Kauphöllin réttir við sér Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 10:19 Miklar hræringar hafa verið á hlutabréfamörkuðum að undanförnu. vísir/vilhelm Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er farinn að rétta úr kútnum eftir talsverðar lækkanir að undanförnu. Virði bréfa í öllum skráðum félögum hækkaði við opnun markaða í morgun og hefur Alvotech hækkað mest eða um 14,50%. Næst kemur Oculis með 12,37% hækkun og JBT Marel sem hafði farið upp um 9,76% þegar þetta er skrifað. OMX 15-vísitalan hefur hækkað um 5,46% og er nú komin upp fyrir það sem hún var föstudaginn 4. apríl. Bandarískir hlutabréfamarkaðir tóku við sér í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti óvænt að níutíu daga hlé yrði gert á gildistöku stóraukinna innflutningstolla. Í kjölfarið sást ein mesta hækkun hlutabréfaverðs í sögu Wall Street en stefnubreyting forsetans nær ekki til innflutnings frá Kína. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Áfram verður 25 prósent tollur settur á alla innflutta bíla, stál og ál frá öðrum ríkjum en Kína. Ekki enn náð sér á strik Hlutabréfamarkaðir tóku talsverða dýfu víða um heim eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti umfangsmiklar hækkanir tolla á innfluttar vörur í síðustu viku. Þrátt fyrir hækkunina í morgun er íslenska OMX 15-vísitalan enn 7,76% lægri en hún var við lokun markaða þann 2. apríl, skömmu áður en Trump tilkynnti tollahækkanir sínar. Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að gera hlé á tollunum og sáust hækkanir í flestum kauphöllum í gær og morgun eftir miklar lækkanir síðustu daga. Hlutabréfagreinandinn Snorri Jakobsson sagði á mánudag að lítil rök væru á bak við lækkanir margra íslenskra félaga, til að mynda þeirra sem hafa litla sem enga tengingu við Bandaríkjamarkað. Verðlækkanirnar megi að hans mati rekja til þess að fjárfestar hafi leitast við að flýja áhættu og selja hlutabréf sem beri mikla áhættu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kauphöllin Tengdar fréttir Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. 10. apríl 2025 06:35 Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. 9. apríl 2025 10:20 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Næst kemur Oculis með 12,37% hækkun og JBT Marel sem hafði farið upp um 9,76% þegar þetta er skrifað. OMX 15-vísitalan hefur hækkað um 5,46% og er nú komin upp fyrir það sem hún var föstudaginn 4. apríl. Bandarískir hlutabréfamarkaðir tóku við sér í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti óvænt að níutíu daga hlé yrði gert á gildistöku stóraukinna innflutningstolla. Í kjölfarið sást ein mesta hækkun hlutabréfaverðs í sögu Wall Street en stefnubreyting forsetans nær ekki til innflutnings frá Kína. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Áfram verður 25 prósent tollur settur á alla innflutta bíla, stál og ál frá öðrum ríkjum en Kína. Ekki enn náð sér á strik Hlutabréfamarkaðir tóku talsverða dýfu víða um heim eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti umfangsmiklar hækkanir tolla á innfluttar vörur í síðustu viku. Þrátt fyrir hækkunina í morgun er íslenska OMX 15-vísitalan enn 7,76% lægri en hún var við lokun markaða þann 2. apríl, skömmu áður en Trump tilkynnti tollahækkanir sínar. Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að gera hlé á tollunum og sáust hækkanir í flestum kauphöllum í gær og morgun eftir miklar lækkanir síðustu daga. Hlutabréfagreinandinn Snorri Jakobsson sagði á mánudag að lítil rök væru á bak við lækkanir margra íslenskra félaga, til að mynda þeirra sem hafa litla sem enga tengingu við Bandaríkjamarkað. Verðlækkanirnar megi að hans mati rekja til þess að fjárfestar hafi leitast við að flýja áhættu og selja hlutabréf sem beri mikla áhættu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kauphöllin Tengdar fréttir Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. 10. apríl 2025 06:35 Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. 9. apríl 2025 10:20 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. 10. apríl 2025 06:35
Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. 9. apríl 2025 10:20
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent