Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2025 10:16 Brot úr myndbandi þar sem sjá má sjúkrabíla Rauða hálfmánans með blikkandi ljós rétt áður en ísraelskir hermenn hófu skothríð á bílana. AP Ísraelsher viðurkennir að hermenn hans hafi gert mistök þegar þeir drápu fimmtán hjálparstarfsmenn í Gasa 23. mars. Ísraelsher hélt því fyrst fram að sjúkrabílalestin hefði ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa en myndefni af vettvangi afsannar það. Bílalestin samanstóð af sjúkrabílum Rauða hálfmánans, bíl frá Sameinuðu þjóðunum og slökkviliðsbíl frá palestínsku varnarsveitunum. Viðbragðsaðilum hafði borist tilkynning um særða einstaklinga og voru á leið á vettvang þegar ísraelski herinn hóf skothríð nærri Rafah. Ísraelski herinn (IDF) heldur því fram að sex sjúkraflutningamannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Herinn viðurkennir að þeir hafi verið óvopnaðir þegar hermenn hófu skothríð á bílalestina. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Óhuggulegt myndefni af árásinni Einn hinna látnu tók atburðarásina upp á símann sinn og hefur New York Times birt myndbandið. Þar sést hvernig skothríðin hefst án aðvörunar þegar bílarnir beygja inn á veg rétt fyrir dögun. Myndbandið heldur áfram í meira en fimm mínútur og má þar heyra sjúkraflutningamanninn Refat Radwan biðja til Guðs meðan raddir ísraelskra hermanna nálgast bílinn. Horfa má á myndbandið hér að neðan. Talsmaður IDF sagði við blaðamenn á laugardagskvöld að hermennirnir hefðu skotið á bíl með þremur Hamas-liðum. Hjálparstarfsmenn voru á leið á vettvang til að hjálpa hinum særðu þegar eftirlitsmyndavélar úr lofti sáu bílalestina og tilkynntu hermönnunum á jörðu niðri að ferð hennar væri grunsamleg. Þegar sjúkrabílarnir stoppuðu við hlið bíls Hamas-liðanna sagði talsmaður IDF að hermennirnir hafi talið sér vera ógnað og því hafið skothríð. Samt benti ekkert til að hjálparstarfsmennirnir væru vopnaðir. Ísrael hefur viðurkennt að fyrri lýsingar sínar á því að bílarnir hafi nálgast með ljósin slökkt hafi verið rangar. Það hafi byggt á skýrslum hermannanna á vettvangi. Myndbandið sýnir að bílarnir hafi bæði verið vel merktir Rauða hálfmánanum og starfsmennirnir í skærum einkennisbúning. Eins enn saknað Ísraelsku hermennirnir grófu lík mannanna fimmtán í sandi en að sögn talsmanns IDF var það til að verja þau fyrir villtum dýrum. Bílarnir hafi svo verið færðir degi síðar og grafnir til að hreinsa veginn. Lík mannanna fundust ekki fyrr en viku síðar og þá fannst líka sími Refats Radwan sem innihélt myndefnið. Eins sjúkraflutningamannanna, Assaad al-Nassasra, er enn saknað. Munzer Abed, eini hjálparstarfsmaðurinn sem lifði af árásina, sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ísraelsher hefur neitað því að mennirnir hafi verið handjárnaðir áður en þeir dóu og verið teknir af lífi í návígi, líkt og hefur verið haldið fram. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Bílalestin samanstóð af sjúkrabílum Rauða hálfmánans, bíl frá Sameinuðu þjóðunum og slökkviliðsbíl frá palestínsku varnarsveitunum. Viðbragðsaðilum hafði borist tilkynning um særða einstaklinga og voru á leið á vettvang þegar ísraelski herinn hóf skothríð nærri Rafah. Ísraelski herinn (IDF) heldur því fram að sex sjúkraflutningamannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Herinn viðurkennir að þeir hafi verið óvopnaðir þegar hermenn hófu skothríð á bílalestina. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Óhuggulegt myndefni af árásinni Einn hinna látnu tók atburðarásina upp á símann sinn og hefur New York Times birt myndbandið. Þar sést hvernig skothríðin hefst án aðvörunar þegar bílarnir beygja inn á veg rétt fyrir dögun. Myndbandið heldur áfram í meira en fimm mínútur og má þar heyra sjúkraflutningamanninn Refat Radwan biðja til Guðs meðan raddir ísraelskra hermanna nálgast bílinn. Horfa má á myndbandið hér að neðan. Talsmaður IDF sagði við blaðamenn á laugardagskvöld að hermennirnir hefðu skotið á bíl með þremur Hamas-liðum. Hjálparstarfsmenn voru á leið á vettvang til að hjálpa hinum særðu þegar eftirlitsmyndavélar úr lofti sáu bílalestina og tilkynntu hermönnunum á jörðu niðri að ferð hennar væri grunsamleg. Þegar sjúkrabílarnir stoppuðu við hlið bíls Hamas-liðanna sagði talsmaður IDF að hermennirnir hafi talið sér vera ógnað og því hafið skothríð. Samt benti ekkert til að hjálparstarfsmennirnir væru vopnaðir. Ísrael hefur viðurkennt að fyrri lýsingar sínar á því að bílarnir hafi nálgast með ljósin slökkt hafi verið rangar. Það hafi byggt á skýrslum hermannanna á vettvangi. Myndbandið sýnir að bílarnir hafi bæði verið vel merktir Rauða hálfmánanum og starfsmennirnir í skærum einkennisbúning. Eins enn saknað Ísraelsku hermennirnir grófu lík mannanna fimmtán í sandi en að sögn talsmanns IDF var það til að verja þau fyrir villtum dýrum. Bílarnir hafi svo verið færðir degi síðar og grafnir til að hreinsa veginn. Lík mannanna fundust ekki fyrr en viku síðar og þá fannst líka sími Refats Radwan sem innihélt myndefnið. Eins sjúkraflutningamannanna, Assaad al-Nassasra, er enn saknað. Munzer Abed, eini hjálparstarfsmaðurinn sem lifði af árásina, sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ísraelsher hefur neitað því að mennirnir hafi verið handjárnaðir áður en þeir dóu og verið teknir af lífi í návígi, líkt og hefur verið haldið fram. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira