Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2025 19:00 Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir tæplega fjörutíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Rannveig Einarsdóttir segir að borgin eigi ekki að þurfa að sinna málaflokknum heldur ríkið. Vísir/ívar Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Sviðsstjóri velferðarsviðs segir málflokkinn afar umfangsmikinn og löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna. Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna öryggisúrræða fyrir um 35-40 einstaklinga var ríflega einn milljarður króna á síðasta ári. Á sama tíma var sértækur húsnæðisstuðningur borgarinnar til 4500 manns um einn og hálfur milljarður króna. Þá er heildarkostnaður vegna öryggisráðstafana tveggja einstaklinga í Mosfellsbæ tæplega hundrað og níu tíu milljónir króna á ári samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu. „Þetta er mikill kostnaður sem leggst á borgina fyrir verkefni sem er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins. Við myndum gjarnan vilja nýta þessa fjármuni í lögbundin verkefni hjá okkur,“ segir Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Nauðsynlegt að breyta lögum Rannveig segir að þeir einstaklingar sem sæti öryggisvistun séu í flestum tilfellum fullorðnir með fjölþættan vanda. Verkaskiptin milli ríkis og sveitarfélaga hafi verið afar óskýr í málaflokknum. Skortur sé á úrræðum af hálfu ríkisins fyrir hópinn sem hafi kallað á ýmsan kostnað til að stuðla að öryggi viðkomandi einstaklinga og starfsmanna sem sinna stuðningi við þá. „Það vantar í raun alla lagaumgjörð í kringum þennan málaflokk. Það hefur verið kallað eftir henni í allt að áratug. Það er nauðsynlegt að breyta lögum,“ segir Rannveig. Öryggisstofnunin hefði þegar átt að vera til Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur í málaflokknum. Fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir hópinn. Engin tímasetning hefur komið fram um hvenær það verður. Rannveig segir mikilvægt að það verði sem fyrst. „Slík öryggisstofnun hefði átt að vera tilbúin fyrir löngu síðan. En ég fagna því að eitthvað sé að hreyfast í málaflokknum. Vonandi sjáum við slíka stofnun sem allra fyrst,“ segir hún. Rannveig telur vandann að vaxa. „Við erum að sjá fleiri einstaklinga sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda en áður. Skýringarnar gætu verið harðari neysla en áður og að stofnunum sem sinntu málaflokknum hefur verið lokað á síðustu árum,“ segir hún. Afar flókinn málaflokkur Hún segir um afar flókinn og dýran málaflokk að ræða og það sé líklega skýringin á því að ekki sé búið að koma fleiri úrbótum á koppinn. „Þetta er flókið. Það eru mörg ráðuneyti sem vinna að úrbótum. Þá er þetta mjög fjárfrekur málaflokkur. Kostnaðurinn hefur farið á sveitarfélögin síðustu ár í auknum mæli,“ segir Rannveig. Hún segir afar mikilvægt að vel sé haldið á málum varðandi framhaldið. Verði það ekki gert geti það haft afar alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinganna sem um ræðir og samfélagið í heild. Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna öryggisúrræða fyrir um 35-40 einstaklinga var ríflega einn milljarður króna á síðasta ári. Á sama tíma var sértækur húsnæðisstuðningur borgarinnar til 4500 manns um einn og hálfur milljarður króna. Þá er heildarkostnaður vegna öryggisráðstafana tveggja einstaklinga í Mosfellsbæ tæplega hundrað og níu tíu milljónir króna á ári samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu. „Þetta er mikill kostnaður sem leggst á borgina fyrir verkefni sem er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins. Við myndum gjarnan vilja nýta þessa fjármuni í lögbundin verkefni hjá okkur,“ segir Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Nauðsynlegt að breyta lögum Rannveig segir að þeir einstaklingar sem sæti öryggisvistun séu í flestum tilfellum fullorðnir með fjölþættan vanda. Verkaskiptin milli ríkis og sveitarfélaga hafi verið afar óskýr í málaflokknum. Skortur sé á úrræðum af hálfu ríkisins fyrir hópinn sem hafi kallað á ýmsan kostnað til að stuðla að öryggi viðkomandi einstaklinga og starfsmanna sem sinna stuðningi við þá. „Það vantar í raun alla lagaumgjörð í kringum þennan málaflokk. Það hefur verið kallað eftir henni í allt að áratug. Það er nauðsynlegt að breyta lögum,“ segir Rannveig. Öryggisstofnunin hefði þegar átt að vera til Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur í málaflokknum. Fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir hópinn. Engin tímasetning hefur komið fram um hvenær það verður. Rannveig segir mikilvægt að það verði sem fyrst. „Slík öryggisstofnun hefði átt að vera tilbúin fyrir löngu síðan. En ég fagna því að eitthvað sé að hreyfast í málaflokknum. Vonandi sjáum við slíka stofnun sem allra fyrst,“ segir hún. Rannveig telur vandann að vaxa. „Við erum að sjá fleiri einstaklinga sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda en áður. Skýringarnar gætu verið harðari neysla en áður og að stofnunum sem sinntu málaflokknum hefur verið lokað á síðustu árum,“ segir hún. Afar flókinn málaflokkur Hún segir um afar flókinn og dýran málaflokk að ræða og það sé líklega skýringin á því að ekki sé búið að koma fleiri úrbótum á koppinn. „Þetta er flókið. Það eru mörg ráðuneyti sem vinna að úrbótum. Þá er þetta mjög fjárfrekur málaflokkur. Kostnaðurinn hefur farið á sveitarfélögin síðustu ár í auknum mæli,“ segir Rannveig. Hún segir afar mikilvægt að vel sé haldið á málum varðandi framhaldið. Verði það ekki gert geti það haft afar alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinganna sem um ræðir og samfélagið í heild.
Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira