Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2025 11:09 Hæstiréttur vill ekki taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Dómur í máli konu, sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, stendur. Hún á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann, þrátt fyrir að hafa slasast eftir að hafa stöðvað hlaup nemandans með valdi. Þetta kemur fram í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni tryggingarfélagsins og sveitarfélagsins um áfrýjunarleyfi til réttarins. Beiðninni var hafnað og dómur Landsréttar stendur. Skallaði kennarann í andlitið Landsréttur viðurkenndi skaðabótaskildu í málinu í febrúar síðastliðnum en héraðsdómur hafði áður sýknað sveitarfélagið og tryggingafélagið af kröfum konunnar. Ítarlega er fjallað um niðurstöðu Landsréttar í fréttinni hér að neðan: Atvikið sem málið varðar átti sér stað í matsal grunnskólans árið 2017. Aðdragandi árásarinnar er sagður hafa verið sá að nemandinn hafi elt yngri nemanda á hlaupum í matsalnum og konan rétt út höndina til að fá nemandann til að hætta hlaupunum. Nemandinn hafi brugðist við með því að kýla konuna með krepptum hnefa í kjálkann. Þá hafi kennarinn gripið um búk nemandans aftan frá og haldið baki hans að bringu hennar. Þannig hafi hún komið nemandanum úr matsalnum. Síðan hafi konan fallið í átökum við nemandann og lent á tröppum. Þá hafi nemandinn skallað hana í andlitið þannig hún vankaðist. Hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi Kennarinn höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til viðurkenningar á skaðabótaskyldu sveitarfélagsins sem rekur skólann og réttar hennar til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá Vís. Hún byggði á því að vanræksla stjórnenda grunnskólans og gáleysi starfsmanna hafi leitt til þess að nemandinn hafi verið hömlulaus og ráðist á hana. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2023 að kennarinn hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans og sýknaði því bæði sveitarfélagið og Vís af kröfum konunnar. Þá taldi Héraðsdómur inngrip kennarans hafa verið á skjön við ákvæði reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins sem bannar líkamlegt inngrip í mál nemenda í refsingarskyni. Landsréttur ósammála Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi á hinn bóginn talið að því yrði ekki fundin stoð að konan hefði brotið gegn ákvæðum reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Ekki hefði verið um að ræða líkamlegt inngrip í refsingarskyni heldur hefði hún ætlað að grípa inn í óásættanlega og mögulega skaðlega hegðun nemandans. Þá hafi verið litið til þess að áður en atvikið átti sér stað hefði kennari, sem sérstaklega var ráðinn til að sinna nemandanum, tekið við umsjónarkennslu og yrði ekki séð að annar starfsmaður hefði tekið við sambærilegri umsjón með nemandanum. Landsréttur hafi einnig litið til þess að hvorki atvikið sem leiddi til tjóns konunnar né fyrri atvik sem vörðuðu nemandann, og kölluðu á líkamlegt inngrip, hefðu verið skráð í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Sú vanræksla hefði leitt til þess að skólastjórnendur hefðu ekki haft rétta mynd af stöðu nemandans og þörf á ráðstöfunum til að gæta að öryggi nemenda og kennara innan skólans. Í ljósi þess hafi verið talið að saknæm vanræksla skólastjórnenda hefði átt þátt í því að konan varð fyrir varanlegu líkamstjóni af völdum nemandans. Því hafi skaðabótaskylda sveitarfélagsins og réttur konunnar til greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu þess hjá tryggingarfélaginu verið staðfest. Ekki verulegt almennt gildi Í ákvörðuninni segir að sveitarfélagið og tryggingarfélagið hafi byggt á því að niðurstaða málsins hafi verulegt almennt gildi um ábyrgð og skyldur skólastjórnenda og að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til. Leyfisbeiðendur telji það mat Landsréttar að aðgerðir konunnar og líkamlegt inngrip hennar hafi verið forsvaranlegt sé bersýnilega rangt. Konaan hefði ákveðið að stöðva hlaup nemandans, sem ósannað væri að hafi valdið sérstakri hættu, með því að grípa í hann. Það hafi gengið þvert á verklagsreglur um viðbrögð við erfiðri hegðun, ákvæði grunnskólalaga og reglugerðarinnar. Leyfisbeiðendur telji að hið ólögmæta og ónauðsynlega inngrip konunnar gagnvart nemandanum hafi verið frumorsök líkamstjóns hennar. Þá telji leyfisbeiðendur þá niðurstöðu Landsréttar að skólastjórnendur hafi sýnt af sér saknæma háttsemi með því að tryggja ekki eftirlit og umsjón með nemandanum ranga, enda hafi verið gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna hans. Að lokum beri ekki að virða skort á skráningu leyfisbeiðendum í óhag enda séu atvik málsins að fullu upplýst. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki talið að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki talið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað. Dómsmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Tryggingar Ofbeldi barna Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
Þetta kemur fram í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni tryggingarfélagsins og sveitarfélagsins um áfrýjunarleyfi til réttarins. Beiðninni var hafnað og dómur Landsréttar stendur. Skallaði kennarann í andlitið Landsréttur viðurkenndi skaðabótaskildu í málinu í febrúar síðastliðnum en héraðsdómur hafði áður sýknað sveitarfélagið og tryggingafélagið af kröfum konunnar. Ítarlega er fjallað um niðurstöðu Landsréttar í fréttinni hér að neðan: Atvikið sem málið varðar átti sér stað í matsal grunnskólans árið 2017. Aðdragandi árásarinnar er sagður hafa verið sá að nemandinn hafi elt yngri nemanda á hlaupum í matsalnum og konan rétt út höndina til að fá nemandann til að hætta hlaupunum. Nemandinn hafi brugðist við með því að kýla konuna með krepptum hnefa í kjálkann. Þá hafi kennarinn gripið um búk nemandans aftan frá og haldið baki hans að bringu hennar. Þannig hafi hún komið nemandanum úr matsalnum. Síðan hafi konan fallið í átökum við nemandann og lent á tröppum. Þá hafi nemandinn skallað hana í andlitið þannig hún vankaðist. Hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi Kennarinn höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til viðurkenningar á skaðabótaskyldu sveitarfélagsins sem rekur skólann og réttar hennar til greiðslu bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu sveitarfélagsins hjá Vís. Hún byggði á því að vanræksla stjórnenda grunnskólans og gáleysi starfsmanna hafi leitt til þess að nemandinn hafi verið hömlulaus og ráðist á hana. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2023 að kennarinn hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans og sýknaði því bæði sveitarfélagið og Vís af kröfum konunnar. Þá taldi Héraðsdómur inngrip kennarans hafa verið á skjön við ákvæði reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins sem bannar líkamlegt inngrip í mál nemenda í refsingarskyni. Landsréttur ósammála Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi á hinn bóginn talið að því yrði ekki fundin stoð að konan hefði brotið gegn ákvæðum reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Ekki hefði verið um að ræða líkamlegt inngrip í refsingarskyni heldur hefði hún ætlað að grípa inn í óásættanlega og mögulega skaðlega hegðun nemandans. Þá hafi verið litið til þess að áður en atvikið átti sér stað hefði kennari, sem sérstaklega var ráðinn til að sinna nemandanum, tekið við umsjónarkennslu og yrði ekki séð að annar starfsmaður hefði tekið við sambærilegri umsjón með nemandanum. Landsréttur hafi einnig litið til þess að hvorki atvikið sem leiddi til tjóns konunnar né fyrri atvik sem vörðuðu nemandann, og kölluðu á líkamlegt inngrip, hefðu verið skráð í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Sú vanræksla hefði leitt til þess að skólastjórnendur hefðu ekki haft rétta mynd af stöðu nemandans og þörf á ráðstöfunum til að gæta að öryggi nemenda og kennara innan skólans. Í ljósi þess hafi verið talið að saknæm vanræksla skólastjórnenda hefði átt þátt í því að konan varð fyrir varanlegu líkamstjóni af völdum nemandans. Því hafi skaðabótaskylda sveitarfélagsins og réttur konunnar til greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu þess hjá tryggingarfélaginu verið staðfest. Ekki verulegt almennt gildi Í ákvörðuninni segir að sveitarfélagið og tryggingarfélagið hafi byggt á því að niðurstaða málsins hafi verulegt almennt gildi um ábyrgð og skyldur skólastjórnenda og að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til. Leyfisbeiðendur telji það mat Landsréttar að aðgerðir konunnar og líkamlegt inngrip hennar hafi verið forsvaranlegt sé bersýnilega rangt. Konaan hefði ákveðið að stöðva hlaup nemandans, sem ósannað væri að hafi valdið sérstakri hættu, með því að grípa í hann. Það hafi gengið þvert á verklagsreglur um viðbrögð við erfiðri hegðun, ákvæði grunnskólalaga og reglugerðarinnar. Leyfisbeiðendur telji að hið ólögmæta og ónauðsynlega inngrip konunnar gagnvart nemandanum hafi verið frumorsök líkamstjóns hennar. Þá telji leyfisbeiðendur þá niðurstöðu Landsréttar að skólastjórnendur hafi sýnt af sér saknæma háttsemi með því að tryggja ekki eftirlit og umsjón með nemandanum ranga, enda hafi verið gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna hans. Að lokum beri ekki að virða skort á skráningu leyfisbeiðendum í óhag enda séu atvik málsins að fullu upplýst. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki talið að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki talið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað.
Dómsmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Tryggingar Ofbeldi barna Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira