Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar 7. apríl 2025 15:30 Geðheilbrigðismál komust á dagskrá í aðdraganda síðustu kosninga og voru frambjóðendur flestra flokka sammála að málaflokkurinn hefði verið vanræktur sl. ár og jafnvel áratugi. Geðhjálp hefur tekið saman tölur um útgjöld til geðheilbrigðismála á árunum 2014 til 2023 og hversu mikil innviðaskuldin við málaflokkinn er miðað þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Niðurstöðurnar eru þær að við vanræktum geðheilbrigðiskerfið um 190 ma.kr. á þessum 10 árum. Eftir kosningar var mynduð ríkisstjórn flokka sem höfðu talað með nokkuð afgerandi hætti um að geðheilbrigðiskerfið hefði setið á hakanum. Í málefnasamningi flokkanna eru sett fram markmið samstarfsins og þar segir í 14. markmiði: „Sérstök áhersla verður lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda.“ Fjármálaáætlun til 2030 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem lögð var fram í síðustu viku, má lesa eftirfarandi fyrirheit í tengslum við geðheilbrigðismál: Þá er áhersla lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og efla meðferðarúrræði vegna fíknivanda. (Bls. 55) Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu aukið, óháð aldri og meðferðarúrræði vegna vímuefnavanda efld. (Bls. 169) Sérstök áhersla verður á að efla almenna og sérhæfða heimahjúkrun, fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu og nýsköpun þar sem hún getur stuðlað að betri meðferð, þjónustu og nýtingu mannafla. (Bls. 169) Sérstaklega skal efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi. (Bls. 155) Ríkisstjórnin setur málefni barna og ungmenna í öndvegi og hefur boðað sókn í menntamálum með áherslu á bætt umhverfi nemenda og kennara, íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum, stuðning við menntakerfið, inngildingu, snemmtæka íhlutun, sí- og endurmenntun og raunfærnimat. Stefna málefnasviðs 22 endurspeglar þær áherslur. (Bls. 164) Forvarnir verða efldar til að bæta heilsu og unnið verður að því að draga skipulega úr skriffinnsku í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og hagnýta betur tæknilausnir og nýsköpun á sviði heilbrigðis- og velferðarmála til hagsbóta fyrir landsmenn alla óháð búsetu. (Bls. 185) Góð fyrirheit en lítið fjármagn Allt eru þetta góð fyrirheit en því miður fylgja þessum áherslum afar takmarkaðir fjármunir. Það er ljóst að áralöng vanræksla málaflokksins verður ekki leiðrétt á nokkrum mánuðum enda innviðaskuldin mjög stór en málaflokkurinn hefði þurft miklu afgerandi viðbragð frá stjórnvöldum. Öryggisvistun, sem átti til skamms tíma að rísa í Reykjanesbæ en hefur ekki náð í gegn sl. fimm ár, kemst loksins á áætlun og auk þess er gert ráð fyrir að fjölga legurýmum á réttargeðdeild. Þetta tvennt kostar samkvæmt áætluninni 5 ma. kr. samtals á tímabilinu. Einnig er gert ráð fyrir 2,3 ma.kr. „vegna áherslumála ríkisstjórnarinnar svo sem í geðheilbrigðismálum og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa.“(Bls. 169). Hvað varðar að efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi að þá er dregið úr framlögum til málaflokksins um 3,5 ma.kr. á tímabilinu. Sóknin í málefnum barna og áherslan á bætt umhverfi í þeirra er verðlögð með sparnaði upp á 1,5 ma.kr. Það á einnig að efla forvarnir með því að draga úr framlögum til málaflokksins um 700 m.kr. tímabilinu. Það segir sig sjálft að aðgengi verður ekki aukið, umhverfi barna verðir ekki bætt og forvarnir ekki efldar með tæplega 10% niðurskurði fjármagns. Nýtt húsnæði geðdeildar ekki á dagskrá Í fjármálaáætlun til ársins 2030 er hvergi að finna nýja geðdeild. Vafalaust verður þeirri skýringu haldið á lofti að enn sé verið að vinna í staðsetningu en sú skýring er aum. Fjármálaáætlun endurspeglar áherslur ríkisstjórnar á hverjum tíma. Með því að segjast ætla að gera eitthvað og eyrnamerkja verkefninu um leið fjármagn þá er það komið á dagskrá. Það að segjast ætla að stytta biðlista og setja geðheilbrigðismál í forgang en eyrnamerkja enga eða takarkaða peninga verkefninu þá eru málin ekki komin á dagskrá. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir aukningu upp 7,3 ma.kr. samtals til málaflokksins til ársins 2030 en af því eru framkvæmdir 5 ma.kr. og 2,3 ma.kr. sem á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Þetta er í raun eina viðbótar fjármagnið sem sett verður í málaflokk sem hefur verið sveltur um 190 ma. kr. sl. 10 ár. Framlög í forvarnir, lýðheilsu og umhverfi barna í grunnskólum er skorin niður um 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Skrifum nýja fjármálaáætlun sem setur geðheilbrigði í öndvegi Það hefur legið fyrir í áraraðir að heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur verið vanfjármagnað og geðheilbrigðiskerfið alveg sérstaklega. Þessi staða er ekki vegna óheppni eða tilviljunar. Þetta er ákvörðun okkar sem samfélags. Afleiðingarnar af fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins blasa við. Viðvörunaljósin hafa blikkað í mörg ár. Skortur á fagmenntuðu starfsfólki, langir biðlistar, skortur á úrræðum, takmörkuð 1. stigs þjónusta (samfélagsgeðþjónusta) og einsleit 3. stigs þjónusta (spítali), skortur á þjónustu við börn, áhugaleysi fagmenntaðs fólks á að sérhæfa sig á sviðinu, mönnunarvandi, þjónustuskortur heilt yfir, fjöldi alvarlegra atvika, skortur á framþróun og aukin geðlyfjanotkun allra aldurshópa og þá sérstaklega meðal barna og ungs fólks. Fjármálaáætlun til ársins 2030 er ekki svarið sem vanfjármagnað geðheilbrigðiskerfið þurfti. Það þarf að skrifa þessa áætlun aftur og forgangsraða upp á nýtt. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Geðhjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Alþingi Geðheilbrigði Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál komust á dagskrá í aðdraganda síðustu kosninga og voru frambjóðendur flestra flokka sammála að málaflokkurinn hefði verið vanræktur sl. ár og jafnvel áratugi. Geðhjálp hefur tekið saman tölur um útgjöld til geðheilbrigðismála á árunum 2014 til 2023 og hversu mikil innviðaskuldin við málaflokkinn er miðað þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Niðurstöðurnar eru þær að við vanræktum geðheilbrigðiskerfið um 190 ma.kr. á þessum 10 árum. Eftir kosningar var mynduð ríkisstjórn flokka sem höfðu talað með nokkuð afgerandi hætti um að geðheilbrigðiskerfið hefði setið á hakanum. Í málefnasamningi flokkanna eru sett fram markmið samstarfsins og þar segir í 14. markmiði: „Sérstök áhersla verður lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda.“ Fjármálaáætlun til 2030 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem lögð var fram í síðustu viku, má lesa eftirfarandi fyrirheit í tengslum við geðheilbrigðismál: Þá er áhersla lögð á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og efla meðferðarúrræði vegna fíknivanda. (Bls. 55) Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu aukið, óháð aldri og meðferðarúrræði vegna vímuefnavanda efld. (Bls. 169) Sérstök áhersla verður á að efla almenna og sérhæfða heimahjúkrun, fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu og nýsköpun þar sem hún getur stuðlað að betri meðferð, þjónustu og nýtingu mannafla. (Bls. 169) Sérstaklega skal efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi. (Bls. 155) Ríkisstjórnin setur málefni barna og ungmenna í öndvegi og hefur boðað sókn í menntamálum með áherslu á bætt umhverfi nemenda og kennara, íslenskukennslu, læsi og aðgengi að fjölbreyttum námsgögnum, stuðning við menntakerfið, inngildingu, snemmtæka íhlutun, sí- og endurmenntun og raunfærnimat. Stefna málefnasviðs 22 endurspeglar þær áherslur. (Bls. 164) Forvarnir verða efldar til að bæta heilsu og unnið verður að því að draga skipulega úr skriffinnsku í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og hagnýta betur tæknilausnir og nýsköpun á sviði heilbrigðis- og velferðarmála til hagsbóta fyrir landsmenn alla óháð búsetu. (Bls. 185) Góð fyrirheit en lítið fjármagn Allt eru þetta góð fyrirheit en því miður fylgja þessum áherslum afar takmarkaðir fjármunir. Það er ljóst að áralöng vanræksla málaflokksins verður ekki leiðrétt á nokkrum mánuðum enda innviðaskuldin mjög stór en málaflokkurinn hefði þurft miklu afgerandi viðbragð frá stjórnvöldum. Öryggisvistun, sem átti til skamms tíma að rísa í Reykjanesbæ en hefur ekki náð í gegn sl. fimm ár, kemst loksins á áætlun og auk þess er gert ráð fyrir að fjölga legurýmum á réttargeðdeild. Þetta tvennt kostar samkvæmt áætluninni 5 ma. kr. samtals á tímabilinu. Einnig er gert ráð fyrir 2,3 ma.kr. „vegna áherslumála ríkisstjórnarinnar svo sem í geðheilbrigðismálum og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa.“(Bls. 169). Hvað varðar að efla aðgengi barna og ungmenna að íþróttum, listum og frístundastarfi að þá er dregið úr framlögum til málaflokksins um 3,5 ma.kr. á tímabilinu. Sóknin í málefnum barna og áherslan á bætt umhverfi í þeirra er verðlögð með sparnaði upp á 1,5 ma.kr. Það á einnig að efla forvarnir með því að draga úr framlögum til málaflokksins um 700 m.kr. tímabilinu. Það segir sig sjálft að aðgengi verður ekki aukið, umhverfi barna verðir ekki bætt og forvarnir ekki efldar með tæplega 10% niðurskurði fjármagns. Nýtt húsnæði geðdeildar ekki á dagskrá Í fjármálaáætlun til ársins 2030 er hvergi að finna nýja geðdeild. Vafalaust verður þeirri skýringu haldið á lofti að enn sé verið að vinna í staðsetningu en sú skýring er aum. Fjármálaáætlun endurspeglar áherslur ríkisstjórnar á hverjum tíma. Með því að segjast ætla að gera eitthvað og eyrnamerkja verkefninu um leið fjármagn þá er það komið á dagskrá. Það að segjast ætla að stytta biðlista og setja geðheilbrigðismál í forgang en eyrnamerkja enga eða takarkaða peninga verkefninu þá eru málin ekki komin á dagskrá. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir aukningu upp 7,3 ma.kr. samtals til málaflokksins til ársins 2030 en af því eru framkvæmdir 5 ma.kr. og 2,3 ma.kr. sem á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og til styrkingar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Þetta er í raun eina viðbótar fjármagnið sem sett verður í málaflokk sem hefur verið sveltur um 190 ma. kr. sl. 10 ár. Framlög í forvarnir, lýðheilsu og umhverfi barna í grunnskólum er skorin niður um 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Skrifum nýja fjármálaáætlun sem setur geðheilbrigði í öndvegi Það hefur legið fyrir í áraraðir að heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur verið vanfjármagnað og geðheilbrigðiskerfið alveg sérstaklega. Þessi staða er ekki vegna óheppni eða tilviljunar. Þetta er ákvörðun okkar sem samfélags. Afleiðingarnar af fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins blasa við. Viðvörunaljósin hafa blikkað í mörg ár. Skortur á fagmenntuðu starfsfólki, langir biðlistar, skortur á úrræðum, takmörkuð 1. stigs þjónusta (samfélagsgeðþjónusta) og einsleit 3. stigs þjónusta (spítali), skortur á þjónustu við börn, áhugaleysi fagmenntaðs fólks á að sérhæfa sig á sviðinu, mönnunarvandi, þjónustuskortur heilt yfir, fjöldi alvarlegra atvika, skortur á framþróun og aukin geðlyfjanotkun allra aldurshópa og þá sérstaklega meðal barna og ungs fólks. Fjármálaáætlun til ársins 2030 er ekki svarið sem vanfjármagnað geðheilbrigðiskerfið þurfti. Það þarf að skrifa þessa áætlun aftur og forgangsraða upp á nýtt. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Geðhjálp.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun