Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar 25. mars 2025 12:02 Líkt og flestir sem ná langt í rannsóknum býr Magnús Karl yfir óbilandi löngun til að skilja sem best hvað hefur áhrif á starfsemi lífvera og gangvirki samfélagsins. Hann gerði árs hlé á námi sínu sem læknanemi til að leggja stund á grunnrannsóknir á rannsóknarstofu. Ferill hans í klínískri læknisfræði var stuttur. Hann ákvað tiltölulega fljótt að loknu sérnámi í blóðmeinafræði við National Institutes of Health í BNA að helga sig rannsóknum og kennslu. Það er ekki öllum lagið sem kafa djúpt í flókin kerfi að deila þekkingarleitinni þannig með samstarfsfólki og nemum að þau vilji flest kafa dýpra og vita meira. Magnús Karl hefur allt frá því að hann kom fyrst að kennslu átt einkar auðvelt með að hrífa nemendur með sér og kveikja hjá þeim áhuga á vísindum og miðlun þekkingar. Honum er einnig umhugað um velferð nemenda og hann býr að margs konar lífsreynslu sem hefur mótað hann og auðveldað honum að setja sig í spor þeirra sem til hans leita. Ég hygg að ofangreint skýri vel hve mikinn og breiðan stuðning hann hlaut meðal starfsfólks og nemenda í fyrri umferð rektorskjörs. Magnús Karl var ungur að árum þegar hann fór endurtekið að fá verðlaun á þingum fyrir skýra framsetningu á rannsóknum, verðlaun frá nemum sem hann kenndi í sérnámi og síðar læknanemum við Háskóla Íslands og loks verðlaun fyrir árangur í rannsóknum. Áhugi hans á rannsóknarinnviðum og farsælli fjármögnun þeirra er svo sannarlega ekki nýtilkominn. Hann hefur síðasta aldarfjórðung endurtekið tekið þátt í umræðu um eflingu vísinda hér á landi á opinberum vettvangi og innan háskólasamfélagsins. Hann sat til dæmis í starfshópi árið 2003 sem skilaði tillögum um leiðir til að efla fjármögnun rannsóknarinnviða hér á landi. Of fátt af því sem þar var reifað hefur náð fram að ganga þótt rúmir tveir áratugir séu liðnir, en annað gekk hins vegar eftir og leiddi til mikilvægra umbóta. Á síðustu árum hefur verið dregið úr fjármögnun innlendra samkeppnissjóða en fjármögnun nýsköpunar hjá einkafyrirtækjum hefur margfaldast. Innlendu samkeppnissjóðirnir skapa vettvang fyrir rannsóknir doktorsnema, nýdoktora og reyndari rannsakenda. Auk þess að leggja þannig grunninn að þróun mikilvægra fræðasviða hér á landi, hafa styrkir úr þeim verið mikilvæg forsenda fyrir stofnun og þróun margra nýsköpunarfyrirtækja hér á landi á síðustu árum. Háskóli Íslands þarf öflugan málsvara vísinda og menntunar. Ég kýs Magnús Karl sem rektor og treysti honum best til að leiða samtalið um hlutverk og mikilvægi Háskólans við almenning og stjórnmálafólk. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Líkt og flestir sem ná langt í rannsóknum býr Magnús Karl yfir óbilandi löngun til að skilja sem best hvað hefur áhrif á starfsemi lífvera og gangvirki samfélagsins. Hann gerði árs hlé á námi sínu sem læknanemi til að leggja stund á grunnrannsóknir á rannsóknarstofu. Ferill hans í klínískri læknisfræði var stuttur. Hann ákvað tiltölulega fljótt að loknu sérnámi í blóðmeinafræði við National Institutes of Health í BNA að helga sig rannsóknum og kennslu. Það er ekki öllum lagið sem kafa djúpt í flókin kerfi að deila þekkingarleitinni þannig með samstarfsfólki og nemum að þau vilji flest kafa dýpra og vita meira. Magnús Karl hefur allt frá því að hann kom fyrst að kennslu átt einkar auðvelt með að hrífa nemendur með sér og kveikja hjá þeim áhuga á vísindum og miðlun þekkingar. Honum er einnig umhugað um velferð nemenda og hann býr að margs konar lífsreynslu sem hefur mótað hann og auðveldað honum að setja sig í spor þeirra sem til hans leita. Ég hygg að ofangreint skýri vel hve mikinn og breiðan stuðning hann hlaut meðal starfsfólks og nemenda í fyrri umferð rektorskjörs. Magnús Karl var ungur að árum þegar hann fór endurtekið að fá verðlaun á þingum fyrir skýra framsetningu á rannsóknum, verðlaun frá nemum sem hann kenndi í sérnámi og síðar læknanemum við Háskóla Íslands og loks verðlaun fyrir árangur í rannsóknum. Áhugi hans á rannsóknarinnviðum og farsælli fjármögnun þeirra er svo sannarlega ekki nýtilkominn. Hann hefur síðasta aldarfjórðung endurtekið tekið þátt í umræðu um eflingu vísinda hér á landi á opinberum vettvangi og innan háskólasamfélagsins. Hann sat til dæmis í starfshópi árið 2003 sem skilaði tillögum um leiðir til að efla fjármögnun rannsóknarinnviða hér á landi. Of fátt af því sem þar var reifað hefur náð fram að ganga þótt rúmir tveir áratugir séu liðnir, en annað gekk hins vegar eftir og leiddi til mikilvægra umbóta. Á síðustu árum hefur verið dregið úr fjármögnun innlendra samkeppnissjóða en fjármögnun nýsköpunar hjá einkafyrirtækjum hefur margfaldast. Innlendu samkeppnissjóðirnir skapa vettvang fyrir rannsóknir doktorsnema, nýdoktora og reyndari rannsakenda. Auk þess að leggja þannig grunninn að þróun mikilvægra fræðasviða hér á landi, hafa styrkir úr þeim verið mikilvæg forsenda fyrir stofnun og þróun margra nýsköpunarfyrirtækja hér á landi á síðustu árum. Háskóli Íslands þarf öflugan málsvara vísinda og menntunar. Ég kýs Magnús Karl sem rektor og treysti honum best til að leiða samtalið um hlutverk og mikilvægi Háskólans við almenning og stjórnmálafólk. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar