Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2025 13:24 Markaðssetningin var sögð gefa hinum almenna neytanda ranglega til kynna að laxeldi Arnarlax í sjókvíum væri að fullu sjálfbært og hafi þannig engin eða í það minnsta hlutlaus áhrif á umhverfið. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að banna fiskeldisfélaginu Arnarlaxi að nota fullyrðingu um að laxeldi félagsins væri sjálfbært í markaðsefni sínu og notkun orð- og myndmerkinga sem vísa til þess að lax frá Arnarlaxi sé sjálfbær. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Þar kemur þó einnig fram að áfrýjunarnefndin hafi fellt úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem sneri að fullyrðingu, sem áfrýjunarnefnd taldi lúta að stefnu félagsins, um að auka sjálfbærni í starfsemi þess. „Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að það væri álit stofnunarinnar að notkun Arnarlax á hugtökunum sjálfbær og sjálfbærni væri almenn og óljós, ekki studd nægilegum gögnum og væri því villandi og óréttmæt gagnvart neytendum. Markaðssetningin gefi þannig hinum almenna neytanda ranglega til kynna að laxeldi félagsins í sjókvíum væri að fullu sjálfbært og hafi þannig engin eða í það minnsta hlutlaus áhrif á umhverfið. Að mati Neytendastofu beri að líta til þess að notkun Arnarlax á fullyrðingum sem innihalda hugtökin sjálfbær og sjálfbærni sé nokkuð víðtæk og áberandi. Notkunin væri tengd við orð- og myndmerki félagsins sem komi fram á vefsíðu þess, í blaðaauglýsingum og öðru markaðs- og kynningarefni. Neytendastofa bannaði því Arnarlaxi notkun fullyrðingar um sjálfbæran lax og sjálfbærni í markaðs- og kynningarefni félagsins. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu um að banna Arnarlaxi að nota fullyrðingu um að laxeldi félagsins væri sjálfbært og notkun orð og myndmerkja sem vísa til þess að lax frá Arnarlaxi sé sjálfbær. Hins vegar var felldur úr gildi sá hluti ákvörðunarinnar er sneri að fullyrðingu, sem áfrýjunarnefnd taldi lúta að stefnu félagsins, um að auka sjálfbærni í starfsemi þess og sá hluti sem sneri að broti gegn f. lið 1. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57/2005,“ segir á vef Neytendastofu. Í svörum Arnarlax kom á sínum tíma fram að félagið starfi á grundvelli starfs- og rekstrarleyfa frá Umhverfis- og Matvælastofnun sem veitt séu samkvæmt lögum. Þá vísaði félagið til þess að starfsemi félagsins væri vottuð alþjóðlegu vottunarkerfi, ASC, sem taki bæði til umhverfis- og samfélagslegra þátta. Þær fullyrðingar Arnarlax, sem birtust meðal annars á heimasíðu Arnarlax, og þörfnuðust nánari skýringa og sannanna voru: „Sustainability it´s in our nature.“ „Sustainable salmon farming at Arnarlax takes place on the fish´s terms.“ „Arnarlax ensures the quality of its salmon by striving to support fish health and reduce environmental impact with innovative aquaculture.“ „It is important to us that our fish feed have the correct balance of nutritional content, consistency and taste, as well as being gentle on the environment.“ „For example, in the winter we use a special blend of feed and require our feed suppliers to ensure that the ingredients they use are sustainability certified.“ „All Arnarlax farming activity has been through an environmental assessment process.“ Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfbærni Sjókvíaeldi Fiskeldi Neytendur Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Þar kemur þó einnig fram að áfrýjunarnefndin hafi fellt úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem sneri að fullyrðingu, sem áfrýjunarnefnd taldi lúta að stefnu félagsins, um að auka sjálfbærni í starfsemi þess. „Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að það væri álit stofnunarinnar að notkun Arnarlax á hugtökunum sjálfbær og sjálfbærni væri almenn og óljós, ekki studd nægilegum gögnum og væri því villandi og óréttmæt gagnvart neytendum. Markaðssetningin gefi þannig hinum almenna neytanda ranglega til kynna að laxeldi félagsins í sjókvíum væri að fullu sjálfbært og hafi þannig engin eða í það minnsta hlutlaus áhrif á umhverfið. Að mati Neytendastofu beri að líta til þess að notkun Arnarlax á fullyrðingum sem innihalda hugtökin sjálfbær og sjálfbærni sé nokkuð víðtæk og áberandi. Notkunin væri tengd við orð- og myndmerki félagsins sem komi fram á vefsíðu þess, í blaðaauglýsingum og öðru markaðs- og kynningarefni. Neytendastofa bannaði því Arnarlaxi notkun fullyrðingar um sjálfbæran lax og sjálfbærni í markaðs- og kynningarefni félagsins. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu um að banna Arnarlaxi að nota fullyrðingu um að laxeldi félagsins væri sjálfbært og notkun orð og myndmerkja sem vísa til þess að lax frá Arnarlaxi sé sjálfbær. Hins vegar var felldur úr gildi sá hluti ákvörðunarinnar er sneri að fullyrðingu, sem áfrýjunarnefnd taldi lúta að stefnu félagsins, um að auka sjálfbærni í starfsemi þess og sá hluti sem sneri að broti gegn f. lið 1. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57/2005,“ segir á vef Neytendastofu. Í svörum Arnarlax kom á sínum tíma fram að félagið starfi á grundvelli starfs- og rekstrarleyfa frá Umhverfis- og Matvælastofnun sem veitt séu samkvæmt lögum. Þá vísaði félagið til þess að starfsemi félagsins væri vottuð alþjóðlegu vottunarkerfi, ASC, sem taki bæði til umhverfis- og samfélagslegra þátta. Þær fullyrðingar Arnarlax, sem birtust meðal annars á heimasíðu Arnarlax, og þörfnuðust nánari skýringa og sannanna voru: „Sustainability it´s in our nature.“ „Sustainable salmon farming at Arnarlax takes place on the fish´s terms.“ „Arnarlax ensures the quality of its salmon by striving to support fish health and reduce environmental impact with innovative aquaculture.“ „It is important to us that our fish feed have the correct balance of nutritional content, consistency and taste, as well as being gentle on the environment.“ „For example, in the winter we use a special blend of feed and require our feed suppliers to ensure that the ingredients they use are sustainability certified.“ „All Arnarlax farming activity has been through an environmental assessment process.“
Þær fullyrðingar Arnarlax, sem birtust meðal annars á heimasíðu Arnarlax, og þörfnuðust nánari skýringa og sannanna voru: „Sustainability it´s in our nature.“ „Sustainable salmon farming at Arnarlax takes place on the fish´s terms.“ „Arnarlax ensures the quality of its salmon by striving to support fish health and reduce environmental impact with innovative aquaculture.“ „It is important to us that our fish feed have the correct balance of nutritional content, consistency and taste, as well as being gentle on the environment.“ „For example, in the winter we use a special blend of feed and require our feed suppliers to ensure that the ingredients they use are sustainability certified.“ „All Arnarlax farming activity has been through an environmental assessment process.“
Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfbærni Sjókvíaeldi Fiskeldi Neytendur Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira