Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 5. apríl 2025 07:03 Nú eru margir sem eru frammi á ritvellinum vegna ýmissa mála og þar má kannski helst geta vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna veiðigjalda. Það sem mér finnst athyglivert er hvernig vægið er misjafnt eftir því hver á í hlut, að því er virðist án þess að gera sér grein fyrir mikilvægi málsstaðar orkusveitarfélaga fyrir allt sveitarstjórnarstigið. Það er hreint út sagt með ólíkindum að árið 2025 séu sveitarfélög með orkumannvirki enn þá að berjast við að fá að nýta lögbundna tekjustofna sína, en þess má þó geta að á síðustu tveimur árum hafa málin þokast í rétta átt. En betur má ef duga skal þar sem leikreglunum fyrir orkuframleiðslu fyrirtækin var breitt fyrir um 22 árum, þetta er orðið býsna gott forskot fyrir þessi fyrirtæki. Nú eru þessi mál til skoðunar og frá mér séð er verið að vandræðast með málið og gera eins flókið og mögulegt er, og tónninn þannig að það eigi að skammta úr hnefa og orkuframleiðslufyrirtækin eigi að njóta rýmri kjara en önnur fyrirtæki. Þarna er klárlega á ferðinni mikill freistnivandi ríkisins, að skila ekki fullri rentu á landsbyggðina. Það sást best þegar síðasti fjármálaráðherra fyrri ríkisstjórnar óskaði eftir auka 10 milljarða króna arðgreiðslu frá Landsvirkjun – til viðbótar við þá 20 milljarða sem búið var að ákveða að greiða út. Þessi gjörningur segir okkur það að: a) þetta hefur ekki áhrif á raforkuverð b) þetta hefur ekki áhrif á þá miklu uppbyggingu sem fram undan er c) greiðslurnar fyrir fasteignagjöldin eru til , það er bara verið að nota þær annarsstaðar. Þó svo að tekin yrði ákvörðun um greiða lögbundin fasteignagjöld af orku- og flutningsmannvirkjum þá er ljóst að það myndi ekki leiða til verðhækkana á raforku né heldur á flutningi hennar. Það er hræðsluáróður, peningurinn er til, arðsemin er búin að segja okkur það undanfarin ár. Sjávarútvegur hefur veitt miklum fjármunum í nærsvæðin sín og sveitarfélögin þar sem þau eru staðsett. Gríðarlegir fjármunir hafa farið í ýmiskonar innviða uppbyggingu á mannvirkjum með tilheyrandi áhrifum og fleiri störfum. Það er nú ekki raunin með orkuframleiðslufyrirtækin. Þeirra höfuðstöðvar eru í Reykjavík, Landsvirkjun, Landsnet og Rarik. Sjávarútvegsfyrirtækin eru væntanlega ekki með afslátt af fasteignagjöldum líkt og orkuframleiðendur og flytjendur. Hvað þýðir þetta helst fyrir orkusveitarfélögin, jú innviðauppbygging er á margan hátt ekki jafn langt komin og erfiðara um vik að sinna sínum íbúum. Munurinn á þessum málum er nefnilega svolítið magnaður. Ef orkusveitarfélög fá sína lögbundnu tekjustofna, þá eru nefnilega minni, eða engir fjármunir jafnvel sem renna til þeirra frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem aftur þýðir það að meira verður til skiptanna fyrir hin sveitarfélögin. Við núverandi fyrirhugaðar breytingar á jöfnunarsjóði þá eru t.d. nágrannar okkar hér í Húnaþingi vestra að verða fyrir skerðingum sem um munar. Hvar er greiningarvinna á því hvaða áhrif auka 10 – 13 milljarðar í fasteignagjöld af orkumannvirkjum (sem ættu með réttu að vera til staðar í sveitarfélaga hagkerfinu) væru til staðar, af hverju í veröldinni er ekki búið að reikna þau áhrif. Væri kannski bara sátt um breytingar á jöfnunarsjóð ef þessir fjármunir væru staðsettir í hagkerfi sveitarfélaganna , hvernig væri að vinna þá greiningarvinnu! Þar sem greiningarvinnuna vantar og búið er að setja fram tölur varðandi greidd veiðigjöld á hvern íbúa í sveitarfélagi útgerðar að þá áætla ég að miðað við það sem öðrum fyrirtækjum er gert að greiða, nei annars við skulum miða við álagningarprósentuna í Noregi þar sem það er líklegri niðurstaða. Þá má áætla að Húnabyggð sé að verða af tekjum upp á ca. 436 – 506 þúsund krónum á hvern íbúa á ári hverju af lögbundnum tekjustofni sem í dag lýtur undanþágu af hálfu ríkisins. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Nú eru margir sem eru frammi á ritvellinum vegna ýmissa mála og þar má kannski helst geta vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna veiðigjalda. Það sem mér finnst athyglivert er hvernig vægið er misjafnt eftir því hver á í hlut, að því er virðist án þess að gera sér grein fyrir mikilvægi málsstaðar orkusveitarfélaga fyrir allt sveitarstjórnarstigið. Það er hreint út sagt með ólíkindum að árið 2025 séu sveitarfélög með orkumannvirki enn þá að berjast við að fá að nýta lögbundna tekjustofna sína, en þess má þó geta að á síðustu tveimur árum hafa málin þokast í rétta átt. En betur má ef duga skal þar sem leikreglunum fyrir orkuframleiðslu fyrirtækin var breitt fyrir um 22 árum, þetta er orðið býsna gott forskot fyrir þessi fyrirtæki. Nú eru þessi mál til skoðunar og frá mér séð er verið að vandræðast með málið og gera eins flókið og mögulegt er, og tónninn þannig að það eigi að skammta úr hnefa og orkuframleiðslufyrirtækin eigi að njóta rýmri kjara en önnur fyrirtæki. Þarna er klárlega á ferðinni mikill freistnivandi ríkisins, að skila ekki fullri rentu á landsbyggðina. Það sást best þegar síðasti fjármálaráðherra fyrri ríkisstjórnar óskaði eftir auka 10 milljarða króna arðgreiðslu frá Landsvirkjun – til viðbótar við þá 20 milljarða sem búið var að ákveða að greiða út. Þessi gjörningur segir okkur það að: a) þetta hefur ekki áhrif á raforkuverð b) þetta hefur ekki áhrif á þá miklu uppbyggingu sem fram undan er c) greiðslurnar fyrir fasteignagjöldin eru til , það er bara verið að nota þær annarsstaðar. Þó svo að tekin yrði ákvörðun um greiða lögbundin fasteignagjöld af orku- og flutningsmannvirkjum þá er ljóst að það myndi ekki leiða til verðhækkana á raforku né heldur á flutningi hennar. Það er hræðsluáróður, peningurinn er til, arðsemin er búin að segja okkur það undanfarin ár. Sjávarútvegur hefur veitt miklum fjármunum í nærsvæðin sín og sveitarfélögin þar sem þau eru staðsett. Gríðarlegir fjármunir hafa farið í ýmiskonar innviða uppbyggingu á mannvirkjum með tilheyrandi áhrifum og fleiri störfum. Það er nú ekki raunin með orkuframleiðslufyrirtækin. Þeirra höfuðstöðvar eru í Reykjavík, Landsvirkjun, Landsnet og Rarik. Sjávarútvegsfyrirtækin eru væntanlega ekki með afslátt af fasteignagjöldum líkt og orkuframleiðendur og flytjendur. Hvað þýðir þetta helst fyrir orkusveitarfélögin, jú innviðauppbygging er á margan hátt ekki jafn langt komin og erfiðara um vik að sinna sínum íbúum. Munurinn á þessum málum er nefnilega svolítið magnaður. Ef orkusveitarfélög fá sína lögbundnu tekjustofna, þá eru nefnilega minni, eða engir fjármunir jafnvel sem renna til þeirra frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem aftur þýðir það að meira verður til skiptanna fyrir hin sveitarfélögin. Við núverandi fyrirhugaðar breytingar á jöfnunarsjóði þá eru t.d. nágrannar okkar hér í Húnaþingi vestra að verða fyrir skerðingum sem um munar. Hvar er greiningarvinna á því hvaða áhrif auka 10 – 13 milljarðar í fasteignagjöld af orkumannvirkjum (sem ættu með réttu að vera til staðar í sveitarfélaga hagkerfinu) væru til staðar, af hverju í veröldinni er ekki búið að reikna þau áhrif. Væri kannski bara sátt um breytingar á jöfnunarsjóð ef þessir fjármunir væru staðsettir í hagkerfi sveitarfélaganna , hvernig væri að vinna þá greiningarvinnu! Þar sem greiningarvinnuna vantar og búið er að setja fram tölur varðandi greidd veiðigjöld á hvern íbúa í sveitarfélagi útgerðar að þá áætla ég að miðað við það sem öðrum fyrirtækjum er gert að greiða, nei annars við skulum miða við álagningarprósentuna í Noregi þar sem það er líklegri niðurstaða. Þá má áætla að Húnabyggð sé að verða af tekjum upp á ca. 436 – 506 þúsund krónum á hvern íbúa á ári hverju af lögbundnum tekjustofni sem í dag lýtur undanþágu af hálfu ríkisins. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun