Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 10:32 Nikola Pokrivac lék á sínum tíma 15 leiki fyrir króatíska landsliðið. Hann lést í bílslysi í gær. Samsett/Getty Sorg ríkir í króatískum fótbolta eftir að fyrrverandi landsliðsmaður þjóðarinnar, hinn 39 ára gamli Nikola Pokrivac, lést í bílslysi í gær. Samkvæmt króatískum miðlum átti slysið sér stað í bænum Karlovac. Um fjögurra bíla árekstur var að ræða og og auk Pokrivacs lést bílstjóri annars bíls einnig. Sá var með unga dóttur sína í bílnum en hún slapp án alvarlegra meiðsla. Pokrivac var á leiðinni heim af æfingu ásamt þremur liðsfélögum sínum sem allir slösuðust, þar af tveir lífshættulega. Samkvæmt 24 Sata er annar þeirra núna úr lífshættu. Þar segir einnig að 24 milljónum evra hafi verið varið í gerð gatnamótanna þar sem slysið varð. Þau hafi verið opnuð í júlí 2023 en nú hafi á einni viku orðið þar tvö alvarleg umferðarslys. Þrátt fyrir að hafa spilað á stærstu sviðum fótboltans, eins og Meistaradeild Evrópu og EM landsliða, unnið króatísku deildina og bikarinn, þá var ástríðan fyrir fótbolta enn til staðar hjá Porkivac sem var orðinn leikmaður 4. deildarliðs NK Vojnic í Króatíu. Hann lék alls 15 leiki fyrir króatíska landsliðið og með félagsliðum á borð við Dinamo Zagreb, Monaco og RB Salzburg. Króatískir miðlar fjalla einnig um það að barátta Pokrivac við krabbamein, sem hann greindist fyrst með í ágúst 2015 og svo tvisvar aftur, hafi vakið mikla athygli. Hann hafi lofað sjálfum sér því að berjast í gegnum veikindin fyrir dóttur sína. Eftir að hafa verið í hléi frá fótbolta vegna krabbameinsins hóf Pokrivac að spila fótbolta að nýju haustið 2021. Andlát Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Samkvæmt króatískum miðlum átti slysið sér stað í bænum Karlovac. Um fjögurra bíla árekstur var að ræða og og auk Pokrivacs lést bílstjóri annars bíls einnig. Sá var með unga dóttur sína í bílnum en hún slapp án alvarlegra meiðsla. Pokrivac var á leiðinni heim af æfingu ásamt þremur liðsfélögum sínum sem allir slösuðust, þar af tveir lífshættulega. Samkvæmt 24 Sata er annar þeirra núna úr lífshættu. Þar segir einnig að 24 milljónum evra hafi verið varið í gerð gatnamótanna þar sem slysið varð. Þau hafi verið opnuð í júlí 2023 en nú hafi á einni viku orðið þar tvö alvarleg umferðarslys. Þrátt fyrir að hafa spilað á stærstu sviðum fótboltans, eins og Meistaradeild Evrópu og EM landsliða, unnið króatísku deildina og bikarinn, þá var ástríðan fyrir fótbolta enn til staðar hjá Porkivac sem var orðinn leikmaður 4. deildarliðs NK Vojnic í Króatíu. Hann lék alls 15 leiki fyrir króatíska landsliðið og með félagsliðum á borð við Dinamo Zagreb, Monaco og RB Salzburg. Króatískir miðlar fjalla einnig um það að barátta Pokrivac við krabbamein, sem hann greindist fyrst með í ágúst 2015 og svo tvisvar aftur, hafi vakið mikla athygli. Hann hafi lofað sjálfum sér því að berjast í gegnum veikindin fyrir dóttur sína. Eftir að hafa verið í hléi frá fótbolta vegna krabbameinsins hóf Pokrivac að spila fótbolta að nýju haustið 2021.
Andlát Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira