Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2025 18:46 Daisha Bradford var stigahæst Grindavíkurkvenna í dag Vísir/Diego Deildarmeistarar Hauka máttu þola óvænt tap er liðið tók á móti Haukum sem höfnuðu í 8. sæti Bónus-deildar kvenna, í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í kvöld. Deildarmeistarar Hauka unnu uppkastið og skoruðu fyrstu körfu leiksins eftir um það bil þriggja sekúndna leik. Þarna leit út fyrir að heimakonur væru að setja tóninn, en Grindvíkingar, sem höfnuðu í 8. Sæti Bónus-deildarinnar, voru á öðru máli. Liðin skiptust á að skora og munurinn varð aldrei meiri en fjögur stig í 1. leikhluta. Gestirnir frá Grindavík urðu þó fyrir áfalli undir lok leikhlutans þegar Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði liðsins, lenti í samstuði og var í kjölfarið borin af velli – að því er virtist sárþjáð. Grindavíkurliðið tók þó höndum saman og leiddi með þremur stigum að loknum 1. leikhluta. Áfram skiptust liðin þó á að hafa forystuna fram að hléi, en munurinn varð mestur sex stig þegar Haukar komust í 35-29. Grindvíkingar komust yfir á ný áður en Lore Devos setti niður síðustu þrjú stig hálfleiksins og sá til þess að Haukar leiddu með minnsta mun þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 45-44, Haukum í vil. Áfram hélt spennan að hálfleikshléinu loknu og hvorugu liðinu tókst að slíta sig frá hinu. Haukar náðu einstaka sinnum að koma sér í sex stiga forskot, en Grindvíkingar gáfust aldrei upp og jöfnuðu yfirleitt metin stuttu síðar. Liðin skiptust á að hafa forystuna og lítið sem ekkert sem skildi þau að. Haukar náðu hins vegar tíu stiga forskoti um miðbik fjórða leikhluta og virtust deildarmeistararnir þá ætla að sigla sigrinum heim. Eins og svo oft áður í leiknum náði Grindavíkurliðið að berja sig saman og svara með sínu eigin áhlaupi. Liðið minnkaði muninn niður í eitt stig og þetta eina stig skildi liðin að þegar örfáar sekúndur lifðu leiks. Gestirnir fengu þá tvö víti þegar rétt rúmar tíu sekúndur voru eftir. Daisha Bradford fór á línuna og setti fyrra skotið niður, en klikkaði á því seinni. Grindvíkingar tóku sóknarfrákast, en skotið geigaði og því þurfti að grípa til framlengingar, staðan 80-80 að venjulegum leiktíma loknum. Haukar byrjuðu sterkt í framlengingunni og skoruðu fyrstu fjögur stig hennar. Grindvíkingar gáfu þá enn eina ferðina í, skoruðu ellefu stig gegn tveimur stigum heimakvenna og unnu að lokum dramatískan fimm stiga sigur, 86-91. Atvik leiksins Að þessu sinni er atvik leiksins ekki fallegt eða skemmtilegt á neinn hátt. Hulda Björk Ólafsdóttir þurfti að fara meidd af velli snemma leiks, og því miður litu meiðslin mjög illa út. Hulda var í það minnsta sárþjáð eftir það sem virtist nokkuð saklaust samstuð og óvíst með hennar þátttöku í næstu leikjum. Stjörnur og skúrkar Isabella Ósk Sigurðardóttir átti risastóran þátt í sigri Grindavíkur í kvöld. Var eins og drottning í ríki sínu undir körfunni og reif til sín hvert sóknarfrákastið á fætur öðru, ásamt því að skora 17 stig fyrir gestina. Þá getur Daisha Bradford einnig gengið sátt frá borði, en hún skoraði 26 stig fyrir Grindavík og tók 11 fráköst. Lore Davos dró vagninn í liði Hauka og skoraði 28 stig og þær Þóra Kristín Jónsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoruðu 21 og 17 stig fyrir heimakonur. Þær tvær naga sig þó líklega í handabökin eftir að hafa báðar fengið fimm villur og gátu því ekki verið með Haukum síðustu mínútur leiksins, þegar allt var undir. Dómararnir Það var nóg að gera hjá þeim Sigmundi Má Herbertssyni, Guðmundi Ragnari Björnssyni og Jóni Svan Sverrissyni í kvöld. Háspennuleikur í úrslitakeppni býður alltaf upp á vafaatriði og ýmislegt sem þremenningarnir hefðu getað gert betur, en einnig mýmargt sem þeir negldu algjörlega. Stuðningsfólk Hauka lét sérstaklega vel í sér heyra þegar þeir félagar dæmdu villu á liðið undir lok fjórða leikhluta og Grindvíkingar gátu stolið sigrinum, en Daisha klikkaði á seinna vítinu. Það má alveg segja að það hefði verið hægt að sleppa því að dæma, en líka hægt að færa rök fyrir hinu. Stemning og umgjörð Ólafssalur bauð upp á mikla stemningu í kvöld og þá var nokkuð þétt setið á pöllunum. Óhætt er að búast við því að fleiri streymi á völlinn þegar líða fer á úrslitakeppnina og leikur kvöldsins var sannarlega góð auglýsing fyrir íslenska kvennakörfu. Bónus-deild kvenna Haukar UMF Grindavík
Deildarmeistarar Hauka máttu þola óvænt tap er liðið tók á móti Haukum sem höfnuðu í 8. sæti Bónus-deildar kvenna, í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í kvöld. Deildarmeistarar Hauka unnu uppkastið og skoruðu fyrstu körfu leiksins eftir um það bil þriggja sekúndna leik. Þarna leit út fyrir að heimakonur væru að setja tóninn, en Grindvíkingar, sem höfnuðu í 8. Sæti Bónus-deildarinnar, voru á öðru máli. Liðin skiptust á að skora og munurinn varð aldrei meiri en fjögur stig í 1. leikhluta. Gestirnir frá Grindavík urðu þó fyrir áfalli undir lok leikhlutans þegar Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði liðsins, lenti í samstuði og var í kjölfarið borin af velli – að því er virtist sárþjáð. Grindavíkurliðið tók þó höndum saman og leiddi með þremur stigum að loknum 1. leikhluta. Áfram skiptust liðin þó á að hafa forystuna fram að hléi, en munurinn varð mestur sex stig þegar Haukar komust í 35-29. Grindvíkingar komust yfir á ný áður en Lore Devos setti niður síðustu þrjú stig hálfleiksins og sá til þess að Haukar leiddu með minnsta mun þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 45-44, Haukum í vil. Áfram hélt spennan að hálfleikshléinu loknu og hvorugu liðinu tókst að slíta sig frá hinu. Haukar náðu einstaka sinnum að koma sér í sex stiga forskot, en Grindvíkingar gáfust aldrei upp og jöfnuðu yfirleitt metin stuttu síðar. Liðin skiptust á að hafa forystuna og lítið sem ekkert sem skildi þau að. Haukar náðu hins vegar tíu stiga forskoti um miðbik fjórða leikhluta og virtust deildarmeistararnir þá ætla að sigla sigrinum heim. Eins og svo oft áður í leiknum náði Grindavíkurliðið að berja sig saman og svara með sínu eigin áhlaupi. Liðið minnkaði muninn niður í eitt stig og þetta eina stig skildi liðin að þegar örfáar sekúndur lifðu leiks. Gestirnir fengu þá tvö víti þegar rétt rúmar tíu sekúndur voru eftir. Daisha Bradford fór á línuna og setti fyrra skotið niður, en klikkaði á því seinni. Grindvíkingar tóku sóknarfrákast, en skotið geigaði og því þurfti að grípa til framlengingar, staðan 80-80 að venjulegum leiktíma loknum. Haukar byrjuðu sterkt í framlengingunni og skoruðu fyrstu fjögur stig hennar. Grindvíkingar gáfu þá enn eina ferðina í, skoruðu ellefu stig gegn tveimur stigum heimakvenna og unnu að lokum dramatískan fimm stiga sigur, 86-91. Atvik leiksins Að þessu sinni er atvik leiksins ekki fallegt eða skemmtilegt á neinn hátt. Hulda Björk Ólafsdóttir þurfti að fara meidd af velli snemma leiks, og því miður litu meiðslin mjög illa út. Hulda var í það minnsta sárþjáð eftir það sem virtist nokkuð saklaust samstuð og óvíst með hennar þátttöku í næstu leikjum. Stjörnur og skúrkar Isabella Ósk Sigurðardóttir átti risastóran þátt í sigri Grindavíkur í kvöld. Var eins og drottning í ríki sínu undir körfunni og reif til sín hvert sóknarfrákastið á fætur öðru, ásamt því að skora 17 stig fyrir gestina. Þá getur Daisha Bradford einnig gengið sátt frá borði, en hún skoraði 26 stig fyrir Grindavík og tók 11 fráköst. Lore Davos dró vagninn í liði Hauka og skoraði 28 stig og þær Þóra Kristín Jónsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoruðu 21 og 17 stig fyrir heimakonur. Þær tvær naga sig þó líklega í handabökin eftir að hafa báðar fengið fimm villur og gátu því ekki verið með Haukum síðustu mínútur leiksins, þegar allt var undir. Dómararnir Það var nóg að gera hjá þeim Sigmundi Má Herbertssyni, Guðmundi Ragnari Björnssyni og Jóni Svan Sverrissyni í kvöld. Háspennuleikur í úrslitakeppni býður alltaf upp á vafaatriði og ýmislegt sem þremenningarnir hefðu getað gert betur, en einnig mýmargt sem þeir negldu algjörlega. Stuðningsfólk Hauka lét sérstaklega vel í sér heyra þegar þeir félagar dæmdu villu á liðið undir lok fjórða leikhluta og Grindvíkingar gátu stolið sigrinum, en Daisha klikkaði á seinna vítinu. Það má alveg segja að það hefði verið hægt að sleppa því að dæma, en líka hægt að færa rök fyrir hinu. Stemning og umgjörð Ólafssalur bauð upp á mikla stemningu í kvöld og þá var nokkuð þétt setið á pöllunum. Óhætt er að búast við því að fleiri streymi á völlinn þegar líða fer á úrslitakeppnina og leikur kvöldsins var sannarlega góð auglýsing fyrir íslenska kvennakörfu.