Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2025 10:51 Susannah Meyers, þáverandi yfirmaður herstöðvarinnar á Grænlandi, (t.v.) ræðir við Vance varaforseta (annar frá hægri) í heimsókninni í síðasta mánuði. Vísir/Getty Yfirmaður bandarísku herstöðvarinnar á Grænlandi var rekinn eftir að hann vildi ekki taka undir gagnrýni J.D. Vance varaforseta á dönsk stjórnvöld í umdeildri heimsókn á dögunum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir engar tilraunir til að „vinna gegn“ stefnu forsetans verða liðnar. Heimsókn Vance og föruneytis til Grænlands í síðasta mánuði sætti gagnrýni. Hann mætti óboðinn á tíma sem Bandaríkjaforseti og málpípur hans töluðu ítrekað um að Bandaríkin ætluðu að komast yfir Grænland með einum eða öðrum hætti, jafnvel með hernaðarinngripip. Grænland er danskt yfirráðasvæði og meirihluti Grænlendinga segist ekki hafa áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum. Vance heimsótti Pituffik-herstöð Bandaríkjahers, sem var áður kennd við Thule, á norðanverðu Grænlandi. Þar sakaði hann Dani um að vanrækja varnir og innviði Grænlands og sagði eyjuna verða öruggari undir stjórn Bandaríkjamanna. Dönsk stjórnvöld sögðu ummælin og heimsóknina lýsa virðingarleysi. „Við erum opin fyrir gagnrýni, en leyfið mér að vera fullkomlega hreinskilinn, við kunnum ekki að meta tóninn sem hún er sett fram í,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, um uppátæki Bandaríkjastjórnar. Ummæli Vance endurspegluðu ekki herstöðina Þremur dögum eftir heimsóknina sendi Susannah Meyers, ofursti og yfirmaður herstöðvarinnar, starfsmönnum sínum tölvupóst þar sem hún væri hugsi yfir því hvaða áhrif ummæli Vance hefðu haft á þá í ljósi herferðar Bandaríkjastjórnar til að komast yfir Grænland. „Ég þykist ekki skilja stjórnmálin eins og þau eru en það sem ég veit er að þær áhyggjur Bandaríkjastjórnar sem Vance varaforseti lýsti á föstudaginn endurspegla ekki Pituffik-herstöðina. Ég heiti því að eins lengi og ég er nógu heppin að stýra þessari stöð, muni fánar okkar allra blakta með stolti, saman,“ sagði í tölvupóstinum, að sögn blaðsins Politico. Þessu virðist Bandaríkjastjórn hafa tekið óstinnt upp. Herinn tilkynnti í gær að Meyers hefði verið rekin án þess þó að tilgreina sérstaklega ástæðuna. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði að hvorki aðgerðir sem græfu undan valdakeðju né stefnu forsetans yrðu liðnar. Miklar hreinsanir hafa átt sér stað innan Bandaríkjahers frá stjórnarskiptunum í janúar. Fjöldi blökkumanna og kvenna hefur verið leystur frá stjórnunarstörfum en Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur heitið því að útrýma öllum jafnréttis- og fjölbreytnisjónarmiðum úr hernum og ráðuneytinu. Grænland Bandaríkin Hernaður Danmörk Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Heimsókn Vance og föruneytis til Grænlands í síðasta mánuði sætti gagnrýni. Hann mætti óboðinn á tíma sem Bandaríkjaforseti og málpípur hans töluðu ítrekað um að Bandaríkin ætluðu að komast yfir Grænland með einum eða öðrum hætti, jafnvel með hernaðarinngripip. Grænland er danskt yfirráðasvæði og meirihluti Grænlendinga segist ekki hafa áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum. Vance heimsótti Pituffik-herstöð Bandaríkjahers, sem var áður kennd við Thule, á norðanverðu Grænlandi. Þar sakaði hann Dani um að vanrækja varnir og innviði Grænlands og sagði eyjuna verða öruggari undir stjórn Bandaríkjamanna. Dönsk stjórnvöld sögðu ummælin og heimsóknina lýsa virðingarleysi. „Við erum opin fyrir gagnrýni, en leyfið mér að vera fullkomlega hreinskilinn, við kunnum ekki að meta tóninn sem hún er sett fram í,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, um uppátæki Bandaríkjastjórnar. Ummæli Vance endurspegluðu ekki herstöðina Þremur dögum eftir heimsóknina sendi Susannah Meyers, ofursti og yfirmaður herstöðvarinnar, starfsmönnum sínum tölvupóst þar sem hún væri hugsi yfir því hvaða áhrif ummæli Vance hefðu haft á þá í ljósi herferðar Bandaríkjastjórnar til að komast yfir Grænland. „Ég þykist ekki skilja stjórnmálin eins og þau eru en það sem ég veit er að þær áhyggjur Bandaríkjastjórnar sem Vance varaforseti lýsti á föstudaginn endurspegla ekki Pituffik-herstöðina. Ég heiti því að eins lengi og ég er nógu heppin að stýra þessari stöð, muni fánar okkar allra blakta með stolti, saman,“ sagði í tölvupóstinum, að sögn blaðsins Politico. Þessu virðist Bandaríkjastjórn hafa tekið óstinnt upp. Herinn tilkynnti í gær að Meyers hefði verið rekin án þess þó að tilgreina sérstaklega ástæðuna. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði að hvorki aðgerðir sem græfu undan valdakeðju né stefnu forsetans yrðu liðnar. Miklar hreinsanir hafa átt sér stað innan Bandaríkjahers frá stjórnarskiptunum í janúar. Fjöldi blökkumanna og kvenna hefur verið leystur frá stjórnunarstörfum en Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur heitið því að útrýma öllum jafnréttis- og fjölbreytnisjónarmiðum úr hernum og ráðuneytinu.
Grænland Bandaríkin Hernaður Danmörk Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira