Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. apríl 2025 22:41 Hjálparstarfsmaður að störfum í Gasaborg. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja nærri tvö þúsund manns hafa látist frá því að vopnahléi lauk í síðasta mánuði. AP Ísraelsher viðurkennir að hafa drepið starfsmann Sameinuðu þjóðanna í skriðdrekaárás á Gasa í mars. Herinn hafði áður neitað sök. Herinn gerði árás á húsnæði Sameinuðu þjóðanna í Deir al-Balah þann 19. mars með þeim afleiðingum að búlgarskur starfsmaður samtakanna lést og fimm aðrir særðust alvarlega. Árásin var gerð daginn eftir að herinn hóf árásir af fullum þunga á ný eftir að tveggja mánaða vopnahlé á Gasa leystist upp. Í framhaldinu sögðu talsmenn hersins hann ekki bera ábyrgð á árásinni. „Þvert á frásagnir gerði Ísraelsher ekki árás á aðsetur Sameinuðu þjóðanna í Deir el-Balah. Ísraelsher biðlar til fjölmiðla að fara varlega með óstaðfestar frásagnir,“ sagði í yfirlýsingu frá hernum á þeim tíma. Rannsókn Ísraelshers á málinu, sem António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna gerði ákall eftir eftir árásina, virðist nú hafa leitt annað í ljós. Í yfirlýsingu frá hernum segir að hermönnum hafi láðst að bera kennsl á bygginguna sem aðsetur Sameinuðu þjóðanna og haldið að inni í henni væri andstæðingur sem þyrfti að ráða af dögum. Fram kemur að rannsókninni sé ekki lokið og að Sameinuðu þjóðunum verði gert kunnugt um niðurstöður hennar um leið og unnt er. Þá segir að Ísraelsher biðjist afsökunar á árásinni og votti aðstandendum hins látna samúð sína. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Ísraelsher hefur viðurkennt að „fagleg mistök“ og brot á skipunum hafi átt sér stað þegar fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasaströndinni voru drepnir. Þeir neita hins vegar að þeir hafi reynt að fela atvikið. 20. apríl 2025 16:13 Skýrslan sé „full af lygum“ Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. 21. apríl 2025 13:57 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Herinn gerði árás á húsnæði Sameinuðu þjóðanna í Deir al-Balah þann 19. mars með þeim afleiðingum að búlgarskur starfsmaður samtakanna lést og fimm aðrir særðust alvarlega. Árásin var gerð daginn eftir að herinn hóf árásir af fullum þunga á ný eftir að tveggja mánaða vopnahlé á Gasa leystist upp. Í framhaldinu sögðu talsmenn hersins hann ekki bera ábyrgð á árásinni. „Þvert á frásagnir gerði Ísraelsher ekki árás á aðsetur Sameinuðu þjóðanna í Deir el-Balah. Ísraelsher biðlar til fjölmiðla að fara varlega með óstaðfestar frásagnir,“ sagði í yfirlýsingu frá hernum á þeim tíma. Rannsókn Ísraelshers á málinu, sem António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna gerði ákall eftir eftir árásina, virðist nú hafa leitt annað í ljós. Í yfirlýsingu frá hernum segir að hermönnum hafi láðst að bera kennsl á bygginguna sem aðsetur Sameinuðu þjóðanna og haldið að inni í henni væri andstæðingur sem þyrfti að ráða af dögum. Fram kemur að rannsókninni sé ekki lokið og að Sameinuðu þjóðunum verði gert kunnugt um niðurstöður hennar um leið og unnt er. Þá segir að Ísraelsher biðjist afsökunar á árásinni og votti aðstandendum hins látna samúð sína.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Ísraelsher hefur viðurkennt að „fagleg mistök“ og brot á skipunum hafi átt sér stað þegar fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasaströndinni voru drepnir. Þeir neita hins vegar að þeir hafi reynt að fela atvikið. 20. apríl 2025 16:13 Skýrslan sé „full af lygum“ Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. 21. apríl 2025 13:57 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Ísraelsher hefur viðurkennt að „fagleg mistök“ og brot á skipunum hafi átt sér stað þegar fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasaströndinni voru drepnir. Þeir neita hins vegar að þeir hafi reynt að fela atvikið. 20. apríl 2025 16:13
Skýrslan sé „full af lygum“ Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. 21. apríl 2025 13:57