Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2025 13:50 Gunnar Þór Gíslason er stjórnarmaður í Eik fasteignafélagi, sem á meðal annars Turninn í Kópavogi. Vísir Brimgarðar ehf., sem eru í eigu systkinanna sem kennd eru við Mata, eiga nú tuttugu prósenta hlut í Eik fasteignafélagi. Félagið keypti hluti fyrir alls 238 milljónir króna á föstudag. Systkinin eiga í gegnum önnur félög önnur 13,6 prósent í Eik. Í flöggun til Kauphallar segir að Brimgarðar eigi nú slétt tuttugu prósent í Eik, eða 684.961.880 hluti. Fyrir viðskipti föstudagsins hafi félagið átt sléttum fimmtán milljónum færri hluti. Langstærstu hluthafarnir Þá segir að félög tengd Brimgörðum, Langisjór ehf. og Síldarbein ehf., fari til viðbótar með atkvæðisrétt í Eik, sem tengist beinu eignarhaldi þeirra á hlutum í félaginu sem nemi samtals 465.693.424 hlutum, eða 13,6 prósentum heildarhlutafjár Eikar. Systkinin sem kennd eru við Mata eiga Langasjó saman og Gunnar Þór Gíslason, eitt systkinanna og stjórnarmaður í Eik, á Síldarbein. Þannig er samanlagður hlutur systkinanna 33,6 prósent og þau eru langsamlega stærstu hluthafarnir í félaginu. Í tveimur tilkynningum um viðskipti nákomins aðila stjórnanda í Eik, áðurnefnds Gunnars Þórs, segir að Brimgarðar hafi keypt í Eik í tveimur viðskiptum á föstudag. Annars vegar fyrir 52,8 milljónir króna á genginu 12,3 og hins vegar fyrir 182 milljónir króna á genginu 12,1. Gengi hlutabréfa í Eik stendur nú í tólf krónum. Brú bætir einnig við sig Þetta eru ekki einu tilkynningar sem Eik hefur sent Kauphöllinni í dag. Einnig barst flöggun varðandi það að Brú lífeyrissjóður hafi farið yfir tíu prósenta múrinn og eigi nú 10,176 prósenta hlut í gegnum þrjár deildir sjóðsins. Sjóðurinn keypti 6,65 milljónir hluta í félaginu en gengið liggur ekki fyrir. Eik fasteignafélag Fasteignamarkaður Kauphöllin Tengdar fréttir Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. 13. janúar 2025 08:49 Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Stjórn Eikar fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að ráða Hreiðar Má Hermannsson í starf forstjóra félagsins. 21. mars 2025 15:54 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Í flöggun til Kauphallar segir að Brimgarðar eigi nú slétt tuttugu prósent í Eik, eða 684.961.880 hluti. Fyrir viðskipti föstudagsins hafi félagið átt sléttum fimmtán milljónum færri hluti. Langstærstu hluthafarnir Þá segir að félög tengd Brimgörðum, Langisjór ehf. og Síldarbein ehf., fari til viðbótar með atkvæðisrétt í Eik, sem tengist beinu eignarhaldi þeirra á hlutum í félaginu sem nemi samtals 465.693.424 hlutum, eða 13,6 prósentum heildarhlutafjár Eikar. Systkinin sem kennd eru við Mata eiga Langasjó saman og Gunnar Þór Gíslason, eitt systkinanna og stjórnarmaður í Eik, á Síldarbein. Þannig er samanlagður hlutur systkinanna 33,6 prósent og þau eru langsamlega stærstu hluthafarnir í félaginu. Í tveimur tilkynningum um viðskipti nákomins aðila stjórnanda í Eik, áðurnefnds Gunnars Þórs, segir að Brimgarðar hafi keypt í Eik í tveimur viðskiptum á föstudag. Annars vegar fyrir 52,8 milljónir króna á genginu 12,3 og hins vegar fyrir 182 milljónir króna á genginu 12,1. Gengi hlutabréfa í Eik stendur nú í tólf krónum. Brú bætir einnig við sig Þetta eru ekki einu tilkynningar sem Eik hefur sent Kauphöllinni í dag. Einnig barst flöggun varðandi það að Brú lífeyrissjóður hafi farið yfir tíu prósenta múrinn og eigi nú 10,176 prósenta hlut í gegnum þrjár deildir sjóðsins. Sjóðurinn keypti 6,65 milljónir hluta í félaginu en gengið liggur ekki fyrir.
Eik fasteignafélag Fasteignamarkaður Kauphöllin Tengdar fréttir Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. 13. janúar 2025 08:49 Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Stjórn Eikar fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að ráða Hreiðar Má Hermannsson í starf forstjóra félagsins. 21. mars 2025 15:54 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. 13. janúar 2025 08:49
Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Stjórn Eikar fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að ráða Hreiðar Má Hermannsson í starf forstjóra félagsins. 21. mars 2025 15:54