Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Árni Sæberg skrifar 11. apríl 2025 16:52 Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigand og stjórnandi Sæmarks. Eva Björk Ægisdóttir Sigurður Gísli Björnsson hefur verið dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi og til greiðslu tæplega tveggja milljarða króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot í tengslum við rekstur fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmark. Um er að ræða eitt umfangsmesta skattamál Íslandssögunnar. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 9. apríl en birtur síðdegis, segir að brot Sigurðar Gísla sem hann var sakfelldur fyrir, þyki stórfelld, skipulögð og að háttsemin endurspegli einbeittan brotavilja hans. Brotin hafi staðið yfir í langan tíma og þeim hafi verið leynt með skipulögðum hætti. Því hafi ekki þótt efni til að skilorðsbinda refsinguna en óskilorðsbundnir dómar í skattamálum eru harla óalgengir. Auk Sigurðar Gísla hlutu tveir menn dóma í málinu. Annar þeirra átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán skilorðsbundna og hinn þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Var í Panamaskjölunum Nokkuð hefur verið fjallað um mál Sigurðar Gísla frá því að það kom upp á sínum tíma. Sigurður Gísli var stofnandi og eigandi útflutningsfyrirtækisins Sæmarks ehf. Eignir hans voru frystar vegna málsins og hald lagt á bankareikninga. Nafn Sigurðar kom upp í Panama-skjölunum sem fjallað var um í fjölmiðlum víða um heim. Það var kveikjan að rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum hans og fyrirtækisins. Hvað var Sæmark? Sæmark ehf. var öflugt fyrirtæki í fiskútflutningi sem velti sjö til átta milljörðum króna árlega samkvæmt ársreikningum þess. Starfsemi Sæmarks var hins vegar lögð niður og allir starfsmenn fyrirtækisins sögðu upp í febrúar árið 2018 eftir að greint var frá ætluðum skattundanskotum. Flestir starfsmannanna réðu sig til fyrirtækisins Bacco Seaproducts sem var í eigu sömu aðila og Sæmark en viðskiptafélagar Sigurðar keyptu hann út úr rekstrinum árið 2018 það fyrir augum að vernda orðspor fyrirtækisins. Rannsókn á meintum skattalagabrotum Sigurðar Gísla hófst hjá skattrannsóknarstjóra árið 2017. Rannsóknin beindist að skattskilum hans á árunum 2010 til 2016. Í febrúar árið 2023 komst Yfirskattanefnd að þeirri niðurstöðu að Sigurður Gísli hefði vantalið tekjur frá tveimur panamískum-félögum í hans eigu upp á rúmlega einn milljarð króna á umræddum árum. Honum var þá gert að greiða tæplega hálfan milljarð í tekjuskatt. Sparaði félaginu tryggingagjald og tók milljarð út úr því Í september árið 2023 var Sigurður Gísli ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum fyrir Sæmark-Sjóvarafurðir ehf. rekstrarárin 2010 til og með 2016, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum fyrir félagið á árunum 2014, 2015 og 2016, með því að hafa vanframtalið launagreiðslur starfsmanna á árunum 2011 til 2016 og þannig komið félaginu hjá greiðslu tryggingagjalds að fjárhæð 81,782 milljóna króna, og með því að hafa rangfært bókhald félagsins með færslu tilhæfulausra reikninga. Þá var hann ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2017, vegna tekjuáranna 2010 til og með 2016, með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram annars vegar úttektir hans úr rekstri Sæmarks, samtals að fjárhæð 1.052.989.835 krónur og hins vegar vanframtelja tekjur að fjárhæð 40.363.040 krónur frá Maritime-Transport KFT á gjaldárinu 2011. Gáfu út tilhæfulausa reikninga Sem áður segir voru tveir menn dæmdir auk Sigurðar Gísla. Annar þeirra játaði brot sitt og var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa aðstoða Sigurð Gísla við skattalagabrot með útgáfu rangra og tilhæfulausra sölureikninga í nafni Glugga og hurðasmiðju SB ehf., uppgjörstímabilin júlí - ágúst rekstrarárið 2014, maí-júní rekstrarárið 2015 og janúar - febúar rekstrarárið 2016. Með því hafi rekstrargjöld og virðisaukaskattur Sæmarks-Sjávarafurða ehf. verið vanframtalinn um alls 2.417.694 krónur á ofangreindum tímabilum. Þriðji maðurinn var dæmdur í átján mánaða fangelsi, að mestu skilorðsbundið, fyrir meiriháttar bókhalds- og skattalagabrot, sem eigandi og stjórnandi Amber Seafood GmbH., með því að hafa aðstoðað Sigurð Gísla, með útgáfu tilhæfulausra reikninga í nafni Amber Seafood GmbH. á hendur Sæmarki á árunum 2014 til og með 2016, að fjárhæð samtals 231.747.925 krónur. Með framangreindu hafi rekstrargjöld verið offærð í bókhaldi Sæmarks um sömu fjárhæð. Afsalaði sér málsvarnarlaunum Með vísan til úrslita málsins var Sigurður Gísli dæmdur til þess að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, 14,7 milljónir króna. Sá sem játaði og hlaut vægastan dóm var sömuleiðis dæmdur til að greiða laun verjanda síns, 725 þúsund krónur. Athygli vekur að verjandi þriðja mannsins, sem hélt uppi vörnum í málinu, lýsti því yfir við aðalmeðferð málsins að hann afsalaði sér þóknun vegna starfa sinna í þágu mannsins, færi málið svo að hann yrði sakfelldur. Fréttin hefur verið uppfærð. Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp 9. apríl en birtur síðdegis, segir að brot Sigurðar Gísla sem hann var sakfelldur fyrir, þyki stórfelld, skipulögð og að háttsemin endurspegli einbeittan brotavilja hans. Brotin hafi staðið yfir í langan tíma og þeim hafi verið leynt með skipulögðum hætti. Því hafi ekki þótt efni til að skilorðsbinda refsinguna en óskilorðsbundnir dómar í skattamálum eru harla óalgengir. Auk Sigurðar Gísla hlutu tveir menn dóma í málinu. Annar þeirra átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán skilorðsbundna og hinn þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Var í Panamaskjölunum Nokkuð hefur verið fjallað um mál Sigurðar Gísla frá því að það kom upp á sínum tíma. Sigurður Gísli var stofnandi og eigandi útflutningsfyrirtækisins Sæmarks ehf. Eignir hans voru frystar vegna málsins og hald lagt á bankareikninga. Nafn Sigurðar kom upp í Panama-skjölunum sem fjallað var um í fjölmiðlum víða um heim. Það var kveikjan að rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum hans og fyrirtækisins. Hvað var Sæmark? Sæmark ehf. var öflugt fyrirtæki í fiskútflutningi sem velti sjö til átta milljörðum króna árlega samkvæmt ársreikningum þess. Starfsemi Sæmarks var hins vegar lögð niður og allir starfsmenn fyrirtækisins sögðu upp í febrúar árið 2018 eftir að greint var frá ætluðum skattundanskotum. Flestir starfsmannanna réðu sig til fyrirtækisins Bacco Seaproducts sem var í eigu sömu aðila og Sæmark en viðskiptafélagar Sigurðar keyptu hann út úr rekstrinum árið 2018 það fyrir augum að vernda orðspor fyrirtækisins. Rannsókn á meintum skattalagabrotum Sigurðar Gísla hófst hjá skattrannsóknarstjóra árið 2017. Rannsóknin beindist að skattskilum hans á árunum 2010 til 2016. Í febrúar árið 2023 komst Yfirskattanefnd að þeirri niðurstöðu að Sigurður Gísli hefði vantalið tekjur frá tveimur panamískum-félögum í hans eigu upp á rúmlega einn milljarð króna á umræddum árum. Honum var þá gert að greiða tæplega hálfan milljarð í tekjuskatt. Sparaði félaginu tryggingagjald og tók milljarð út úr því Í september árið 2023 var Sigurður Gísli ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum fyrir Sæmark-Sjóvarafurðir ehf. rekstrarárin 2010 til og með 2016, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum fyrir félagið á árunum 2014, 2015 og 2016, með því að hafa vanframtalið launagreiðslur starfsmanna á árunum 2011 til 2016 og þannig komið félaginu hjá greiðslu tryggingagjalds að fjárhæð 81,782 milljóna króna, og með því að hafa rangfært bókhald félagsins með færslu tilhæfulausra reikninga. Þá var hann ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2017, vegna tekjuáranna 2010 til og með 2016, með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram annars vegar úttektir hans úr rekstri Sæmarks, samtals að fjárhæð 1.052.989.835 krónur og hins vegar vanframtelja tekjur að fjárhæð 40.363.040 krónur frá Maritime-Transport KFT á gjaldárinu 2011. Gáfu út tilhæfulausa reikninga Sem áður segir voru tveir menn dæmdir auk Sigurðar Gísla. Annar þeirra játaði brot sitt og var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa aðstoða Sigurð Gísla við skattalagabrot með útgáfu rangra og tilhæfulausra sölureikninga í nafni Glugga og hurðasmiðju SB ehf., uppgjörstímabilin júlí - ágúst rekstrarárið 2014, maí-júní rekstrarárið 2015 og janúar - febúar rekstrarárið 2016. Með því hafi rekstrargjöld og virðisaukaskattur Sæmarks-Sjávarafurða ehf. verið vanframtalinn um alls 2.417.694 krónur á ofangreindum tímabilum. Þriðji maðurinn var dæmdur í átján mánaða fangelsi, að mestu skilorðsbundið, fyrir meiriháttar bókhalds- og skattalagabrot, sem eigandi og stjórnandi Amber Seafood GmbH., með því að hafa aðstoðað Sigurð Gísla, með útgáfu tilhæfulausra reikninga í nafni Amber Seafood GmbH. á hendur Sæmarki á árunum 2014 til og með 2016, að fjárhæð samtals 231.747.925 krónur. Með framangreindu hafi rekstrargjöld verið offærð í bókhaldi Sæmarks um sömu fjárhæð. Afsalaði sér málsvarnarlaunum Með vísan til úrslita málsins var Sigurður Gísli dæmdur til þess að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, 14,7 milljónir króna. Sá sem játaði og hlaut vægastan dóm var sömuleiðis dæmdur til að greiða laun verjanda síns, 725 þúsund krónur. Athygli vekur að verjandi þriðja mannsins, sem hélt uppi vörnum í málinu, lýsti því yfir við aðalmeðferð málsins að hann afsalaði sér þóknun vegna starfa sinna í þágu mannsins, færi málið svo að hann yrði sakfelldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hvað var Sæmark? Sæmark ehf. var öflugt fyrirtæki í fiskútflutningi sem velti sjö til átta milljörðum króna árlega samkvæmt ársreikningum þess. Starfsemi Sæmarks var hins vegar lögð niður og allir starfsmenn fyrirtækisins sögðu upp í febrúar árið 2018 eftir að greint var frá ætluðum skattundanskotum. Flestir starfsmannanna réðu sig til fyrirtækisins Bacco Seaproducts sem var í eigu sömu aðila og Sæmark en viðskiptafélagar Sigurðar keyptu hann út úr rekstrinum árið 2018 það fyrir augum að vernda orðspor fyrirtækisins.
Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira