Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2025 19:00 Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir tæplega fjörutíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Rannveig Einarsdóttir segir að borgin eigi ekki að þurfa að sinna málaflokknum heldur ríkið. Vísir/ívar Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Sviðsstjóri velferðarsviðs segir málflokkinn afar umfangsmikinn og löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna. Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna öryggisúrræða fyrir um 35-40 einstaklinga var ríflega einn milljarður króna á síðasta ári. Á sama tíma var sértækur húsnæðisstuðningur borgarinnar til 4500 manns um einn og hálfur milljarður króna. Þá er heildarkostnaður vegna öryggisráðstafana tveggja einstaklinga í Mosfellsbæ tæplega hundrað og níu tíu milljónir króna á ári samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu. „Þetta er mikill kostnaður sem leggst á borgina fyrir verkefni sem er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins. Við myndum gjarnan vilja nýta þessa fjármuni í lögbundin verkefni hjá okkur,“ segir Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Nauðsynlegt að breyta lögum Rannveig segir að þeir einstaklingar sem sæti öryggisvistun séu í flestum tilfellum fullorðnir með fjölþættan vanda. Verkaskiptin milli ríkis og sveitarfélaga hafi verið afar óskýr í málaflokknum. Skortur sé á úrræðum af hálfu ríkisins fyrir hópinn sem hafi kallað á ýmsan kostnað til að stuðla að öryggi viðkomandi einstaklinga og starfsmanna sem sinna stuðningi við þá. „Það vantar í raun alla lagaumgjörð í kringum þennan málaflokk. Það hefur verið kallað eftir henni í allt að áratug. Það er nauðsynlegt að breyta lögum,“ segir Rannveig. Öryggisstofnunin hefði þegar átt að vera til Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur í málaflokknum. Fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir hópinn. Engin tímasetning hefur komið fram um hvenær það verður. Rannveig segir mikilvægt að það verði sem fyrst. „Slík öryggisstofnun hefði átt að vera tilbúin fyrir löngu síðan. En ég fagna því að eitthvað sé að hreyfast í málaflokknum. Vonandi sjáum við slíka stofnun sem allra fyrst,“ segir hún. Rannveig telur vandann að vaxa. „Við erum að sjá fleiri einstaklinga sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda en áður. Skýringarnar gætu verið harðari neysla en áður og að stofnunum sem sinntu málaflokknum hefur verið lokað á síðustu árum,“ segir hún. Afar flókinn málaflokkur Hún segir um afar flókinn og dýran málaflokk að ræða og það sé líklega skýringin á því að ekki sé búið að koma fleiri úrbótum á koppinn. „Þetta er flókið. Það eru mörg ráðuneyti sem vinna að úrbótum. Þá er þetta mjög fjárfrekur málaflokkur. Kostnaðurinn hefur farið á sveitarfélögin síðustu ár í auknum mæli,“ segir Rannveig. Hún segir afar mikilvægt að vel sé haldið á málum varðandi framhaldið. Verði það ekki gert geti það haft afar alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinganna sem um ræðir og samfélagið í heild. Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna öryggisúrræða fyrir um 35-40 einstaklinga var ríflega einn milljarður króna á síðasta ári. Á sama tíma var sértækur húsnæðisstuðningur borgarinnar til 4500 manns um einn og hálfur milljarður króna. Þá er heildarkostnaður vegna öryggisráðstafana tveggja einstaklinga í Mosfellsbæ tæplega hundrað og níu tíu milljónir króna á ári samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu. „Þetta er mikill kostnaður sem leggst á borgina fyrir verkefni sem er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins. Við myndum gjarnan vilja nýta þessa fjármuni í lögbundin verkefni hjá okkur,“ segir Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Nauðsynlegt að breyta lögum Rannveig segir að þeir einstaklingar sem sæti öryggisvistun séu í flestum tilfellum fullorðnir með fjölþættan vanda. Verkaskiptin milli ríkis og sveitarfélaga hafi verið afar óskýr í málaflokknum. Skortur sé á úrræðum af hálfu ríkisins fyrir hópinn sem hafi kallað á ýmsan kostnað til að stuðla að öryggi viðkomandi einstaklinga og starfsmanna sem sinna stuðningi við þá. „Það vantar í raun alla lagaumgjörð í kringum þennan málaflokk. Það hefur verið kallað eftir henni í allt að áratug. Það er nauðsynlegt að breyta lögum,“ segir Rannveig. Öryggisstofnunin hefði þegar átt að vera til Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur í málaflokknum. Fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir hópinn. Engin tímasetning hefur komið fram um hvenær það verður. Rannveig segir mikilvægt að það verði sem fyrst. „Slík öryggisstofnun hefði átt að vera tilbúin fyrir löngu síðan. En ég fagna því að eitthvað sé að hreyfast í málaflokknum. Vonandi sjáum við slíka stofnun sem allra fyrst,“ segir hún. Rannveig telur vandann að vaxa. „Við erum að sjá fleiri einstaklinga sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda en áður. Skýringarnar gætu verið harðari neysla en áður og að stofnunum sem sinntu málaflokknum hefur verið lokað á síðustu árum,“ segir hún. Afar flókinn málaflokkur Hún segir um afar flókinn og dýran málaflokk að ræða og það sé líklega skýringin á því að ekki sé búið að koma fleiri úrbótum á koppinn. „Þetta er flókið. Það eru mörg ráðuneyti sem vinna að úrbótum. Þá er þetta mjög fjárfrekur málaflokkur. Kostnaðurinn hefur farið á sveitarfélögin síðustu ár í auknum mæli,“ segir Rannveig. Hún segir afar mikilvægt að vel sé haldið á málum varðandi framhaldið. Verði það ekki gert geti það haft afar alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinganna sem um ræðir og samfélagið í heild.
Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira