Körfubolti

Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Venju samkvæmt fóru strákarnir í Lögmáli leiksins yfir fréttir vikunnar.
Venju samkvæmt fóru strákarnir í Lögmáli leiksins yfir fréttir vikunnar. stöð 2 sport

Hópslagsmálin í leik Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons í NBA-deildinni voru að sjálfsögðu tekin fyrir í Lögmáli leiksins. Strákarnir veltu því einnig fyrir sér hvernig íslensk útgáfa af slíkum slagsmálum yrði.

Fimm leikmenn og tveir þjálfarar voru reknir út úr húsi vegna slagsmálanna í leiknum í nótt. Ekki hafa verið dæmdar fleiri tæknivillur í leik í NBA í tuttugu ár.

„Það er stóru málið í þessu, finnst mér, að tveimur þjálfurum hafa verið hent út eftir slagsmál,“ sagði Leifur Steinn Árnason.

„En hversu mikinn pening væruð þið til í að sjá Kjartan Atla og Rúnar Inga lenda í slagsmálum,“ bætti Leifur við. Kjartan Atli, þáttastjórnandi Lögmáls leiksins, er einnig þjálfari Álftaness sem mætir Njarðvík í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkinga.

Klippa: Lögmál leiksins - Hópslagsmálin

Leifur velti því einnig fyrir sér hversu langt væri síðan þjálfurum væri hent út úr húsi fyrir slagsmál.

„Voru þeir ekki bara að gelta?“ spurði Hörður Unnsteinsson en umræðuna úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Lögmál leiksins verða sýnd á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×