Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. mars 2025 20:13 Jens-Frederik Nielsen leiðir Demokraatit, stærsta flokkinn á grænlenska þinginu eftir nýafstaðnar kosningar. EPA/Christian Klindt Sølbeck Viðræðum um myndun meirihluta á grænlenska þinginu er lokið og koma fjórir fimm flokkanna á þinginu að nýrri ríkisstjórn. Til stendur að undirrita stjórnarsáttmála í hádeginu á morgun. Heimildir grænlenska ríkisútvarpsins herma að allir flokkarnir á grænlenska þinginu, að flokknum Naleraq undanskildum, komi að myndun ríkisstjórnarinnar. Grænlendingar gengu til kosninga þann ellefta mars undir mjög óvenjulegum kringumstæðum. Varla var þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum í og við kjörstaði og er skemmst frá því að segja að grænlenska þjóðin sé ekki vön því að umheimurinn sýni stjórnmálunum þar í landi þvílíkan áhuga. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum frá Donald Trump Bandaríkjaforseta sem hefur heitið því að innlima landið sama hvað það kostar. Í þessari viku vakti það hneykslan að óboðin bandarísk sendinefnd hygði á ferðalag til Grænlands. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna er á leið sinni þangað ásamt eiginkonu sinni en þau ætla sér einungis að heimsækja bandarísku herstöðina Pituffik á norðvestanverðu landinu vegna harkalegra viðbragða í Nuuk og Kaupmannahöfn. Í skugga væringanna bar stjórnarandstaðan stórsigur í kosningunum og í fyrsta sinn í sögu heima- og landsstjórnarinnar er frjálshyggjuflokkur sá stærsti á þinginu. Demokraatit undir handleiðslu Jens-Frederik Nielsen vann mikinn sigur og hafa leitt stjórnarmyndunarviðræður til þessa. Samkvæmt staðarmiðlinum Sermitsiaq stendur til að undirrita stjórnarsáttmála klukkan ellefu á morgun á grænlenskum tíma í menningarsetrinu Katuaq. Flokkarnir Demokraatit, Siumut, Inuit Ataqatigiit og Atassut eiga sín á milli 23 fulltrúa af 31 á þinginu en vinstri flokkarnir Siumut og Iniut Ataqatigiit mynduðu síðustu ríkisstjórn sem Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit samstarfsflokks Vinstri grænna, fór fyrir. Jens-Frederik Nielsen, formaður Demokraatit og líklegt landsstjórnarformannsefni, hefur látið hafa það eftir sér að hann sæktist eftir því að mynda breiðfylkingarstjórn þvert yfir miðju til að takast á við varhugaverða þróun í heimsmálunum og svo virðist sem að honum hafi tekist það. Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Heimildir grænlenska ríkisútvarpsins herma að allir flokkarnir á grænlenska þinginu, að flokknum Naleraq undanskildum, komi að myndun ríkisstjórnarinnar. Grænlendingar gengu til kosninga þann ellefta mars undir mjög óvenjulegum kringumstæðum. Varla var þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum í og við kjörstaði og er skemmst frá því að segja að grænlenska þjóðin sé ekki vön því að umheimurinn sýni stjórnmálunum þar í landi þvílíkan áhuga. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum frá Donald Trump Bandaríkjaforseta sem hefur heitið því að innlima landið sama hvað það kostar. Í þessari viku vakti það hneykslan að óboðin bandarísk sendinefnd hygði á ferðalag til Grænlands. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna er á leið sinni þangað ásamt eiginkonu sinni en þau ætla sér einungis að heimsækja bandarísku herstöðina Pituffik á norðvestanverðu landinu vegna harkalegra viðbragða í Nuuk og Kaupmannahöfn. Í skugga væringanna bar stjórnarandstaðan stórsigur í kosningunum og í fyrsta sinn í sögu heima- og landsstjórnarinnar er frjálshyggjuflokkur sá stærsti á þinginu. Demokraatit undir handleiðslu Jens-Frederik Nielsen vann mikinn sigur og hafa leitt stjórnarmyndunarviðræður til þessa. Samkvæmt staðarmiðlinum Sermitsiaq stendur til að undirrita stjórnarsáttmála klukkan ellefu á morgun á grænlenskum tíma í menningarsetrinu Katuaq. Flokkarnir Demokraatit, Siumut, Inuit Ataqatigiit og Atassut eiga sín á milli 23 fulltrúa af 31 á þinginu en vinstri flokkarnir Siumut og Iniut Ataqatigiit mynduðu síðustu ríkisstjórn sem Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit samstarfsflokks Vinstri grænna, fór fyrir. Jens-Frederik Nielsen, formaður Demokraatit og líklegt landsstjórnarformannsefni, hefur látið hafa það eftir sér að hann sæktist eftir því að mynda breiðfylkingarstjórn þvert yfir miðju til að takast á við varhugaverða þróun í heimsmálunum og svo virðist sem að honum hafi tekist það.
Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira