Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 12:08 Helfararminnisvarðinn í miðborg Berlínar. Nasistar myrtu milljónir evrópskra gyðinga í útrýmingarbúðum á heimsstyrjaldarárunum en síðustu eftirlifendurnir eru nú komnir vel til ára sinna. AP/Markus Schreiber Líklegt er að um sjötíu prósent eftirlifenda helfarar nasista á gyðingum deyi á næstu tíu árum. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því hver muni halda minningu þeirra á lofti þegar enginn verður eftir til vitnis um einn svartasta blett mannkynssögunnar. Samtök sem voru stofnuð til þess að halda utan um bótakröfur fórnarlamba helfarinnar á hendur Þýsklandi árið 1952 tóku saman skýrslu um eftirlifendurna sem byggir á lýðfræðilegum gögnum og dánartíðni. Samkvæmt henni deyr líklega um helmingur þeirra sem eftir eru á lífi á næstu sex árum, sjötíu prósent á næstu tíu árum og níutíu prósent á næstu fimmtán árum. Flestir eftirlifendanna eru orðnir ellihrumir. Miðgildisaldurinn er 87 ár og fleiri en 1.400 eftirlifendanna eru meira en hundrað ára gamall. Nasistar drápu um sex milljónir evrópskra gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og hernumndu Póllandi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ekki er ljóst hversu margir lifðu helförina af. Eftir að helförinni lauk voru um 300.000 gyðingar eftir í Póllandi en þeir voru 3,3 milljónir árið 1939, árið sem heimsstyrjöldin hófst með innrás nasista í landið. Í Þýskalandi bjuggu um 560.000 gyðingar þegar Adolf Hitler komst til valda árið 1933. Þeir voru um fimmtán þúsund eftir helförina en hinum hafði annað hvort verið útrýmt eða þeir flúið land. Gestir skoða hlið með áletruninni alræmdu „Vinnan frelsar“ í útrýmingarbúðunum í Dachau í Þýskalandi.AP/Matthias Schrader Albrecht Weinberg, hundrað ára gamall eftirlifandi helfararinnar frá Þýskalandi, segir AP-fréttastofunni að minningar frá hörmungnum ásæki hann enni, bæði sofandi og vakandi. Hann missti alla fjölskyldu sína í helförinni. Hann kenndi lengi framhaldsskólanemum um voðaverk nasista en hefur nú áhyggjur af því hver tekur við kyndlinum þegar hann og aðrir eftirlifendur eru farnir yfir móðuna miklu. „Þegar mín kynslóð er ekki lengur í þessum heimi, þegar við hverfum úr þessum heimi, þá getur næsta kynslóð aðeins lesið um þetta í bók,“ segir hann. Greg Schneider, varaforseti Claims Conference-samtakanna sem gerðu, skýrsluna tekur í svipaðan streng. „Við höfum við að þessi hópur eftirlifenda væri sá síðasti, okkar síðasta tækifæri til þess að heyra vitnisburð þeirra frá fyrstu hendi, að verja tíma með þeim, síðasta tækifæri okkar til þess að hitta eftirlifendurna,“ segir hann. Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Samtök sem voru stofnuð til þess að halda utan um bótakröfur fórnarlamba helfarinnar á hendur Þýsklandi árið 1952 tóku saman skýrslu um eftirlifendurna sem byggir á lýðfræðilegum gögnum og dánartíðni. Samkvæmt henni deyr líklega um helmingur þeirra sem eftir eru á lífi á næstu sex árum, sjötíu prósent á næstu tíu árum og níutíu prósent á næstu fimmtán árum. Flestir eftirlifendanna eru orðnir ellihrumir. Miðgildisaldurinn er 87 ár og fleiri en 1.400 eftirlifendanna eru meira en hundrað ára gamall. Nasistar drápu um sex milljónir evrópskra gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og hernumndu Póllandi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ekki er ljóst hversu margir lifðu helförina af. Eftir að helförinni lauk voru um 300.000 gyðingar eftir í Póllandi en þeir voru 3,3 milljónir árið 1939, árið sem heimsstyrjöldin hófst með innrás nasista í landið. Í Þýskalandi bjuggu um 560.000 gyðingar þegar Adolf Hitler komst til valda árið 1933. Þeir voru um fimmtán þúsund eftir helförina en hinum hafði annað hvort verið útrýmt eða þeir flúið land. Gestir skoða hlið með áletruninni alræmdu „Vinnan frelsar“ í útrýmingarbúðunum í Dachau í Þýskalandi.AP/Matthias Schrader Albrecht Weinberg, hundrað ára gamall eftirlifandi helfararinnar frá Þýskalandi, segir AP-fréttastofunni að minningar frá hörmungnum ásæki hann enni, bæði sofandi og vakandi. Hann missti alla fjölskyldu sína í helförinni. Hann kenndi lengi framhaldsskólanemum um voðaverk nasista en hefur nú áhyggjur af því hver tekur við kyndlinum þegar hann og aðrir eftirlifendur eru farnir yfir móðuna miklu. „Þegar mín kynslóð er ekki lengur í þessum heimi, þegar við hverfum úr þessum heimi, þá getur næsta kynslóð aðeins lesið um þetta í bók,“ segir hann. Greg Schneider, varaforseti Claims Conference-samtakanna sem gerðu, skýrsluna tekur í svipaðan streng. „Við höfum við að þessi hópur eftirlifenda væri sá síðasti, okkar síðasta tækifæri til þess að heyra vitnisburð þeirra frá fyrstu hendi, að verja tíma með þeim, síðasta tækifæri okkar til þess að hitta eftirlifendurna,“ segir hann.
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira