Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Lovísa Arnardóttir skrifar 6. apríl 2025 08:40 „Láttu vera,“ var slagorð mótmælanna. Vísir/EPA Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu. „Láttu vera,“ var slagorð mótmælanna sem voru skipulögð af um 150 stéttarfélögum, félagasamtökum, mannréttindasamtökum, fyrrverandi hermönnum og fleirum. Mótmælin fóru friðsamlega fram. Mótmælendur söfnuðust saman til að mótmæla því hvernig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stýrir nú landinu og þeim ákvörðunum sem hann hefur verið að taka ásamt Elon Musk, eiganda Space X og Tesla, um endurskipulagningu opinbers reksturs í Bandaríkjunum. Hér komu mótmælendur saman fyrir utan sýningarherbergi Tesla í Kaliforníu en Elon Musk, eigandi Tesla, hefur verið sérstakur ráðgjafi Trump. Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að um tuttugu þúsund hafi tekið þátt í mótmælunum í höfuðborginni, Washington. Þar er haft eftir þátttakendum að þeir hafi viljað koma saman til að mótmæla ákvörðunum Trump er varða innflytjendur, tollamál, menntamál auk ákvarðana sem teknar hafa verið í DOGE, sérstakri sparnaðarstofnun sem sett var á stofn eftir að Trump tók við. Niðurskurður og lokanir Frá því að Trump tók aftur við í janúar hefur stofnunin skorið niður um 200 þúsund opinber störf en alls starfa um 2,3 milljónir fyrir hið opinbera. Þá er víða búið að loka svæðisskrifstofum almannatrygginga og margir lýstu á mótmælunum áhyggjum af því. Á vef AP segir að í yfirlýsingu Hvíta hússins vegna mótmælanna hafi komið fram að Trump ætli sér að verja almannatryggingakerfið og opinbera heilbrigðiskerfið fyrir þau sem eiga rétt á því. „Á sama tíma er það afstaða Demókrata að gefa ólöglegum innflytjendum aðgang að almannatryggingakerfinu, Medicare og Medicaid, sem mun setja þessi prógrömm á hausinn og troða á amerískum lífeyrisþegum,“ segir í yfirlýsingunni. Fjölmargir komu saman í Washington og mótmæltu við Hvíta húsið. Vísir/EPA Í frétt Reuters kemur einnig fram að Trump hafi sjálfur varið deginum í Flórída að spila golf og svo farið á heimili sitt í Mar-a-Lago síðdegis. Í um sex kílómetra fjarlægð frá heimili hans þar söfnuðust mótmælendur einnig saman. „Markaðir falla, Trump spilar golf,“ stóð á einu skilti mótmælanda þar. Allar stofnanir fyrir árás „Ég meina, allt landið er að verða fyrir árás, allar stofnanir, allt sem gerir Ameríku að því sem hún er,“ sagði Terry Klein, lífeindafræðingur á eftirlaunum, sem mótmælti í Washington í frétt Reuters. „Ég hélt að mótmæladagar mínir væru liðnir, en svo fengum við einhvern eins og Trump og Musk,“ sagði Sue-ann Friedman sem mótmælti í Connecticut. Í Walnut Creek í Kaliforníu voru skilaboðin svona til Trump og Musk. Vísir/EPA Paul Kretschmann, lögmaður á eftirlaunum, var mættur á sín fyrstu mótmæli í Stamford og lýsti áhyggjum af því að Trump ætlaði að lama algjörlega almenna tryggingakerfið og að hann ætlaði sér að tryggja að hann geti setið lengur við völd með því að gera stjórnvöld óvirk. Í frétt Reuters segir að margar af þeim ákvörðunum sem Trump hefur fyrirskipað sé búið að mótmæla með lögsóknum með tilvísun til þess að hann hafi farið fram úr sínum valdheimildum með því að til dæmis reka opinbera starfsmenn, vísa innflytjendum úr landi og að ógilda ýmis lög sem höfðu verið samþykkt til að tryggja rétt trans fólks. Bandaríkin Donald Trump Bretland Frakkland Þýskaland Kanada Mexíkó Hinsegin Skattar og tollar Tengdar fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Elon Musk segir að ákjósanlegt væri að viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna verði tollalaus og að hægt verði að gera einhverskonar fríverslunarsamning. 5. apríl 2025 22:20 „Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48 Tollahækkanir Trump taka gildi Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti í vikunni um víðtækar tollahækkanir á flest lönd heims. 5. apríl 2025 08:20 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
„Láttu vera,“ var slagorð mótmælanna sem voru skipulögð af um 150 stéttarfélögum, félagasamtökum, mannréttindasamtökum, fyrrverandi hermönnum og fleirum. Mótmælin fóru friðsamlega fram. Mótmælendur söfnuðust saman til að mótmæla því hvernig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stýrir nú landinu og þeim ákvörðunum sem hann hefur verið að taka ásamt Elon Musk, eiganda Space X og Tesla, um endurskipulagningu opinbers reksturs í Bandaríkjunum. Hér komu mótmælendur saman fyrir utan sýningarherbergi Tesla í Kaliforníu en Elon Musk, eigandi Tesla, hefur verið sérstakur ráðgjafi Trump. Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að um tuttugu þúsund hafi tekið þátt í mótmælunum í höfuðborginni, Washington. Þar er haft eftir þátttakendum að þeir hafi viljað koma saman til að mótmæla ákvörðunum Trump er varða innflytjendur, tollamál, menntamál auk ákvarðana sem teknar hafa verið í DOGE, sérstakri sparnaðarstofnun sem sett var á stofn eftir að Trump tók við. Niðurskurður og lokanir Frá því að Trump tók aftur við í janúar hefur stofnunin skorið niður um 200 þúsund opinber störf en alls starfa um 2,3 milljónir fyrir hið opinbera. Þá er víða búið að loka svæðisskrifstofum almannatrygginga og margir lýstu á mótmælunum áhyggjum af því. Á vef AP segir að í yfirlýsingu Hvíta hússins vegna mótmælanna hafi komið fram að Trump ætli sér að verja almannatryggingakerfið og opinbera heilbrigðiskerfið fyrir þau sem eiga rétt á því. „Á sama tíma er það afstaða Demókrata að gefa ólöglegum innflytjendum aðgang að almannatryggingakerfinu, Medicare og Medicaid, sem mun setja þessi prógrömm á hausinn og troða á amerískum lífeyrisþegum,“ segir í yfirlýsingunni. Fjölmargir komu saman í Washington og mótmæltu við Hvíta húsið. Vísir/EPA Í frétt Reuters kemur einnig fram að Trump hafi sjálfur varið deginum í Flórída að spila golf og svo farið á heimili sitt í Mar-a-Lago síðdegis. Í um sex kílómetra fjarlægð frá heimili hans þar söfnuðust mótmælendur einnig saman. „Markaðir falla, Trump spilar golf,“ stóð á einu skilti mótmælanda þar. Allar stofnanir fyrir árás „Ég meina, allt landið er að verða fyrir árás, allar stofnanir, allt sem gerir Ameríku að því sem hún er,“ sagði Terry Klein, lífeindafræðingur á eftirlaunum, sem mótmælti í Washington í frétt Reuters. „Ég hélt að mótmæladagar mínir væru liðnir, en svo fengum við einhvern eins og Trump og Musk,“ sagði Sue-ann Friedman sem mótmælti í Connecticut. Í Walnut Creek í Kaliforníu voru skilaboðin svona til Trump og Musk. Vísir/EPA Paul Kretschmann, lögmaður á eftirlaunum, var mættur á sín fyrstu mótmæli í Stamford og lýsti áhyggjum af því að Trump ætlaði að lama algjörlega almenna tryggingakerfið og að hann ætlaði sér að tryggja að hann geti setið lengur við völd með því að gera stjórnvöld óvirk. Í frétt Reuters segir að margar af þeim ákvörðunum sem Trump hefur fyrirskipað sé búið að mótmæla með lögsóknum með tilvísun til þess að hann hafi farið fram úr sínum valdheimildum með því að til dæmis reka opinbera starfsmenn, vísa innflytjendum úr landi og að ógilda ýmis lög sem höfðu verið samþykkt til að tryggja rétt trans fólks.
Bandaríkin Donald Trump Bretland Frakkland Þýskaland Kanada Mexíkó Hinsegin Skattar og tollar Tengdar fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Elon Musk segir að ákjósanlegt væri að viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna verði tollalaus og að hægt verði að gera einhverskonar fríverslunarsamning. 5. apríl 2025 22:20 „Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48 Tollahækkanir Trump taka gildi Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti í vikunni um víðtækar tollahækkanir á flest lönd heims. 5. apríl 2025 08:20 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Elon Musk segir að ákjósanlegt væri að viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna verði tollalaus og að hægt verði að gera einhverskonar fríverslunarsamning. 5. apríl 2025 22:20
„Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48
Tollahækkanir Trump taka gildi Tollverðir í Bandaríkjunum byrjuðu í dag að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka á vörum sem fluttar eru inn frá 57 löndum utan Bandaríkjanna. Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti í vikunni um víðtækar tollahækkanir á flest lönd heims. 5. apríl 2025 08:20