á grænmeti og ávexti, baunir og annað jurtakyns, þó án þess að útiloka kjöt eða mjólkurmat. Það getur verið áskorun að fá börn til að borða meira af grænmeti, svo ekki sé talað um baunir og linsur, hafi þau ekki vanist slíku heima hjá sér. En útsjónarsamt matreiðslufólk í skólum landsins hefur sýnt að slíkt er alls ekki óvinnandi vegur auk þess sem rannsóknir á mótun heilsuhegðunar styðja slíkt hið sama. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru á málþingi um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Fjöldi innlendra fyrirlesara stíga þar einnig á stokk. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl 13-16.15. Laufey Steingrímsdóttir er prófessor emerita í næringarfræði og félagi í Aldin. Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntasvísindasvið Háskóla Ísland og Uppsala Háskóla í Svíþjóð.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun