Frægustu vinslit Íslandssögunnar Jón Þór Stefánsson skrifar 24. apríl 2025 11:03 Ansi margir hafa lent í frægum vinslitum Fréttir af vinslitum Patriks Atlasonar, Prettyboitjokkó, og Ágústs Beinteins Árnasonar, Gústa B. vöktu athygli í síðustu viku. Það er ekki í fyrsta skipti sem vinslit frægra Íslendinga vekja athygli og eru til umfjöllunar fjölmiðla. Tónlistarmenn, fyrrverandi forsætisráðherra, knattspyrnumaður og YouTube-stjörnur koma við sögu þegar frægustu vinslit Íslandssögunnar eru skoðuð. Eimreiðardrengirnir talast ekki við Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og áður forsætisráðherra, voru miklir vinir og meðlimir hins svokallaða Eimreiðarhóps. Árið 2022 greindi Jón Steinar þó frá vinslitum þeirra. Í umfjöllun Vísis um málið kom fram að Jón Steinar og Davíð hefðu verið miklir mátar. Þeir hefðu spilað saman bridge og farið í veiðiferðir. Þá hefði Jón Steinar verið talinn einn helsti ráðgjafi Davíðs. Í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar opnaði Jón Steinar sig um vinslitin. „Nei, við tölum ekki saman. Við höfum ekki talað saman í meira en ár. Hann hætti bara að tala við mig og hefur líklega farið í fýlu út í mig. Ég held að það sé út af þessu eða einhverjum öðrum skoðunum sem ég hef haft opinberlega, en hann hefur ekki fengist til að segja mér hvað veldur þessum vinslitum. En mér er alveg sama, af því að ég lifi fyrir lögfræðina mína og mína eigin sannfæringu,“ sagði Jón Steinar við Sölva um samband sitt og Davíðs. „Ég hef alltaf tekið það hlutverk alvarlega að vera lögfræðingur og dómari og að starfa við að verja réttindi borgaranna. Það hefur þýtt það að ég hef oft gagnrýnt Davíð í gegnum tíðina, bæði á pólitískum forsendum og öðrum, þó að það hafi nú aldrei valdið vinslitum fyrr en núna.“ Það eru ekki í eina skiptið sem fjallað hefur verið um vinslit Jón Steinars á opinberum vettvangi. Greint var frá því árið 2019 að Jón Steinar deildi við gamlan félaga sinn, Karl Axelsson hæstaréttardómara, um vegaslóða sem liggur að sumarbústað þeirra í Landsveit. Vináttan reyndist byggð á sandi Sigmar Vilhjálmsson, sem er betur þekktur sem Simmi Vill, opnaði sig vinslit sín og ónefnds einstaklings í hlaðvarpinu 70 mínútum síðasta haust. Í þættinum ræddu hann og Hugi Halldórsson, meðstjórnandi þáttarins, um skilnað Sigmars og áhrifin sem slíkt ferli getur haft á vináttu. „Í þessum aðstæðum þá stíga sumir inn, nær þér í vinahópinn þinn og sumir stíga bara algjörlega út,“ sagði Sigmar. Þar sagði hann að peningar og viðskipti skiptu ekki máli þegar vinátta væri í spilinu. „Ég átti nokkur rogastans-sörpræs í þessum hreinsunareldi. Og ég átti ekki von á því að nákominn vinur minn stígi algjörlega út og gott betur. Af því bissness skiptir ekki máli, peningar koma, peningar fara og það er nóg af peningum þarna út,“ sagði Sigmar. „Sorgarferli tvö er bara að vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi.“ Hlaðvarpið fór með vináttuna Það er ekki bara rætt um vinslit í hlaðvörpum heldur geta hlaðvörp valdið vinslitum. Edda Falak, baráttukona og Fjóla Sigurðardóttir stýrðu saman hlaðvarpinu Eigin konum, en nú standa þær í deilu vegna þess. Í fyrstu sáu þær báðar um þáttarstjórnun Eigin kvenna, sem vöktu gríðarlega athygli árið 2021, en síðan hætti Fjóla og Edda tók alfarið við keflinu. Fjóla og Davíð Goði Þorvarðarsson hafa krafið Eddu um greiðslur vegna þáttanna, og hefur málið verið á dagskrá dómstóla. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu,“ sagði Fjóla á Twitter um málið árið 2022. „Það er enginn ágreiningur um það að Fjóla og Davíð Goði eiga inni peninga hjá mér og það hefur aldrei staðið annað til að en að það verði gert upp. Hins vegar hafa þau hvorugt verið í sambandi við mig varðandi það uppgjör og því finnst mér þessar árásir á Twitter einkennilegar,“ sagði Edda við DV í kjölfarið. Lögmaður Eddu sagði í upphafi árs að Fjóla og Davíð Goði færu fram á tugi milljóna króna frá henni, þegar tekjur hlaðvarpsins á samstarfstímanum hefðu verið um tvær og hálf milljón. Þau Fjóla og Davíð hefðu enga fjármuni lagt í hlaðvarpið, aðeins vinnu sína. Viðskipti geti farið illa með vinskapinn Deilur hjónanna Arons Einars Gunnarssonar og Kristbjargar Jónasdóttur við önnur hjón, Kolfinnu Von Arnardóttur og Björn Inga Hrafnsson, komust í hámæli í nóvember 2018 þegar Aron Einar, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gaf út ævisögu sína, Sagan mín. Þar lýsti hann því hvernig þau hjónin hefðu brennt sig á hugmynd frá þáverandi bestu vinkonu Kristbjargar, Kolfinnu. „Árið 2016 stakk besta vinkona Kristbjargar upp á því að við færum í viðskipti með henni og eiginmanni hennar sem er virkur fjárfestir á Íslandi,“ sagði í bók Arons. „Við treystum þeim og ákváðum því að kaupa hlut í félagi þeirra undir þeim formerkjum að til stæði að fjárfesta í íslenska fatavörumerkinu JÖR.“ JÖR hafði síðan orðið gjaldþrota og ekkert orðið af fjárfestingunni. Þau hafi þá samið um að félagið myndi kaupa hlut Arons og Kristbjargar aftur. Aron sagði að þrátt fyrir það hefðu þau hjónin hvorki fengið greitt til baka né fengið útskýringar á því hvar peningarnir væru. „Ekki bara með árangurslítilli innheimtu og málferlum heldur einnig með vinslitum. Þetta var og er leiðindamál sem sýnir manni hvað er raunverulega lagt að veði þegar vinir fara saman út í viðskipti.“ Kolfinna Von svaraði fyrir sig í Facebook-færslu. „Staðreyndin er sú að Aron Einar fjárfesti fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem við vorum að byggja upp. Tíu milljónir af því fóru í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það,“ skrifaði Kolfinna. Hún sagði ljóst að þessi staðreynd hefði farið mjög illa í vinahjónin, Aron og Kristbjörgu. Hún hefði reynt allt til að komast til móts við þau. Það væri gömul saga og ný að deilur um peninga væru illa með vinasambönd. „Hins vegar hefur komið mér illilega á óvart sú harka sem kom upp í málinu og það særir mig mjög. Ég er ung kona og það er erfitt að verjast í slíku máli þar sem eru miklar tilfinningar. Um er að ræða eina af mínu bestu vinkonum og eiginmann hennar og það er sárt að deilur um peninga valdi vinslitum. Það er eiginlega þyngra en tárum taki. En sumt í lífinu tekst vel til og annað ekki og maður verður að reyna að læra af þeim mistökum sem eru gerð.“ YouTube-stjörnur náðu að sættast Guðjón Daníel Jónsson, fyrrverandi YouTube-stjarna sem í dag starfar sem lögregluþjónn, var góður vinur hins breska Olajide Olayinka Williams Olatunji, sem er betur þekktur KSI og er ein stærsta YouTube-stjarna heims. KSI og Guðjón hafa þó grafið stríðsöxina í dag, en vinátta, og síðan deilur þeirra stóðu sem hæst á árunum 2013 til 2015. Í hitteðfyrra opnaði Guðjón sig um vináttuna og erjurnar við KSI í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. Þar sagði hann þá hafa byrjað á YouTube um svipað leyti, en þeir voru þá báðir duglegir að streyma frá því þegar þeir spiluðu tölvuleikinn Fifa. „Við vorum eiginlega bestu vinir á þessum tíma. Sem er hálf sorglegt að segja í dag út af því hvernig þetta fór úr böndunum,“ sagði Guðjón. Vinslitin hafi orðið við Bretlandsför Guðjóns, en KSI sakaði hann um að endurgreiða sér ekki fyrir hótelgistingu. „Já þetta er nú bara ein af þessum hálfgerðu lygasögum sem hafa komið upp. Ég ætlaði að gista heima hjá honum, en síðan breytist það og á núlleinni þurfum við að redda einhverju hóteli. Hann borgaði það, en gaf mér aldrei tækifæri á að borga það til baka. Þannig að þegar að þessi vinslit verða þá er þetta það eina sem honum dettur í hug: að ég sé að taka af honum pening,“ sagði Guðjón. „Ef þessi vinslit okkar snúast um einhvern tíuþúsundkall þá er það bara út í hött.“ Í kjölfarið hafi erjurnar stigmagnast og að sögn Guðjóns orðið nokkuð einhliða af hálfu KSI. Árið 2015 kvaddi Guðjón YouTube með myndbandi, en þar bað hann KSI afsökunar. Guðjón sagði að KSI hefði tekið vel í það. Þremur árum síðan hafi KSI verið staddur á Íslandi og þá ákvað Guðjón að kíkja á sinn gamla vin. Þá féllust þeir í faðma. „Síðan sprakk vináttusambandið í loft upp en enginn veit af hverju“ Tveir ástsælustu tónlistarmenn þjóðarinnar, Bubbi Morthens og Megas voru einu sinni miklir vinir. Þeir gáfu saman út lagið Fatlafól árið 1983 og plötuna Bláir draumar árið 1988. Árið 2021, eftir að Megas var sakaður um kynferðisbrot, opnaði Bubbi sig örstutt um vinslitin. Á samfélagsmiðlum sagði hann ekki rétt að telja hann gerendameðvirkan. „Ekki telja mig með gekk burt 1994,“ skrifaði hann á Twitter, nú X, og á Facebook sagði hann: „Ég gekk burt á sínum tíma og við hjónin og litum ekki um öxl það var ástæða fyrir því.“ Sama ár hafði Bubbi verið spurður, af Auðunni Blöndal í sjónvapsþættinum Tónlistarmönnunum okkar, hvort eitthvað hefði komið upp á milli þeirra. „Nei, ég held bara að menn einhvern veginn labbi í sitthvora áttina. Þetta gerist stundum.“ Árin áður höfðu margir velt fyrir sér þessum vinslitum. Árið 2007 gaf Megas út plötuna Frágangur. Þar töldu einhverjir að Megas væri að skjóta föstum skotum á Bubba, sérstaklega með lögunum (Minnst tíu miljón) Flóabitanótt og Gott er að elska. Í umfjöllun Fréttablaðsins sagði að margar og misjafnar sögur væru til um vinslitin. „Ein er sú að þegar Bubbi og Megas voru að spila saman á tónleikum í Austurbæjarbíói fundust fíkniefni á svæðinu og lentu þeir í rimmu í kjölfarið. Önnur er sú að Megas átti að hafa verið að skoða bækur í bókabúð nokkurri þegar Bubbi sá hann og kom til að heilsa honum. Strunsaði Megas þá út og vildi ekkert með vinskap Bubba hafa,“ sagði í umfjöllun Fréttablaðsins. Þar var einnig rætt við Frey Eyjólfsson, fjölmiðlamann og aðdáanda Megasar, sem hafði þetta að segja: „Mér þykja þessi lög mjög forvitnileg, sérstaklega í ljósi þess að Megas og Bubbi hafa átt eitt merkilegasta vináttusamband íslenskrar rokksögu. Bubbi dró Megas í sviðsljósið og Megas kenndi Bubba að yrkja. Síðan sprakk vináttusambandið í loft upp en enginn veit af hverju.“ Ástin og lífið Hlaðvörp Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Tónlistarmenn, fyrrverandi forsætisráðherra, knattspyrnumaður og YouTube-stjörnur koma við sögu þegar frægustu vinslit Íslandssögunnar eru skoðuð. Eimreiðardrengirnir talast ekki við Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og áður forsætisráðherra, voru miklir vinir og meðlimir hins svokallaða Eimreiðarhóps. Árið 2022 greindi Jón Steinar þó frá vinslitum þeirra. Í umfjöllun Vísis um málið kom fram að Jón Steinar og Davíð hefðu verið miklir mátar. Þeir hefðu spilað saman bridge og farið í veiðiferðir. Þá hefði Jón Steinar verið talinn einn helsti ráðgjafi Davíðs. Í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar opnaði Jón Steinar sig um vinslitin. „Nei, við tölum ekki saman. Við höfum ekki talað saman í meira en ár. Hann hætti bara að tala við mig og hefur líklega farið í fýlu út í mig. Ég held að það sé út af þessu eða einhverjum öðrum skoðunum sem ég hef haft opinberlega, en hann hefur ekki fengist til að segja mér hvað veldur þessum vinslitum. En mér er alveg sama, af því að ég lifi fyrir lögfræðina mína og mína eigin sannfæringu,“ sagði Jón Steinar við Sölva um samband sitt og Davíðs. „Ég hef alltaf tekið það hlutverk alvarlega að vera lögfræðingur og dómari og að starfa við að verja réttindi borgaranna. Það hefur þýtt það að ég hef oft gagnrýnt Davíð í gegnum tíðina, bæði á pólitískum forsendum og öðrum, þó að það hafi nú aldrei valdið vinslitum fyrr en núna.“ Það eru ekki í eina skiptið sem fjallað hefur verið um vinslit Jón Steinars á opinberum vettvangi. Greint var frá því árið 2019 að Jón Steinar deildi við gamlan félaga sinn, Karl Axelsson hæstaréttardómara, um vegaslóða sem liggur að sumarbústað þeirra í Landsveit. Vináttan reyndist byggð á sandi Sigmar Vilhjálmsson, sem er betur þekktur sem Simmi Vill, opnaði sig vinslit sín og ónefnds einstaklings í hlaðvarpinu 70 mínútum síðasta haust. Í þættinum ræddu hann og Hugi Halldórsson, meðstjórnandi þáttarins, um skilnað Sigmars og áhrifin sem slíkt ferli getur haft á vináttu. „Í þessum aðstæðum þá stíga sumir inn, nær þér í vinahópinn þinn og sumir stíga bara algjörlega út,“ sagði Sigmar. Þar sagði hann að peningar og viðskipti skiptu ekki máli þegar vinátta væri í spilinu. „Ég átti nokkur rogastans-sörpræs í þessum hreinsunareldi. Og ég átti ekki von á því að nákominn vinur minn stígi algjörlega út og gott betur. Af því bissness skiptir ekki máli, peningar koma, peningar fara og það er nóg af peningum þarna út,“ sagði Sigmar. „Sorgarferli tvö er bara að vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi.“ Hlaðvarpið fór með vináttuna Það er ekki bara rætt um vinslit í hlaðvörpum heldur geta hlaðvörp valdið vinslitum. Edda Falak, baráttukona og Fjóla Sigurðardóttir stýrðu saman hlaðvarpinu Eigin konum, en nú standa þær í deilu vegna þess. Í fyrstu sáu þær báðar um þáttarstjórnun Eigin kvenna, sem vöktu gríðarlega athygli árið 2021, en síðan hætti Fjóla og Edda tók alfarið við keflinu. Fjóla og Davíð Goði Þorvarðarsson hafa krafið Eddu um greiðslur vegna þáttanna, og hefur málið verið á dagskrá dómstóla. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu,“ sagði Fjóla á Twitter um málið árið 2022. „Það er enginn ágreiningur um það að Fjóla og Davíð Goði eiga inni peninga hjá mér og það hefur aldrei staðið annað til að en að það verði gert upp. Hins vegar hafa þau hvorugt verið í sambandi við mig varðandi það uppgjör og því finnst mér þessar árásir á Twitter einkennilegar,“ sagði Edda við DV í kjölfarið. Lögmaður Eddu sagði í upphafi árs að Fjóla og Davíð Goði færu fram á tugi milljóna króna frá henni, þegar tekjur hlaðvarpsins á samstarfstímanum hefðu verið um tvær og hálf milljón. Þau Fjóla og Davíð hefðu enga fjármuni lagt í hlaðvarpið, aðeins vinnu sína. Viðskipti geti farið illa með vinskapinn Deilur hjónanna Arons Einars Gunnarssonar og Kristbjargar Jónasdóttur við önnur hjón, Kolfinnu Von Arnardóttur og Björn Inga Hrafnsson, komust í hámæli í nóvember 2018 þegar Aron Einar, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gaf út ævisögu sína, Sagan mín. Þar lýsti hann því hvernig þau hjónin hefðu brennt sig á hugmynd frá þáverandi bestu vinkonu Kristbjargar, Kolfinnu. „Árið 2016 stakk besta vinkona Kristbjargar upp á því að við færum í viðskipti með henni og eiginmanni hennar sem er virkur fjárfestir á Íslandi,“ sagði í bók Arons. „Við treystum þeim og ákváðum því að kaupa hlut í félagi þeirra undir þeim formerkjum að til stæði að fjárfesta í íslenska fatavörumerkinu JÖR.“ JÖR hafði síðan orðið gjaldþrota og ekkert orðið af fjárfestingunni. Þau hafi þá samið um að félagið myndi kaupa hlut Arons og Kristbjargar aftur. Aron sagði að þrátt fyrir það hefðu þau hjónin hvorki fengið greitt til baka né fengið útskýringar á því hvar peningarnir væru. „Ekki bara með árangurslítilli innheimtu og málferlum heldur einnig með vinslitum. Þetta var og er leiðindamál sem sýnir manni hvað er raunverulega lagt að veði þegar vinir fara saman út í viðskipti.“ Kolfinna Von svaraði fyrir sig í Facebook-færslu. „Staðreyndin er sú að Aron Einar fjárfesti fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem við vorum að byggja upp. Tíu milljónir af því fóru í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það,“ skrifaði Kolfinna. Hún sagði ljóst að þessi staðreynd hefði farið mjög illa í vinahjónin, Aron og Kristbjörgu. Hún hefði reynt allt til að komast til móts við þau. Það væri gömul saga og ný að deilur um peninga væru illa með vinasambönd. „Hins vegar hefur komið mér illilega á óvart sú harka sem kom upp í málinu og það særir mig mjög. Ég er ung kona og það er erfitt að verjast í slíku máli þar sem eru miklar tilfinningar. Um er að ræða eina af mínu bestu vinkonum og eiginmann hennar og það er sárt að deilur um peninga valdi vinslitum. Það er eiginlega þyngra en tárum taki. En sumt í lífinu tekst vel til og annað ekki og maður verður að reyna að læra af þeim mistökum sem eru gerð.“ YouTube-stjörnur náðu að sættast Guðjón Daníel Jónsson, fyrrverandi YouTube-stjarna sem í dag starfar sem lögregluþjónn, var góður vinur hins breska Olajide Olayinka Williams Olatunji, sem er betur þekktur KSI og er ein stærsta YouTube-stjarna heims. KSI og Guðjón hafa þó grafið stríðsöxina í dag, en vinátta, og síðan deilur þeirra stóðu sem hæst á árunum 2013 til 2015. Í hitteðfyrra opnaði Guðjón sig um vináttuna og erjurnar við KSI í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. Þar sagði hann þá hafa byrjað á YouTube um svipað leyti, en þeir voru þá báðir duglegir að streyma frá því þegar þeir spiluðu tölvuleikinn Fifa. „Við vorum eiginlega bestu vinir á þessum tíma. Sem er hálf sorglegt að segja í dag út af því hvernig þetta fór úr böndunum,“ sagði Guðjón. Vinslitin hafi orðið við Bretlandsför Guðjóns, en KSI sakaði hann um að endurgreiða sér ekki fyrir hótelgistingu. „Já þetta er nú bara ein af þessum hálfgerðu lygasögum sem hafa komið upp. Ég ætlaði að gista heima hjá honum, en síðan breytist það og á núlleinni þurfum við að redda einhverju hóteli. Hann borgaði það, en gaf mér aldrei tækifæri á að borga það til baka. Þannig að þegar að þessi vinslit verða þá er þetta það eina sem honum dettur í hug: að ég sé að taka af honum pening,“ sagði Guðjón. „Ef þessi vinslit okkar snúast um einhvern tíuþúsundkall þá er það bara út í hött.“ Í kjölfarið hafi erjurnar stigmagnast og að sögn Guðjóns orðið nokkuð einhliða af hálfu KSI. Árið 2015 kvaddi Guðjón YouTube með myndbandi, en þar bað hann KSI afsökunar. Guðjón sagði að KSI hefði tekið vel í það. Þremur árum síðan hafi KSI verið staddur á Íslandi og þá ákvað Guðjón að kíkja á sinn gamla vin. Þá féllust þeir í faðma. „Síðan sprakk vináttusambandið í loft upp en enginn veit af hverju“ Tveir ástsælustu tónlistarmenn þjóðarinnar, Bubbi Morthens og Megas voru einu sinni miklir vinir. Þeir gáfu saman út lagið Fatlafól árið 1983 og plötuna Bláir draumar árið 1988. Árið 2021, eftir að Megas var sakaður um kynferðisbrot, opnaði Bubbi sig örstutt um vinslitin. Á samfélagsmiðlum sagði hann ekki rétt að telja hann gerendameðvirkan. „Ekki telja mig með gekk burt 1994,“ skrifaði hann á Twitter, nú X, og á Facebook sagði hann: „Ég gekk burt á sínum tíma og við hjónin og litum ekki um öxl það var ástæða fyrir því.“ Sama ár hafði Bubbi verið spurður, af Auðunni Blöndal í sjónvapsþættinum Tónlistarmönnunum okkar, hvort eitthvað hefði komið upp á milli þeirra. „Nei, ég held bara að menn einhvern veginn labbi í sitthvora áttina. Þetta gerist stundum.“ Árin áður höfðu margir velt fyrir sér þessum vinslitum. Árið 2007 gaf Megas út plötuna Frágangur. Þar töldu einhverjir að Megas væri að skjóta föstum skotum á Bubba, sérstaklega með lögunum (Minnst tíu miljón) Flóabitanótt og Gott er að elska. Í umfjöllun Fréttablaðsins sagði að margar og misjafnar sögur væru til um vinslitin. „Ein er sú að þegar Bubbi og Megas voru að spila saman á tónleikum í Austurbæjarbíói fundust fíkniefni á svæðinu og lentu þeir í rimmu í kjölfarið. Önnur er sú að Megas átti að hafa verið að skoða bækur í bókabúð nokkurri þegar Bubbi sá hann og kom til að heilsa honum. Strunsaði Megas þá út og vildi ekkert með vinskap Bubba hafa,“ sagði í umfjöllun Fréttablaðsins. Þar var einnig rætt við Frey Eyjólfsson, fjölmiðlamann og aðdáanda Megasar, sem hafði þetta að segja: „Mér þykja þessi lög mjög forvitnileg, sérstaklega í ljósi þess að Megas og Bubbi hafa átt eitt merkilegasta vináttusamband íslenskrar rokksögu. Bubbi dró Megas í sviðsljósið og Megas kenndi Bubba að yrkja. Síðan sprakk vináttusambandið í loft upp en enginn veit af hverju.“
Ástin og lífið Hlaðvörp Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“