Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 08:16 Við höfum verið hér áður. Í kreppunni miklu settu Bandaríkin háa tolla á innfluttar vörur, t.d. með svokallaðri Smoot-Hawley Tariff Act sem hækkaði tolla á meira en 20.000 vörutegundir. Viðbrögð viðskiptaríkja voru að hækka tolla á vörur frá Bandaríkjunum. Breski hagfræðingurinn Joan Robinson skrifaði af þessu tilefni grein þar sem hún benti á að sú aðgerð að setja tolla á þau ríki sem setja tolla á þig væri álíka skynsamlegt og að fylla höfnina sína af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar! Með þessu vildi hún draga fram að tollar koma harðast niður á neytendum og fyrirtækjum þeirra ríkja sem setja tollinn á. Það er einfaldlega ekkert á þeim að græða. Samningar í stað tollastríðs Nú er tollastríð milli okkar helstu vina og viðskiptaríkja, á tíma þegar það er mikilvægt að lýðræðisríki standi þétt saman. Ísland hefur til þessa sloppið hlutfallslega vel, en það getur breyst fljótt. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að Ísland verður fyrir margskonar áhrifum af tollastríðinu, meðal annars þar sem hagvöxtur dregst saman í viðskiptaríkjum okkar og eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar, þar með talið ferðaþjónustu. Í stað þess að auka viðskiptahömlur ættum við að draga úr þeim. 33 milljarða ávinningur á ári Ísland er opið og útflutningsmiðað hagkerfi. Við höfum í áratugi unnið að því að byggja upp öflugt net fríverslunarsamninga í samstarfi við vini okkar í EFTA; Sviss, Noreg og Liechtenstein. Þessir samningar lækka ekki aðeins tolla heldur skapa stöðug, reglumiðuð og fyrirsjáanleg viðskiptaskilyrði fyrir okkar atvinnulíf. Íslenskir útflytjendur nutu að minnsta kosti 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári á grundvelli EES-samningsins og annarra fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið á grunni aðildar Íslands að EFTA, eins og fram kemur í nýrri úttekt utanríkisráðuneytisins, Skattsins og EFTA skrifstofunnar. Samstarf um opin viðskipti Það er sérstaklega mikilvægt að fulltrúar Íslands noti hvert tækifæri til að ítreka mikilvægi frjálsra viðskipta, sérstaklega núna á tímum vaxandi verndarstefnu og óvissu í alþjóðaviðskiptakerfinu. Á sama tíma þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að vinna þétt saman. Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir. Eins og orðatiltækið segir, þú getur ekki drukkið eitur og ætlast til að óvinur þinn deyi. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skattar og tollar Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum verið hér áður. Í kreppunni miklu settu Bandaríkin háa tolla á innfluttar vörur, t.d. með svokallaðri Smoot-Hawley Tariff Act sem hækkaði tolla á meira en 20.000 vörutegundir. Viðbrögð viðskiptaríkja voru að hækka tolla á vörur frá Bandaríkjunum. Breski hagfræðingurinn Joan Robinson skrifaði af þessu tilefni grein þar sem hún benti á að sú aðgerð að setja tolla á þau ríki sem setja tolla á þig væri álíka skynsamlegt og að fylla höfnina sína af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar! Með þessu vildi hún draga fram að tollar koma harðast niður á neytendum og fyrirtækjum þeirra ríkja sem setja tollinn á. Það er einfaldlega ekkert á þeim að græða. Samningar í stað tollastríðs Nú er tollastríð milli okkar helstu vina og viðskiptaríkja, á tíma þegar það er mikilvægt að lýðræðisríki standi þétt saman. Ísland hefur til þessa sloppið hlutfallslega vel, en það getur breyst fljótt. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að Ísland verður fyrir margskonar áhrifum af tollastríðinu, meðal annars þar sem hagvöxtur dregst saman í viðskiptaríkjum okkar og eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar, þar með talið ferðaþjónustu. Í stað þess að auka viðskiptahömlur ættum við að draga úr þeim. 33 milljarða ávinningur á ári Ísland er opið og útflutningsmiðað hagkerfi. Við höfum í áratugi unnið að því að byggja upp öflugt net fríverslunarsamninga í samstarfi við vini okkar í EFTA; Sviss, Noreg og Liechtenstein. Þessir samningar lækka ekki aðeins tolla heldur skapa stöðug, reglumiðuð og fyrirsjáanleg viðskiptaskilyrði fyrir okkar atvinnulíf. Íslenskir útflytjendur nutu að minnsta kosti 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári á grundvelli EES-samningsins og annarra fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið á grunni aðildar Íslands að EFTA, eins og fram kemur í nýrri úttekt utanríkisráðuneytisins, Skattsins og EFTA skrifstofunnar. Samstarf um opin viðskipti Það er sérstaklega mikilvægt að fulltrúar Íslands noti hvert tækifæri til að ítreka mikilvægi frjálsra viðskipta, sérstaklega núna á tímum vaxandi verndarstefnu og óvissu í alþjóðaviðskiptakerfinu. Á sama tíma þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að vinna þétt saman. Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir. Eins og orðatiltækið segir, þú getur ekki drukkið eitur og ætlast til að óvinur þinn deyi. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun