Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. mars 2025 23:32 Með Evrópusambandinu er verið að gera tilraun til þess að sameina Evrópuríki undir einni stjórn með hliðstæðum hætti í grundvallaratriðum og ítrekað hefur verið reynt áður í sögunni. Meðal annars af Rómarveldi undir forystu Júlíusar Sesars, Karli mikla Frankakonungi og Napóleon Bónaparte, keisara Frakklands. Munurinn er hins vegar sá að í tilfelli sambandsins er verið að beita annarri aðferðafræði til þess að ná því markmiði en áður hefur allajafna verið beitt. Hér er um að ræða óbeina tilvitnun í ræðu sem flutt var af Valéry heitnum Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundi stjórnarskrár Evrópusambandsins sem í dag nefnist Lissabon-sáttmálinn og er grundvallarlöggjöf þess. Ræðuna flutti hann 29. maí árið 2003 í borginni Aachen í Þýzkalandi þar sem hann tók við Karlamagnúsarverðlaununum fyrir framlag sitt til samrunaþróunar sambandsins. Þá ekki sízt framlag sitt til grundvallarlöggjafar þess. „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur? Mun fjaðurpenninn vega þyngra en blóði drifið sverðsblaðið á vogarskálum sögunnar?“ sagði forsetinn fyrrverandi meðal annars. Verði stórveldi með eigin her Frá upphafi hefur lokamarkmið samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess að til yrði sambandsríki. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, gjarnan nefndur faðir sambandsins, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi. Hreinlega hefur verið leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins og stofnunum þess á liðnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen og forveri hennar Jean-Claude Juncker. Samhliða því hefur Evrópusambandið stöðugt öðlast fleiri einkenni ríkis. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Með öðrum orðum eigin her. Vægið færi eftir íbúafjölda Íslands Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að forðast það að vera tekið yfir af Bandaríkjunum stenzt þannig enga skoðun. Til þessa hefur engum áhuga verið lýst af hálfu bandarískra stjórnvalda á því að innlima landið. Á hinn bóginn hefur ítrekað komið fram áhugi á því af hálfu ráðamanna í Brussel á liðnum árum að Ísland verði hluti sambandsins sem stefnir að því að verða sambandsríki og hvar vægi landsins tæki allajafna mið af íbúafjölda þess. Með inngöngu í Evrópusambandið yrði vægi okkar Íslendinga á þingi þess sex þingmenn af yfir 700 eða á við það að hafa um hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðs sambandsins, valdamestu stofnunar þess, þar sem vægið yrði allajafna á við einungis 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið“ sem Evrópusambandssinnar hafa gjarnan talað um í seinni tíð í stað þess að tala um áhrif innan sambandsins eins og áður. Við Íslendingar eigum vitanlega hvorki að taka það í mál að fara undir stjórn amerísks sambandsríkis, sé á annað borð einhver áhugi á því þar, né verðandi evrópsks. Hagsmunum okkar er sem fyrr bezt borgið með því að standa vörð um fullveldi landsins sem gerir okkur kleift að taka ákvarðanir um okkar eigin mál í samræmi við hagsmuni okkar og aðstæður. Jafnvel formaður Viðreisnar og núverandi utanríkisráðherra virðist loks hafa áttað sig á mikilvægi þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með Evrópusambandinu er verið að gera tilraun til þess að sameina Evrópuríki undir einni stjórn með hliðstæðum hætti í grundvallaratriðum og ítrekað hefur verið reynt áður í sögunni. Meðal annars af Rómarveldi undir forystu Júlíusar Sesars, Karli mikla Frankakonungi og Napóleon Bónaparte, keisara Frakklands. Munurinn er hins vegar sá að í tilfelli sambandsins er verið að beita annarri aðferðafræði til þess að ná því markmiði en áður hefur allajafna verið beitt. Hér er um að ræða óbeina tilvitnun í ræðu sem flutt var af Valéry heitnum Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundi stjórnarskrár Evrópusambandsins sem í dag nefnist Lissabon-sáttmálinn og er grundvallarlöggjöf þess. Ræðuna flutti hann 29. maí árið 2003 í borginni Aachen í Þýzkalandi þar sem hann tók við Karlamagnúsarverðlaununum fyrir framlag sitt til samrunaþróunar sambandsins. Þá ekki sízt framlag sitt til grundvallarlöggjafar þess. „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur? Mun fjaðurpenninn vega þyngra en blóði drifið sverðsblaðið á vogarskálum sögunnar?“ sagði forsetinn fyrrverandi meðal annars. Verði stórveldi með eigin her Frá upphafi hefur lokamarkmið samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess að til yrði sambandsríki. Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, gjarnan nefndur faðir sambandsins, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi. Hreinlega hefur verið leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins og stofnunum þess á liðnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen og forveri hennar Jean-Claude Juncker. Samhliða því hefur Evrópusambandið stöðugt öðlast fleiri einkenni ríkis. Fram kom nú síðast í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem evrópskir systurflokkar Viðreisnar tilheyra, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í síðasta mánuði að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) og kæmi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Með öðrum orðum eigin her. Vægið færi eftir íbúafjölda Íslands Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að forðast það að vera tekið yfir af Bandaríkjunum stenzt þannig enga skoðun. Til þessa hefur engum áhuga verið lýst af hálfu bandarískra stjórnvalda á því að innlima landið. Á hinn bóginn hefur ítrekað komið fram áhugi á því af hálfu ráðamanna í Brussel á liðnum árum að Ísland verði hluti sambandsins sem stefnir að því að verða sambandsríki og hvar vægi landsins tæki allajafna mið af íbúafjölda þess. Með inngöngu í Evrópusambandið yrði vægi okkar Íslendinga á þingi þess sex þingmenn af yfir 700 eða á við það að hafa um hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðs sambandsins, valdamestu stofnunar þess, þar sem vægið yrði allajafna á við einungis 5% af alþingismanni. Þetta yrði svokallað „sæti við borðið“ sem Evrópusambandssinnar hafa gjarnan talað um í seinni tíð í stað þess að tala um áhrif innan sambandsins eins og áður. Við Íslendingar eigum vitanlega hvorki að taka það í mál að fara undir stjórn amerísks sambandsríkis, sé á annað borð einhver áhugi á því þar, né verðandi evrópsks. Hagsmunum okkar er sem fyrr bezt borgið með því að standa vörð um fullveldi landsins sem gerir okkur kleift að taka ákvarðanir um okkar eigin mál í samræmi við hagsmuni okkar og aðstæður. Jafnvel formaður Viðreisnar og núverandi utanríkisráðherra virðist loks hafa áttað sig á mikilvægi þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun