Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 23:33 Dúbaí-súkkulaðið hefur verið geysivinsælt hérlendis frá því í febrúar þegar fréttir af ágæti þess tóku að breiðast út um samfélagsmiðla. Vísir/Ívar Fannar/Bónus Vinsældir Dúbaí-súkkulaðis, sem hefur tröllriðið samfélagsmiðlum, hafa leitt til heimsskorts á pistasíuhnetum sem eru aðallega ræktaðar í Bandaríkjunum og Íran. Dúbaí-súkkulaði náði fyrst eyrum samfélagsmiðilsins TikTok í lok árs 2023 og varð að stórfelldu trendi á samfélagsmiðlum á síðasta ári. Æðið náði þó ekki almennilega til Íslands fyrr en í byrjun þessa árs þegar hver áhrifavaldurinn á fætur öðrum tók að smakka súkkulaðið og auglýsa það. Í febrúar lýsti framkvæmdastjóri Bónus sölu á súkkulaðinu sem galinni. Dúbaí-súkkulaði einnkennist af grænlitaðri fyllingu með sérstakri áferð sem er búin til úr pistasíukremi og svokölluðu kadayif-smjördeigi sem er notað í bakstur í Miðausturlöndum. Giles Hacking hjá hnetusalanum CG Hacking sagði við Financial Times að verðið á pundi af pistasíum hafi farið úr 7,65 Bandaríkjadölum í 10,30 dali á innan við ári. Skortur á pistasíuhnetum hafði þegar gert vart við sig eftir slæma uppskeru í Bandaríkjunum en landið er stærsti útflytjandi pistasía í heiminum. Þá seldu íranskir pistasíuframleiðendur fjörutíu prósentum meira af hnetum til Sameinuðu arabísku furstadæmana frá september 2024 til febrúar 2025 en þeir höfðu gert allt árið fyrir það. Upphaflega var dúbaí-súkkulaðið einungis framleitt af fyrirtækinu Fix sem er staðsett í Dúbaí en fljótlega hófu aðrir súkkulaðiframleiðendur á borð við Läderach og Lindt að framleiða sínar eigin útgáfur. Fyrirtækin eru nú í vandræðum við að mæta eftirspurninni vegna pistasíuskorts. Charles Jandreau hjá Prestat Group sem á fjölda breskra lúxussúkkulaðivörumerkja sagði eftirspurnina hafa komið iðnaðinum á óvart. Æðið hafi sprottið úr engu og skyndilega mætti sjá súkkulaðið á hverju horni. Guardian fjallar um skortinn og segir verslanir hafa tekið upp á því að hámarka fjölda dúbaí-súkkulaðistykkja sem má selja í einu. Matur Sælgæti Tengdar fréttir Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Nammigrísir landsins eru óðir í nýtt súkkulaðistykki sem selst upp í verslunum á örfáum klukkustundum. En er þetta súkkulaði virkilega svona gott? 19. febrúar 2025 19:24 Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Rakel María Hjaltadóttir, hlaupadrottning og ofurskvísa, bakaði girnilegar vatnsdeigsbollur með fyllingu innblásinni af hinu vinsæla Dúbaí-súkkulaði. Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 3. mars næstkomandi, og því tilvalið að bjóða í bollukaffi um helgina. 27. febrúar 2025 13:31 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dúbaí-súkkulaði náði fyrst eyrum samfélagsmiðilsins TikTok í lok árs 2023 og varð að stórfelldu trendi á samfélagsmiðlum á síðasta ári. Æðið náði þó ekki almennilega til Íslands fyrr en í byrjun þessa árs þegar hver áhrifavaldurinn á fætur öðrum tók að smakka súkkulaðið og auglýsa það. Í febrúar lýsti framkvæmdastjóri Bónus sölu á súkkulaðinu sem galinni. Dúbaí-súkkulaði einnkennist af grænlitaðri fyllingu með sérstakri áferð sem er búin til úr pistasíukremi og svokölluðu kadayif-smjördeigi sem er notað í bakstur í Miðausturlöndum. Giles Hacking hjá hnetusalanum CG Hacking sagði við Financial Times að verðið á pundi af pistasíum hafi farið úr 7,65 Bandaríkjadölum í 10,30 dali á innan við ári. Skortur á pistasíuhnetum hafði þegar gert vart við sig eftir slæma uppskeru í Bandaríkjunum en landið er stærsti útflytjandi pistasía í heiminum. Þá seldu íranskir pistasíuframleiðendur fjörutíu prósentum meira af hnetum til Sameinuðu arabísku furstadæmana frá september 2024 til febrúar 2025 en þeir höfðu gert allt árið fyrir það. Upphaflega var dúbaí-súkkulaðið einungis framleitt af fyrirtækinu Fix sem er staðsett í Dúbaí en fljótlega hófu aðrir súkkulaðiframleiðendur á borð við Läderach og Lindt að framleiða sínar eigin útgáfur. Fyrirtækin eru nú í vandræðum við að mæta eftirspurninni vegna pistasíuskorts. Charles Jandreau hjá Prestat Group sem á fjölda breskra lúxussúkkulaðivörumerkja sagði eftirspurnina hafa komið iðnaðinum á óvart. Æðið hafi sprottið úr engu og skyndilega mætti sjá súkkulaðið á hverju horni. Guardian fjallar um skortinn og segir verslanir hafa tekið upp á því að hámarka fjölda dúbaí-súkkulaðistykkja sem má selja í einu.
Matur Sælgæti Tengdar fréttir Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Nammigrísir landsins eru óðir í nýtt súkkulaðistykki sem selst upp í verslunum á örfáum klukkustundum. En er þetta súkkulaði virkilega svona gott? 19. febrúar 2025 19:24 Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Rakel María Hjaltadóttir, hlaupadrottning og ofurskvísa, bakaði girnilegar vatnsdeigsbollur með fyllingu innblásinni af hinu vinsæla Dúbaí-súkkulaði. Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 3. mars næstkomandi, og því tilvalið að bjóða í bollukaffi um helgina. 27. febrúar 2025 13:31 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Nammigrísir landsins eru óðir í nýtt súkkulaðistykki sem selst upp í verslunum á örfáum klukkustundum. En er þetta súkkulaði virkilega svona gott? 19. febrúar 2025 19:24
Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Rakel María Hjaltadóttir, hlaupadrottning og ofurskvísa, bakaði girnilegar vatnsdeigsbollur með fyllingu innblásinni af hinu vinsæla Dúbaí-súkkulaði. Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 3. mars næstkomandi, og því tilvalið að bjóða í bollukaffi um helgina. 27. febrúar 2025 13:31