Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar 29. apríl 2025 11:01 Í kosningabaráttunni töluðu forystumenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins fjálglega um velferð, sjálfbærni og þjóðaröryggi. Nú blasir við óþægileg mynd: algjört stefnuleysi í landbúnaðarmálum og áhugaleysi gagnvart fæðuöryggi þjóðarinnar. Íslenskur landbúnaður glímir við gríðarlegar áskoranir. Bændur búa við hækkandi framleiðslukostnað, hörð samkeppni frá innfluttum vörum og sífellt meiri kröfur um umhverfisvænan rekstur – án raunverulegs stuðnings stjórnvalda. Þrátt fyrir að umhverfisvæn ræktun og innlend framleiðsla ættu að vera hornsteinar grænnar framtíðar, hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar verið fáar og kraftlausar. Það sem er enn alvarlegra er að ríkisstjórnin virðist ekki skilja hvernig íslenskur landbúnaður virkar. Samkeppni í íslenskum landbúnaði kemur ekki á milli innlendra afurðarstöðva – heldur erlendis frá, með linnulausum innflutningi sem ryður íslenskum vörum út af markaðnum. Ríkisstjórnin hefur frekar kosið að líta undan gagnvart linnulausum innflutningi sem grefur undan íslenskum bændum og traustum stoðum samfélagsins. Meðal annars er nú flutt inn lambakjöt frá Írlandi sem selt er undir villandi merkjum, og þannig blekktir íslenskir neytendur, meðan bændur eiga í vaxandi basli. Samfylkingin lofaði að tryggja sjálfbærni og framtíðaröryggi en hefur hvorki mótað skýra matvælastefnu né sýnt vilja til að efla íslenskan landbúnað. Viðreisn hélt á lofti stefnum um ábyrga markaðsstefnu, en hefur horft aðgerðalaus á innflutninginn vaxa. Flokkur fólksins hét því að vera rödd fólksins en hefur þagað þegar kemur að því að verja lífsviðurværi bænda og grunnþætti íslensks fæðuöryggis. Þegar markaðsöfl, án nokkurra skilyrða, fá að grafa undan grunnstoðum landsins verður Ísland sífellt háðara öðrum ríkjum um að brauðfæða sitt eigið fólk. Slík þróun er ekki ábyrg, heldur skammsýn og hættuleg. Í heimi sem einkennist af loftslagsbreytingum, vaxandi spennu í alþjóðaviðskiptum og óútreiknanlegum náttúruvá, verður fæðuöryggi þjóðar mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Ef alþjóðlegir flutningsstraumar stöðvast – eins og gerðist í heimsfaraldrinum – stendur Ísland berskjaldað eftir ef innlend framleiðsla hefur verið látin grotna niður. Það eru ekki aðeins sveitirnar sem tapa ef íslenskur landbúnaður tapar. Öll þjóðin tapar – sjálfstæðið, öryggið og geta landsins til þess að framfleyta þjóð sinni þegar á reynir. Það er tímabært að krefjast raunverulegra aðgerða: leggja fram skýra stefnu í þágu innlendrar matvælaframleiðslu, tryggja bændum sanngjörn starfsskilyrði, umbuna þeim fyrir umhverfisvænan rekstur og gera fæðuöryggi að hluta af þjóðaröryggisstefnu Íslands, og hjálpa ungu fólki að hefja búskap. Þetta snýst ekki um að setja fram fallegar yfirlýsingar – heldur um að framkvæma. Ef ríkisstjórnin bregst áfram skyldum sínum, verður Ísland sífellt veikara.Þegar innflutningurinn ræður ríkjum, er það ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á því. Stórauka þarf innlenda matvælaframleiðslu. Íslensk matvæli eru einstök og teljast meðal þeirra hreinustu í heiminum. Hvergi í veröldinni er minna notað af sýklalyfjum í landbúnaði en hér á Íslandi. Og nóg eigum við að hreinu og tæru vatni á íslandi , sem er okkar stærsta auðlind. Það er skylda okkar að nýta þessa sérstöðu til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar – fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Matvælaframleiðsla Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni töluðu forystumenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins fjálglega um velferð, sjálfbærni og þjóðaröryggi. Nú blasir við óþægileg mynd: algjört stefnuleysi í landbúnaðarmálum og áhugaleysi gagnvart fæðuöryggi þjóðarinnar. Íslenskur landbúnaður glímir við gríðarlegar áskoranir. Bændur búa við hækkandi framleiðslukostnað, hörð samkeppni frá innfluttum vörum og sífellt meiri kröfur um umhverfisvænan rekstur – án raunverulegs stuðnings stjórnvalda. Þrátt fyrir að umhverfisvæn ræktun og innlend framleiðsla ættu að vera hornsteinar grænnar framtíðar, hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar verið fáar og kraftlausar. Það sem er enn alvarlegra er að ríkisstjórnin virðist ekki skilja hvernig íslenskur landbúnaður virkar. Samkeppni í íslenskum landbúnaði kemur ekki á milli innlendra afurðarstöðva – heldur erlendis frá, með linnulausum innflutningi sem ryður íslenskum vörum út af markaðnum. Ríkisstjórnin hefur frekar kosið að líta undan gagnvart linnulausum innflutningi sem grefur undan íslenskum bændum og traustum stoðum samfélagsins. Meðal annars er nú flutt inn lambakjöt frá Írlandi sem selt er undir villandi merkjum, og þannig blekktir íslenskir neytendur, meðan bændur eiga í vaxandi basli. Samfylkingin lofaði að tryggja sjálfbærni og framtíðaröryggi en hefur hvorki mótað skýra matvælastefnu né sýnt vilja til að efla íslenskan landbúnað. Viðreisn hélt á lofti stefnum um ábyrga markaðsstefnu, en hefur horft aðgerðalaus á innflutninginn vaxa. Flokkur fólksins hét því að vera rödd fólksins en hefur þagað þegar kemur að því að verja lífsviðurværi bænda og grunnþætti íslensks fæðuöryggis. Þegar markaðsöfl, án nokkurra skilyrða, fá að grafa undan grunnstoðum landsins verður Ísland sífellt háðara öðrum ríkjum um að brauðfæða sitt eigið fólk. Slík þróun er ekki ábyrg, heldur skammsýn og hættuleg. Í heimi sem einkennist af loftslagsbreytingum, vaxandi spennu í alþjóðaviðskiptum og óútreiknanlegum náttúruvá, verður fæðuöryggi þjóðar mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Ef alþjóðlegir flutningsstraumar stöðvast – eins og gerðist í heimsfaraldrinum – stendur Ísland berskjaldað eftir ef innlend framleiðsla hefur verið látin grotna niður. Það eru ekki aðeins sveitirnar sem tapa ef íslenskur landbúnaður tapar. Öll þjóðin tapar – sjálfstæðið, öryggið og geta landsins til þess að framfleyta þjóð sinni þegar á reynir. Það er tímabært að krefjast raunverulegra aðgerða: leggja fram skýra stefnu í þágu innlendrar matvælaframleiðslu, tryggja bændum sanngjörn starfsskilyrði, umbuna þeim fyrir umhverfisvænan rekstur og gera fæðuöryggi að hluta af þjóðaröryggisstefnu Íslands, og hjálpa ungu fólki að hefja búskap. Þetta snýst ekki um að setja fram fallegar yfirlýsingar – heldur um að framkvæma. Ef ríkisstjórnin bregst áfram skyldum sínum, verður Ísland sífellt veikara.Þegar innflutningurinn ræður ríkjum, er það ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á því. Stórauka þarf innlenda matvælaframleiðslu. Íslensk matvæli eru einstök og teljast meðal þeirra hreinustu í heiminum. Hvergi í veröldinni er minna notað af sýklalyfjum í landbúnaði en hér á Íslandi. Og nóg eigum við að hreinu og tæru vatni á íslandi , sem er okkar stærsta auðlind. Það er skylda okkar að nýta þessa sérstöðu til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar – fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun