Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar 31. mars 2025 10:04 Undir lok síðasta árs mátti sjá á samfélagsmiðlum fólk víða um heim dást að hinu íslenska jólabókaflóði. Vissulega kann að vera að ást Íslendinga á bókum í aðdraganda jóla sé örlítið ýkt í hugum fólks erlendis. Við getum þó verið sammála um að bæði bóksala og áhugi á bókum – sérstaklega á nýjum skáldsögum – í jólavertíðinni sé nokkuð sem við getum öll verið ákaflega stolt af. Eins stórkostlegt og jólabókaflóðið er með öllum sínum skemmtilegu hefðum þá má það ekki samt verða til þess að við hugsum ekki til bóka á öðrum árstímum. Framundan er til dæmis tímabil þar sem bókabúðir ættu að vera mikilvægur viðkomustaður okkar enda bókabúðir farnar að stilla upp spennandi valkostum. Boð í fermingar hafa borist og útskriftir eru handan við hornið. En bækur eru ekki bara gjafavara. Þær eru líka frábær félagsskapur og svalandi þeim sem þyrstir í fróðleik. Fólk sem er farið að huga að sumarfríi gæti einnig íhugað sumarlesturinn og skoðað hvað stendur til boða. Vorbókaleysingar er hugtak sem kom upp í samræðum hjá stjórn Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna, þar sem bóksala utan jólabókaflóðsins var til umræðu. Þrátt fyrir erfiða og þunga stöðu höfunda er útgáfa á spennandi bókum um fjölbreytt efni ótrúlega öflug á Íslandi. Bókaverslanir eru þessa dagana fullar af mögnuðum verkum um náttúru Íslands, staðhætti, sögu einstaklinga og landshluta, stjórnmál, heimspeki – svona mætti lengi telja. Það væri magnað ef okkur tækist að tengja bækur við tilveru okkar á vorin á sama hátt og við tengjum þær jólahaldinu. Það að stjórn fagfélags höfunda fræðirita og kennslugagna komi fram með hugtak og hvatningu til landsmanna skapar auðvitað ekki nýja menningu eða nýja hefð. Þótt ég skrifi eina grein eru vorbókaleysingarnar ekki komnar til að vera. En mig langar þó til að hvetja almenning til að sannfæra sig ekki fyrirfram um að fermingarbarn eigi sér fá áhugamál og langi ekki í bækur. Mig langar einnig að biðja fólk um að láta það ekki hvarfla að sér að ekki séu til íslenskar og aðgengilegar bækur um öll þau efni sem hafa leitað á hug útskriftarnema í námi þeirra. Að lokum er full ástæða til að hvetja Íslendinga til að koma við í bókabúð og tryggja sér lesefni fyrir unaðsreitinn í sveitinni. Hver einasta sveit á sér magnaða sögu og spennandi umhverfi. Bókabúðir búa yfir miklu efni eftir íslenska höfunda um mosa, mold og grjót, svo ekki sé minnst á atburði og örlög í nágrenninu. Bækur passa vissulega vel inn í skammdegið. Jólabókaflóðið færir okkur yndislegar stundir með kakói og kertaljósi. En bækur eru ekki síður viðeigandi á endalausum kvöldum miðnætursólar. Hvernig væri að við myndum prófa eins og einar vorbókaleysingar og gera okkur að minnsta kosti eina ferð á næstunni í bókabúðir – sem ég raunar veit að munu taka frábærlega á móti öllum með spennandi og óvæntu úrvali. Höfundur er stjórnarmaður í Hagþenki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Undir lok síðasta árs mátti sjá á samfélagsmiðlum fólk víða um heim dást að hinu íslenska jólabókaflóði. Vissulega kann að vera að ást Íslendinga á bókum í aðdraganda jóla sé örlítið ýkt í hugum fólks erlendis. Við getum þó verið sammála um að bæði bóksala og áhugi á bókum – sérstaklega á nýjum skáldsögum – í jólavertíðinni sé nokkuð sem við getum öll verið ákaflega stolt af. Eins stórkostlegt og jólabókaflóðið er með öllum sínum skemmtilegu hefðum þá má það ekki samt verða til þess að við hugsum ekki til bóka á öðrum árstímum. Framundan er til dæmis tímabil þar sem bókabúðir ættu að vera mikilvægur viðkomustaður okkar enda bókabúðir farnar að stilla upp spennandi valkostum. Boð í fermingar hafa borist og útskriftir eru handan við hornið. En bækur eru ekki bara gjafavara. Þær eru líka frábær félagsskapur og svalandi þeim sem þyrstir í fróðleik. Fólk sem er farið að huga að sumarfríi gæti einnig íhugað sumarlesturinn og skoðað hvað stendur til boða. Vorbókaleysingar er hugtak sem kom upp í samræðum hjá stjórn Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna, þar sem bóksala utan jólabókaflóðsins var til umræðu. Þrátt fyrir erfiða og þunga stöðu höfunda er útgáfa á spennandi bókum um fjölbreytt efni ótrúlega öflug á Íslandi. Bókaverslanir eru þessa dagana fullar af mögnuðum verkum um náttúru Íslands, staðhætti, sögu einstaklinga og landshluta, stjórnmál, heimspeki – svona mætti lengi telja. Það væri magnað ef okkur tækist að tengja bækur við tilveru okkar á vorin á sama hátt og við tengjum þær jólahaldinu. Það að stjórn fagfélags höfunda fræðirita og kennslugagna komi fram með hugtak og hvatningu til landsmanna skapar auðvitað ekki nýja menningu eða nýja hefð. Þótt ég skrifi eina grein eru vorbókaleysingarnar ekki komnar til að vera. En mig langar þó til að hvetja almenning til að sannfæra sig ekki fyrirfram um að fermingarbarn eigi sér fá áhugamál og langi ekki í bækur. Mig langar einnig að biðja fólk um að láta það ekki hvarfla að sér að ekki séu til íslenskar og aðgengilegar bækur um öll þau efni sem hafa leitað á hug útskriftarnema í námi þeirra. Að lokum er full ástæða til að hvetja Íslendinga til að koma við í bókabúð og tryggja sér lesefni fyrir unaðsreitinn í sveitinni. Hver einasta sveit á sér magnaða sögu og spennandi umhverfi. Bókabúðir búa yfir miklu efni eftir íslenska höfunda um mosa, mold og grjót, svo ekki sé minnst á atburði og örlög í nágrenninu. Bækur passa vissulega vel inn í skammdegið. Jólabókaflóðið færir okkur yndislegar stundir með kakói og kertaljósi. En bækur eru ekki síður viðeigandi á endalausum kvöldum miðnætursólar. Hvernig væri að við myndum prófa eins og einar vorbókaleysingar og gera okkur að minnsta kosti eina ferð á næstunni í bókabúðir – sem ég raunar veit að munu taka frábærlega á móti öllum með spennandi og óvæntu úrvali. Höfundur er stjórnarmaður í Hagþenki.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun