Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar 6. apríl 2025 21:31 Í gamla daga tóku allir píptest. Þegar skólaíþróttir hétu leikfimi og það mátti líka kenna sund í 10. bekk og menntaskóla. Breyttir tímar og það allt. Sjálfum fannst mér gaman að hlaupa og taka píptest, en ég geri mér fyllilega grein fyrir því að öðrum fannst það minna skemmtilegt. Einhverjir eru alltaf með hjartað í buxunum sama hvernig viðrar og aðrir við mismunandi aðstæður. Hornaföllin fara illa í suma. Stafsetning í aðra, og þar er ég meðtalinn. Ég held að væri samt ekki betur settur ef mér hefði verið gefinn afsláttur á að læra góða stafsetningu því ég var svo kvíðin fyrir stafsetningarprófum. Það hefur verið jafn vinsælt að tala niður píptest og skólasund síðustu ár. Umboðsmaður barna hefur líka látið sig málið varða. Þegar hann er ekki of upptekinn við að berjast fyrir réttindum barna til símanotkunar á skólatíma. Skiljanlega. Það er auðvelt að fella nokkrar pólitískar keilur og ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þetta gefur píptestinu þó gífurlega mikið vægi. Að það skuli búa gjaldfrjálst í hugum ákveðinna einstaklinga veldur mér áhyggjum. Ástæða þess að ég læt mig þetta varða er sú að þó ekki hafi verið notað píptest á mínum vinnustað (við notum aðlagað cooperpróf) eins lengi og ég hef verið þar hafa nemendur sem aldrei hafa tekið píptest komið inn til mín skelfingu lostnir og spurt ,, er Píptest í dag”. Þá spyr ég, hvaðan kemur þetta, og er það eðlilegt. En þá vil ég einnig nefna að komið hafa til mín nemendur, fullir eldmóð og spurt hvenær getum við tekið píptest. Þessi ótti má kannski rekja til upplifunar foreldra nemanda, af kennslu sem hitti ekki í mark. Neikvæðustu viðhorfunum er kannski bara gefið mest undir fótinn í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þennan ótta má skýra með prófum sem ekki var markvisst æft sig fyrir, tekið einu sinni á skólári og jafnvel eina mælingin sem gefið var einkunn fyrir. Sem er einstaklega óskilvirkt. Nemandinn sem tekur fullan þátt alla önnina, en á ekki möguleika á að bæta sig. Er þá furða að andstaðan við prófið sé eins og hún er? Stöðluð próf gera gang, og þau mega alveg vera krefjandi, en þau virka best þegar nemendur sjá ávinning í þeim, ekki bara sem einkunn í mentor. Og þá verður það vonandi eldmóðshvetjandi frekar en kvíðavaldandi Höfundur er SKÓLAíþróttakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Íþróttir barna Davíð Már Sigurðsson Grunnskólar Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Í gamla daga tóku allir píptest. Þegar skólaíþróttir hétu leikfimi og það mátti líka kenna sund í 10. bekk og menntaskóla. Breyttir tímar og það allt. Sjálfum fannst mér gaman að hlaupa og taka píptest, en ég geri mér fyllilega grein fyrir því að öðrum fannst það minna skemmtilegt. Einhverjir eru alltaf með hjartað í buxunum sama hvernig viðrar og aðrir við mismunandi aðstæður. Hornaföllin fara illa í suma. Stafsetning í aðra, og þar er ég meðtalinn. Ég held að væri samt ekki betur settur ef mér hefði verið gefinn afsláttur á að læra góða stafsetningu því ég var svo kvíðin fyrir stafsetningarprófum. Það hefur verið jafn vinsælt að tala niður píptest og skólasund síðustu ár. Umboðsmaður barna hefur líka látið sig málið varða. Þegar hann er ekki of upptekinn við að berjast fyrir réttindum barna til símanotkunar á skólatíma. Skiljanlega. Það er auðvelt að fella nokkrar pólitískar keilur og ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þetta gefur píptestinu þó gífurlega mikið vægi. Að það skuli búa gjaldfrjálst í hugum ákveðinna einstaklinga veldur mér áhyggjum. Ástæða þess að ég læt mig þetta varða er sú að þó ekki hafi verið notað píptest á mínum vinnustað (við notum aðlagað cooperpróf) eins lengi og ég hef verið þar hafa nemendur sem aldrei hafa tekið píptest komið inn til mín skelfingu lostnir og spurt ,, er Píptest í dag”. Þá spyr ég, hvaðan kemur þetta, og er það eðlilegt. En þá vil ég einnig nefna að komið hafa til mín nemendur, fullir eldmóð og spurt hvenær getum við tekið píptest. Þessi ótti má kannski rekja til upplifunar foreldra nemanda, af kennslu sem hitti ekki í mark. Neikvæðustu viðhorfunum er kannski bara gefið mest undir fótinn í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þennan ótta má skýra með prófum sem ekki var markvisst æft sig fyrir, tekið einu sinni á skólári og jafnvel eina mælingin sem gefið var einkunn fyrir. Sem er einstaklega óskilvirkt. Nemandinn sem tekur fullan þátt alla önnina, en á ekki möguleika á að bæta sig. Er þá furða að andstaðan við prófið sé eins og hún er? Stöðluð próf gera gang, og þau mega alveg vera krefjandi, en þau virka best þegar nemendur sjá ávinning í þeim, ekki bara sem einkunn í mentor. Og þá verður það vonandi eldmóðshvetjandi frekar en kvíðavaldandi Höfundur er SKÓLAíþróttakennari
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar