Borussia Dortmund lagði Barcelona 3-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem Barcelona vann fyrri leikinn 4-0 eru lærisveinar Hansi Flick komnir áfram á meðan Dortmund er úr leik.
Heimamenn í Dortmund fengu vítaspyrnu strax á 10. mínútu sem Serhou Guirassy skoraði úr. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks en í upphafi þess síðari tvöfaldaði Guirassy forystuna og einvígið allt í einu orðið spennandi, svona næstum.

Því miður varð Ramy Bensebaini fyrir því óláni að skora sjálfsmark fimm mínútum síðar og þar með má segja að Barcelona hafi endanlega tryggt sæti sitt í undanúrslitum.
Guirassy fullkomnaði þrennu sína áður en leik lauk. Því miður fyrir hann og Dortmund komst heimaliðið ekki nær, lokatölur 3-1 og Barcelona mætir Bayern München eða Inter í undanúrslitum.