Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2025 14:14 Rússneskur hermaður hleður sprengjuvörpu á ónefndum stað í Úkraínu. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Forseti Úkraínu segir að tveir kínverskir ríkisborgarar sem börðust í rússneska hernum hafi verið teknir höndum í austanverðri Úkraínu. Vísbendingar séu um að fleiri Kínverjar leynist í innrásarliðinu. Úkraínsk stjórnvöld krefji nú Kínverja svara um mennina. Úkraínskir hermenn lögðu hald á persónuskilríki Kínverjanna, greiðslukort og aðrar persónuupplýsingar í Donetsk-héraði í Austur-Úkraínu, að sögn Volodýmýrs Selenskíj, forseta Úkraínu. „Við höfum upplýsingar um að það séu mun fleiri kínverskir borgarar í hersveitum hernámsliðsins en bara þessir tveir. Við erum núna að komast að því sanna,“ sagði forsetinn í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Sagðist hann ennfremur hafa skipað utanríkisráðherra sínum að krefja stjórnvöld í Beijing strax svara. Hvatti hann bandalagsríki Úkraínu til þess að mótmæla við kínversk stjórnvöld. Bein eða óbein þátttaka Kínverja í stríðinu eru skýrt merki um að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sé allt annað í huga en að binda enda á stríðið, að mati Selenskíj. Rússar hafa í reynd hafnað vopnahléstillögu sem Bandaríkjastjórn lagði fyrir á dögunum og Úkraínumenn samþykktu fyrir sitt leyti. CNN-fréttastöðin segir ekki ljóst hvort að Kínverjarnir séu kínverskir hermenn eða sjálfboðaliðar í rússneska hernum. Kínversk stjórnvöld hafa stutt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu óbeint með því að sjá þeim fyrir tækni og búnaði þrátt fyrir viðskiptaþvinganir sem vestræn ríki beita þá vegna innrásarinnar. Alræðisstjórn kommúnistaríkisins Norður-Kóreu hefur sent hersveitir til Úkraínu til þess að berjast við hliða Rússa. Þá hefur klerkastjórnin í Íran séð Rússum fyrir árásardrónum sem hafa verið notaðir á vígvellinum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kína Hernaður Tengdar fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Úkraínskir hermenn lögðu hald á persónuskilríki Kínverjanna, greiðslukort og aðrar persónuupplýsingar í Donetsk-héraði í Austur-Úkraínu, að sögn Volodýmýrs Selenskíj, forseta Úkraínu. „Við höfum upplýsingar um að það séu mun fleiri kínverskir borgarar í hersveitum hernámsliðsins en bara þessir tveir. Við erum núna að komast að því sanna,“ sagði forsetinn í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Sagðist hann ennfremur hafa skipað utanríkisráðherra sínum að krefja stjórnvöld í Beijing strax svara. Hvatti hann bandalagsríki Úkraínu til þess að mótmæla við kínversk stjórnvöld. Bein eða óbein þátttaka Kínverja í stríðinu eru skýrt merki um að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sé allt annað í huga en að binda enda á stríðið, að mati Selenskíj. Rússar hafa í reynd hafnað vopnahléstillögu sem Bandaríkjastjórn lagði fyrir á dögunum og Úkraínumenn samþykktu fyrir sitt leyti. CNN-fréttastöðin segir ekki ljóst hvort að Kínverjarnir séu kínverskir hermenn eða sjálfboðaliðar í rússneska hernum. Kínversk stjórnvöld hafa stutt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu óbeint með því að sjá þeim fyrir tækni og búnaði þrátt fyrir viðskiptaþvinganir sem vestræn ríki beita þá vegna innrásarinnar. Alræðisstjórn kommúnistaríkisins Norður-Kóreu hefur sent hersveitir til Úkraínu til þess að berjast við hliða Rússa. Þá hefur klerkastjórnin í Íran séð Rússum fyrir árásardrónum sem hafa verið notaðir á vígvellinum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kína Hernaður Tengdar fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent