Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 12:08 Helfararminnisvarðinn í miðborg Berlínar. Nasistar myrtu milljónir evrópskra gyðinga í útrýmingarbúðum á heimsstyrjaldarárunum en síðustu eftirlifendurnir eru nú komnir vel til ára sinna. AP/Markus Schreiber Líklegt er að um sjötíu prósent eftirlifenda helfarar nasista á gyðingum deyi á næstu tíu árum. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því hver muni halda minningu þeirra á lofti þegar enginn verður eftir til vitnis um einn svartasta blett mannkynssögunnar. Samtök sem voru stofnuð til þess að halda utan um bótakröfur fórnarlamba helfarinnar á hendur Þýsklandi árið 1952 tóku saman skýrslu um eftirlifendurna sem byggir á lýðfræðilegum gögnum og dánartíðni. Samkvæmt henni deyr líklega um helmingur þeirra sem eftir eru á lífi á næstu sex árum, sjötíu prósent á næstu tíu árum og níutíu prósent á næstu fimmtán árum. Flestir eftirlifendanna eru orðnir ellihrumir. Miðgildisaldurinn er 87 ár og fleiri en 1.400 eftirlifendanna eru meira en hundrað ára gamall. Nasistar drápu um sex milljónir evrópskra gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og hernumndu Póllandi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ekki er ljóst hversu margir lifðu helförina af. Eftir að helförinni lauk voru um 300.000 gyðingar eftir í Póllandi en þeir voru 3,3 milljónir árið 1939, árið sem heimsstyrjöldin hófst með innrás nasista í landið. Í Þýskalandi bjuggu um 560.000 gyðingar þegar Adolf Hitler komst til valda árið 1933. Þeir voru um fimmtán þúsund eftir helförina en hinum hafði annað hvort verið útrýmt eða þeir flúið land. Gestir skoða hlið með áletruninni alræmdu „Vinnan frelsar“ í útrýmingarbúðunum í Dachau í Þýskalandi.AP/Matthias Schrader Albrecht Weinberg, hundrað ára gamall eftirlifandi helfararinnar frá Þýskalandi, segir AP-fréttastofunni að minningar frá hörmungnum ásæki hann enni, bæði sofandi og vakandi. Hann missti alla fjölskyldu sína í helförinni. Hann kenndi lengi framhaldsskólanemum um voðaverk nasista en hefur nú áhyggjur af því hver tekur við kyndlinum þegar hann og aðrir eftirlifendur eru farnir yfir móðuna miklu. „Þegar mín kynslóð er ekki lengur í þessum heimi, þegar við hverfum úr þessum heimi, þá getur næsta kynslóð aðeins lesið um þetta í bók,“ segir hann. Greg Schneider, varaforseti Claims Conference-samtakanna sem gerðu, skýrsluna tekur í svipaðan streng. „Við höfum við að þessi hópur eftirlifenda væri sá síðasti, okkar síðasta tækifæri til þess að heyra vitnisburð þeirra frá fyrstu hendi, að verja tíma með þeim, síðasta tækifæri okkar til þess að hitta eftirlifendurna,“ segir hann. Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Samtök sem voru stofnuð til þess að halda utan um bótakröfur fórnarlamba helfarinnar á hendur Þýsklandi árið 1952 tóku saman skýrslu um eftirlifendurna sem byggir á lýðfræðilegum gögnum og dánartíðni. Samkvæmt henni deyr líklega um helmingur þeirra sem eftir eru á lífi á næstu sex árum, sjötíu prósent á næstu tíu árum og níutíu prósent á næstu fimmtán árum. Flestir eftirlifendanna eru orðnir ellihrumir. Miðgildisaldurinn er 87 ár og fleiri en 1.400 eftirlifendanna eru meira en hundrað ára gamall. Nasistar drápu um sex milljónir evrópskra gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og hernumndu Póllandi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Ekki er ljóst hversu margir lifðu helförina af. Eftir að helförinni lauk voru um 300.000 gyðingar eftir í Póllandi en þeir voru 3,3 milljónir árið 1939, árið sem heimsstyrjöldin hófst með innrás nasista í landið. Í Þýskalandi bjuggu um 560.000 gyðingar þegar Adolf Hitler komst til valda árið 1933. Þeir voru um fimmtán þúsund eftir helförina en hinum hafði annað hvort verið útrýmt eða þeir flúið land. Gestir skoða hlið með áletruninni alræmdu „Vinnan frelsar“ í útrýmingarbúðunum í Dachau í Þýskalandi.AP/Matthias Schrader Albrecht Weinberg, hundrað ára gamall eftirlifandi helfararinnar frá Þýskalandi, segir AP-fréttastofunni að minningar frá hörmungnum ásæki hann enni, bæði sofandi og vakandi. Hann missti alla fjölskyldu sína í helförinni. Hann kenndi lengi framhaldsskólanemum um voðaverk nasista en hefur nú áhyggjur af því hver tekur við kyndlinum þegar hann og aðrir eftirlifendur eru farnir yfir móðuna miklu. „Þegar mín kynslóð er ekki lengur í þessum heimi, þegar við hverfum úr þessum heimi, þá getur næsta kynslóð aðeins lesið um þetta í bók,“ segir hann. Greg Schneider, varaforseti Claims Conference-samtakanna sem gerðu, skýrsluna tekur í svipaðan streng. „Við höfum við að þessi hópur eftirlifenda væri sá síðasti, okkar síðasta tækifæri til þess að heyra vitnisburð þeirra frá fyrstu hendi, að verja tíma með þeim, síðasta tækifæri okkar til þess að hitta eftirlifendurna,“ segir hann.
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira