Körfubolti

Pekka Salminen nýr lands­liðs­þjálfari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pekka Salminen á blaðamannafundinum þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta.
Pekka Salminen á blaðamannafundinum þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta. vísir/anton

Finninn Pekka Salminen hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við KKÍ.

Pekka er 61 árs og hefur komið víða við á ferlinum. Hann þjálfaði meðal annars kvennalandslið Finnlands árunum 2015-23 og var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins 2001-14.

Pekka hefur þjálfað nokkur félagslið í Finnlandi, meðal annars Torpan Pojat á árunum 2005-07. Þar lék Logi Gunnarsson undir hans stjórn.

Undir stjórn Pekka varð Solna Vikings tvívegis sænskur meistari auk þess sem hann gerði Joensuun Kataja að finnskum meisturum.

Fyrsta verkefni Pekka með íslenska liðið verður undankeppni EM 2027. Hún hefst í nóvember á þessu ári og lýkur í febrúar 2027.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×