Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2025 09:35 Henrik og Liva Ingebrigtsen gengu í hjónaband fyrir sjö árum. instagram-síða livu Eiginkona norska hlauparans Henriks Ingebrigtsen, Liva, lýsti atvikinu þegar Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína, Ingrid, með handklæði sem hryllilegu. Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dótturina Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gjert er meðal annars sakaður um að hafa slegið Ingrid með handklæði í ársbyrjun 2022. Það varð til þess að bræður hennar ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á öll samskipti við hann. Liva, eiginkona Henriks, næstelsta sonarsins, bar vitni í dómssal í gær. Hún rifjaði upp handklæðisatvikið frá 2022. Tók strax mynd af henni „Ég var heima. Hún kom inn því dyrnar voru ólæstar. Hún grét eins og áður en það var annar svipur á henni. Áður virtist hún vera þreytt og leið. Núna ... sá ég hrylling,“ sagði Liva. „Mín fyrstu viðbrögð voru: Hvað gerðist? Ég læsti öllum dyrum. Hún var rauð á kinninni. Það fyrsta sem ég gerði var að taka mynd af henni. Hún var hrædd.“ Gjert Ingebrigtsen gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Eftir að hafa hugað að Ingrid hringdi Liva í Henrik sem var í æfingabúðum. Hann hafði samband við elsta bróðurinn, Kristoffer, sem fór til fundar við Gjert. Að sögn Livu var handklæðisatvikið kornið sem fyllti mælinn hjá bræðrunum en margt annað hafi spilað inn í að þeir ákváðu að reka hann sem þjálfara og hætta að tala við hann. Farið skelfilega illa með hana Liva táraðist í dómssal í gær er hún ræddi um meðferðina á Ingrid. Þau Henrik bjuggu í kjallaranum á fjölskylduheimilinu og samkvæmt Livu kom Ingrid grátandi til þeirra flest kvöld. Liva telur að Gjert hafi refsað Ingrid fyrir að hætta í íþróttum. „Mér finnst eins og ég hefði átt að segja eitthvað fyrr. Það var farið skelfilega illa með hana og ástæðan var að hún vildi ekki vera lengur í íþróttum. Það var ótrúlega skrítið, erfitt og hræðilegt að sjá hana koma niður til okkar á hverju kvöldi,“ sagði Liva. Gjert sver af sér allar sakir og þvertekur fyrir að hafa slegið Ingrid í andlitið. Hann segir að roðinn í kinnum hennar hafi verið einhvers konar húðviðbragð. Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dótturina Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gjert er meðal annars sakaður um að hafa slegið Ingrid með handklæði í ársbyrjun 2022. Það varð til þess að bræður hennar ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á öll samskipti við hann. Liva, eiginkona Henriks, næstelsta sonarsins, bar vitni í dómssal í gær. Hún rifjaði upp handklæðisatvikið frá 2022. Tók strax mynd af henni „Ég var heima. Hún kom inn því dyrnar voru ólæstar. Hún grét eins og áður en það var annar svipur á henni. Áður virtist hún vera þreytt og leið. Núna ... sá ég hrylling,“ sagði Liva. „Mín fyrstu viðbrögð voru: Hvað gerðist? Ég læsti öllum dyrum. Hún var rauð á kinninni. Það fyrsta sem ég gerði var að taka mynd af henni. Hún var hrædd.“ Gjert Ingebrigtsen gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Eftir að hafa hugað að Ingrid hringdi Liva í Henrik sem var í æfingabúðum. Hann hafði samband við elsta bróðurinn, Kristoffer, sem fór til fundar við Gjert. Að sögn Livu var handklæðisatvikið kornið sem fyllti mælinn hjá bræðrunum en margt annað hafi spilað inn í að þeir ákváðu að reka hann sem þjálfara og hætta að tala við hann. Farið skelfilega illa með hana Liva táraðist í dómssal í gær er hún ræddi um meðferðina á Ingrid. Þau Henrik bjuggu í kjallaranum á fjölskylduheimilinu og samkvæmt Livu kom Ingrid grátandi til þeirra flest kvöld. Liva telur að Gjert hafi refsað Ingrid fyrir að hætta í íþróttum. „Mér finnst eins og ég hefði átt að segja eitthvað fyrr. Það var farið skelfilega illa með hana og ástæðan var að hún vildi ekki vera lengur í íþróttum. Það var ótrúlega skrítið, erfitt og hræðilegt að sjá hana koma niður til okkar á hverju kvöldi,“ sagði Liva. Gjert sver af sér allar sakir og þvertekur fyrir að hafa slegið Ingrid í andlitið. Hann segir að roðinn í kinnum hennar hafi verið einhvers konar húðviðbragð.
Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira