Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 25. mars 2025 10:00 Flokkur fólksins hefur verið sá flokkur sem hefur einna mest barist fyrir verndun og velferð dýra. Matvælastofnun gegnir eftirliti með þessum málaflokki. Alloft birtast sláandi fregnir og myndir af dýraníði og gera má því skóna að það viðgangist meira en fólk heldur. Á þessari stundu vitum við auðvitað ekki neitt um hversu mörg dýr búa við óviðunandi aðstæður. Þeir sem gerast sekir um dýraníð fá í mesta lagi sekt ef tekst að sanna gjörðir þeirra þótt oft þurfi að aflífa dýr eftir misþyrmingar eða slæman aðbúnað af hálfu eiganda. Þetta er auðvitað með öllu óásættanlegt. Nú hefur atvinnuvegaráðherra óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á því að Neyðarlínan taki við tilkynningum frá almenningi í gegnum 112 þegar fólk verður vart við dýr í neyð. Það verði síðan Neyðarlínunnar að vinna úr umræddum tilkynningum og koma boðum til eftirlitsaðila. Hér væri því möguleg leið til að fá upplýsingar um óviðunandi aðbúnað og aðstæður dýra eða ef grunur leikur á að verið sé að meiða eða níðast á dýri. Tryggja þarf fjármagn og þjálfun starfsfólks Neyðarlínunnar sem ætti að vera einfalt og auðleysanlegt verkefni. Finna verður leiðir til að allir þeir sem hafa minnsta grun eða vísbendingu um eða verða vitni að dýraníði geta komið upplýsingum umsvifalaust til eftirlitsaðila svo hægt sé að bregðast strax við. Fyrsta skrefið er auðvitað að tryggja að dýrið sé öruggt og að meint ofbeldi sé stöðvað. Refsa ætti þeim sem fara illa með skepnur og níðast á dýrum með tilhlýðilegum hætti ásamt því að bjóða upp á betrun og bætta hegðun. Dýr eiga velferð sína alfarið undir eigendum eða þeim sem sinna þeim. Dýraníðingar sem eru staðnir að verki en ganga frá verknaðinum án afleiðinga eru líklegir til halda atferli sínu áfram. Matvælastofnun gegnir nú eftirlitshlutverki dýraverndar. Þetta eftirlit má styrkja með skýrari heimildum til víðtækra aðgerða og inngripa þegar aðstæður kalla. Kostnaðarsöm kærumál hafa komið upp þar sem Matvælastofnun er sökuð um að hafa ekki gripið til vægustu aðgerðar. Með breyttu verklagi má flýta og styrkja eftirlitsaðila til að grípa af meiri krafti og áræðni inn í þessi mál með það að markmiði að draga úr ofbeldi gagnvart varnarlausum dýrum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Dýr Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur verið sá flokkur sem hefur einna mest barist fyrir verndun og velferð dýra. Matvælastofnun gegnir eftirliti með þessum málaflokki. Alloft birtast sláandi fregnir og myndir af dýraníði og gera má því skóna að það viðgangist meira en fólk heldur. Á þessari stundu vitum við auðvitað ekki neitt um hversu mörg dýr búa við óviðunandi aðstæður. Þeir sem gerast sekir um dýraníð fá í mesta lagi sekt ef tekst að sanna gjörðir þeirra þótt oft þurfi að aflífa dýr eftir misþyrmingar eða slæman aðbúnað af hálfu eiganda. Þetta er auðvitað með öllu óásættanlegt. Nú hefur atvinnuvegaráðherra óskað eftir því við dómsmálaráðherra að kanna möguleikann á því að Neyðarlínan taki við tilkynningum frá almenningi í gegnum 112 þegar fólk verður vart við dýr í neyð. Það verði síðan Neyðarlínunnar að vinna úr umræddum tilkynningum og koma boðum til eftirlitsaðila. Hér væri því möguleg leið til að fá upplýsingar um óviðunandi aðbúnað og aðstæður dýra eða ef grunur leikur á að verið sé að meiða eða níðast á dýri. Tryggja þarf fjármagn og þjálfun starfsfólks Neyðarlínunnar sem ætti að vera einfalt og auðleysanlegt verkefni. Finna verður leiðir til að allir þeir sem hafa minnsta grun eða vísbendingu um eða verða vitni að dýraníði geta komið upplýsingum umsvifalaust til eftirlitsaðila svo hægt sé að bregðast strax við. Fyrsta skrefið er auðvitað að tryggja að dýrið sé öruggt og að meint ofbeldi sé stöðvað. Refsa ætti þeim sem fara illa með skepnur og níðast á dýrum með tilhlýðilegum hætti ásamt því að bjóða upp á betrun og bætta hegðun. Dýr eiga velferð sína alfarið undir eigendum eða þeim sem sinna þeim. Dýraníðingar sem eru staðnir að verki en ganga frá verknaðinum án afleiðinga eru líklegir til halda atferli sínu áfram. Matvælastofnun gegnir nú eftirlitshlutverki dýraverndar. Þetta eftirlit má styrkja með skýrari heimildum til víðtækra aðgerða og inngripa þegar aðstæður kalla. Kostnaðarsöm kærumál hafa komið upp þar sem Matvælastofnun er sökuð um að hafa ekki gripið til vægustu aðgerðar. Með breyttu verklagi má flýta og styrkja eftirlitsaðila til að grípa af meiri krafti og áræðni inn í þessi mál með það að markmiði að draga úr ofbeldi gagnvart varnarlausum dýrum. Höfundur er alþingismaður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun