Viðskipti innlent

Aðal­geir frá Lucinity til Símans

Atli Ísleifsson skrifar
Aðalgeir Þorgrímsson.
Aðalgeir Þorgrímsson. Síminn

Aðalgeir Þorgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fjártækni hjá Símanum. 

Í tilkynningu segir að Aðalgeir muni leiða áframhaldandi vöxt og þróun fjártæknilausna undir merkjum Símans Pay og Noona.

„Aðalgeir er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið MBA námi frá Rotterdam School of Management í Hollandi. Undanfarin ár hefur hann starfað sem rekstrarstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Lucinity, en áður í áratug hjá RB þar sem hann sat í framkvæmdastjórn. 

Aðalgeir hefur áralanga reynslu af þróun fjártæknilausna, uppbyggingu viðskiptasambanda og skölun á rekstrareiningum, á Íslandi sem og erlendis,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×