Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar 26. mars 2025 13:01 Nýverið og margendurtekið segir Örn Pálsson, framkv.stj. LS, að 72% þjóðarinnar sé fylgjandi strandveiðum og ríkisstjórnin ætli sér nú, í þessum málaflokki, að fara að vilja þjóðarinnar. Örn veit samt, þótt hann eigi þessar tölur eftir einhverja könnun, að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki hugmynd um það hvernig strandveiðar ganga fyrir sig og hve mikil óþarfa sóun fylgir þeim. Undirritaður ákvað því, eina ferðina enn, að skýra málið í stuttri grein ef einhver vildi fræðast um þessi mál. Veiðikerfið eins og það hefur verið: Bátur sem fengið hefur strandveiðileyfi má fara 12 róðra í hverjum mánuði. Hann má samt ekki róa föstud, laugard, og sunnudaga. Þetta þýðir m.a. að margir eiga í erfiðleikum, vegna veðurs, með að ná þessum 12 dögum. Það þýðir þá líka að menn verða að róa litlum bátum í verri veðrum sem er alls ekki til þess fallið að auka öryggi þessara aðila. Annars missa menn bara af dögum. Þetta þýðir líka að til að ná degi og menn komast ekki langt út þá fara þeir í lélegan og verðlítinn fisk bara til að fá eitthvað út úr annars ónýttum degi. Hver bátur má veiða 775 kg af ósl. þorski á hverjum róðrardegi. Ef hann kemur með meira þá þarf hann að endurgreiða fullt aflaverðmæti þess til ríkissjóðs (Fiskistofu), ásamt löndunarkostnaði o.fl. Það er nánast ómögulegt að hitta nákvæmlega á þessa vigt og því fara menn oft yfir vigtina til þess að vera öruggir um að hafa náð skammti. Þetta getur líka þýtt að ef menn hafa verið í verðlitlum fiski í byrjun dags og enda svo í dýrari fiski í lokin þá henda þeir dauðum smáfiski á heimleiðinni. Við þessa iðju hafa menn verið staðnir að verki. Þetta gera þeir til að minnka sektina sem hlýst af því að fara yfir á magninu. Ætli umrædd 72% þjóðarinnar átti sig á þessum sóðaskap? Hver bátur má hafa 4 færarúllur og má hann aðeins vera 14 tíma úr höfn og aftur í höfn. Þetta er auðvitað fáránlegt þegar það er svo líka þak á magninu. En þetta kemur sér vel fyrir hraðskreiðari báta. Þá fer styttri tími í ferðalög út og aftur heim. Hins vegar afleitt fyrir hæggenga báta. Sumir bátar ganga mest 8sm á klst. Aðrir ganga upp í 22sm á klukkustund. Þessir hraðskreiðari bátar eru eðlilega dýrari og flestir þeirra eru í eigu manna sem selt hafa frá sér kvóta og eru alveg himinlifandi yfir því að fá að koma aftur inn í kerfið til að leika sér. Þeim er skítsama um olíueyðsluna og annan kostnað og þ.a.l. afkomuna af veiðunum. Þeir eru bara komnir ,,út að leika“ í boði þess sem eitt sinn voru Vinstri Grænir og komu þessari vitleysu í gang, þá á atkvæðaveiðum líkt og Flokkur Fólksins gerði núna. Þetta eru eðlilega líka bátarnir sem hafa mestu möguleikana á að ná skammtinum. Svo er heildarpottur fyrir allan pakkann kannski 11.000 tonn. Þegar hann er búinn þá er leikurinn flautaður af. Undanfarin ár ca. viku af júlí. Þetta er því kapphlaup, bæði við tímann (klukkuna, 14 tíma reglan) og hina bátana í kerfinu. Ef þeim gengur illa þá verður heildarpotturinn drýgri. Í kapphlaupi (ólympískum veiðum) er miklu til kostað og í þessum veiðum þá er olíukostnaður helsti breytilegi kostnaðarliðurinn. Þarna er mikil sóun innbyggð í sjálft kerfið eins og gefur að skilja. Gríðarlega hátt hlutfall olíumagns per. kg. af fiski. Gangi allt upp, dagarnir 12 nást og skammtur alla daga þá getur mánaðaraflinn orðið 9,3 t. af þorski. Fari bátur með 200 olíulítra í róður, sem er sjálfssagt nærri meðaltali, þá verður mánaðareyðslan 2.400 l. á þessi 9,3 t. Þetta þýðir 258 l. á tonnið. Það hefur verið sýnt fram á það að með gáfulegra fyrirkomulagi þessara veiða má minnka olíueyðsluna um 60%. Undirritaður hefur ekkert á móti ,,strandveiðum“ og hefur tekið þátt í þeim flest árin fram að þessu, fyrst og fremst til að drýgja aðrar aflaheimildir. Einhver mynd af frelsi til handfæraveiða styður við aflamarkskerfið í heild og það er af því góða. Hitt er svo önnur saga hvernig aðferðarfræðin er. Núverandi fyrirkomulag er fiskveiðiþjóðinni til skammar. Þegar veiðarnar hafa verið stöðvaðar í júlí þá hafa verið komnir ca 12d í maí og 12 í júní og kannski 9 í júlí: samtals kannski 33d á bát þegar potturinn er búinn. Ef við breytum kerfinu í 48 daga þá mundu bætast við 15d. Þá gildir eftirfarandi reikningsdæmi ef meðaltalseyðsla er 200l. á dag og viðbótin yrði 15 dagar og bátarnir 710 (200l. X 15d. X 710 b.) Þetta eru 2,1 milljón lítrar. Kosta kannski 430 milljónir. Hvert verður kolefnissporið við brennsluna og flutninginn til landsins? Samt dettur mönnum það ennþá í hug að þetta séu umhverfisvænar veiðar. Hefur 72% þjóðarinnar verið talin trú um það? Athugið að hvað olíueyðslu varðar og smáfiskadráp þá eru handfæraveiðar alls ekki það sama og strandveiðar. Vonandi eru lesendur einhverju nær. Höfundur er sjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýverið og margendurtekið segir Örn Pálsson, framkv.stj. LS, að 72% þjóðarinnar sé fylgjandi strandveiðum og ríkisstjórnin ætli sér nú, í þessum málaflokki, að fara að vilja þjóðarinnar. Örn veit samt, þótt hann eigi þessar tölur eftir einhverja könnun, að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki hugmynd um það hvernig strandveiðar ganga fyrir sig og hve mikil óþarfa sóun fylgir þeim. Undirritaður ákvað því, eina ferðina enn, að skýra málið í stuttri grein ef einhver vildi fræðast um þessi mál. Veiðikerfið eins og það hefur verið: Bátur sem fengið hefur strandveiðileyfi má fara 12 róðra í hverjum mánuði. Hann má samt ekki róa föstud, laugard, og sunnudaga. Þetta þýðir m.a. að margir eiga í erfiðleikum, vegna veðurs, með að ná þessum 12 dögum. Það þýðir þá líka að menn verða að róa litlum bátum í verri veðrum sem er alls ekki til þess fallið að auka öryggi þessara aðila. Annars missa menn bara af dögum. Þetta þýðir líka að til að ná degi og menn komast ekki langt út þá fara þeir í lélegan og verðlítinn fisk bara til að fá eitthvað út úr annars ónýttum degi. Hver bátur má veiða 775 kg af ósl. þorski á hverjum róðrardegi. Ef hann kemur með meira þá þarf hann að endurgreiða fullt aflaverðmæti þess til ríkissjóðs (Fiskistofu), ásamt löndunarkostnaði o.fl. Það er nánast ómögulegt að hitta nákvæmlega á þessa vigt og því fara menn oft yfir vigtina til þess að vera öruggir um að hafa náð skammti. Þetta getur líka þýtt að ef menn hafa verið í verðlitlum fiski í byrjun dags og enda svo í dýrari fiski í lokin þá henda þeir dauðum smáfiski á heimleiðinni. Við þessa iðju hafa menn verið staðnir að verki. Þetta gera þeir til að minnka sektina sem hlýst af því að fara yfir á magninu. Ætli umrædd 72% þjóðarinnar átti sig á þessum sóðaskap? Hver bátur má hafa 4 færarúllur og má hann aðeins vera 14 tíma úr höfn og aftur í höfn. Þetta er auðvitað fáránlegt þegar það er svo líka þak á magninu. En þetta kemur sér vel fyrir hraðskreiðari báta. Þá fer styttri tími í ferðalög út og aftur heim. Hins vegar afleitt fyrir hæggenga báta. Sumir bátar ganga mest 8sm á klst. Aðrir ganga upp í 22sm á klukkustund. Þessir hraðskreiðari bátar eru eðlilega dýrari og flestir þeirra eru í eigu manna sem selt hafa frá sér kvóta og eru alveg himinlifandi yfir því að fá að koma aftur inn í kerfið til að leika sér. Þeim er skítsama um olíueyðsluna og annan kostnað og þ.a.l. afkomuna af veiðunum. Þeir eru bara komnir ,,út að leika“ í boði þess sem eitt sinn voru Vinstri Grænir og komu þessari vitleysu í gang, þá á atkvæðaveiðum líkt og Flokkur Fólksins gerði núna. Þetta eru eðlilega líka bátarnir sem hafa mestu möguleikana á að ná skammtinum. Svo er heildarpottur fyrir allan pakkann kannski 11.000 tonn. Þegar hann er búinn þá er leikurinn flautaður af. Undanfarin ár ca. viku af júlí. Þetta er því kapphlaup, bæði við tímann (klukkuna, 14 tíma reglan) og hina bátana í kerfinu. Ef þeim gengur illa þá verður heildarpotturinn drýgri. Í kapphlaupi (ólympískum veiðum) er miklu til kostað og í þessum veiðum þá er olíukostnaður helsti breytilegi kostnaðarliðurinn. Þarna er mikil sóun innbyggð í sjálft kerfið eins og gefur að skilja. Gríðarlega hátt hlutfall olíumagns per. kg. af fiski. Gangi allt upp, dagarnir 12 nást og skammtur alla daga þá getur mánaðaraflinn orðið 9,3 t. af þorski. Fari bátur með 200 olíulítra í róður, sem er sjálfssagt nærri meðaltali, þá verður mánaðareyðslan 2.400 l. á þessi 9,3 t. Þetta þýðir 258 l. á tonnið. Það hefur verið sýnt fram á það að með gáfulegra fyrirkomulagi þessara veiða má minnka olíueyðsluna um 60%. Undirritaður hefur ekkert á móti ,,strandveiðum“ og hefur tekið þátt í þeim flest árin fram að þessu, fyrst og fremst til að drýgja aðrar aflaheimildir. Einhver mynd af frelsi til handfæraveiða styður við aflamarkskerfið í heild og það er af því góða. Hitt er svo önnur saga hvernig aðferðarfræðin er. Núverandi fyrirkomulag er fiskveiðiþjóðinni til skammar. Þegar veiðarnar hafa verið stöðvaðar í júlí þá hafa verið komnir ca 12d í maí og 12 í júní og kannski 9 í júlí: samtals kannski 33d á bát þegar potturinn er búinn. Ef við breytum kerfinu í 48 daga þá mundu bætast við 15d. Þá gildir eftirfarandi reikningsdæmi ef meðaltalseyðsla er 200l. á dag og viðbótin yrði 15 dagar og bátarnir 710 (200l. X 15d. X 710 b.) Þetta eru 2,1 milljón lítrar. Kosta kannski 430 milljónir. Hvert verður kolefnissporið við brennsluna og flutninginn til landsins? Samt dettur mönnum það ennþá í hug að þetta séu umhverfisvænar veiðar. Hefur 72% þjóðarinnar verið talin trú um það? Athugið að hvað olíueyðslu varðar og smáfiskadráp þá eru handfæraveiðar alls ekki það sama og strandveiðar. Vonandi eru lesendur einhverju nær. Höfundur er sjómaður.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun